laugardagur, maí 6

er heima best?

eftir sextán vikna útlegð, eitt þúsund fjögurhundruð áttatíu og sjö moskítóbit, sautján þúsund blogguð orð, fjóra brúsa af sólarvörn, þrjúhundruð þrjátíu og sex keypta vatnslítra, örfáum krónum fátækari og reynslunni ríkari, þá erum við komin heim.við komuna í stöðina hans leifs biðu okkar höfðinglegar móttökur með blöðrum og tilheyrandi. ekki slæmt! að hitta vini og vandamenn hefur verið frábært, þó svo að margir haldi ennþá að við höfum þurft að fá einhverja hvíld og þora hvorki að hringja né dingla bjöllunni. við getum kannski tekið einhverja smá sök á okkur að auglýsa ekki betur að við séum virkilega komin á klakann. só common people, það er haugur af framkölluðum myndum sem bíða eftir að láta berja sig augum, svo við tölum ekki um ferðasöguna sem við bíðum í ofvæni eftir að þreyta ykkur með:)handahlaupsþema ferðarinnar má svo sjá hér í myndbandsformi. znilldar vídeó, þar sem maggan fer á kostum og nær sér í tyggigúmmí klessu og belju dellu á hendurnar í hverju landi. hækkið vel í græjunum því algjört skilyrði er að láta tónlistina óma... hátt. annað myndband mun svo líta dagsins ljós eftir nokkra daga með glefsum og ómetanlegum klippum frá þessum heimsóttu löndum. gott ef dugnaður kíki svo ekki í heimsókn á myndasíðuna eftir langa fjarveru. hann ætlaðist nú reyndar til þess að fólk kíkti í a8 og fengju new york súkkí (fyrstir koma, fyrstir fá:) og kaffi á meðan flett væri í gegnum albúmin:)engin undur og stórmerki munu gerast á þessari síðu næstu misserin, nema við lendum í einhverjum ævintýrum, þá verður að sjálfsögðu greint samviskusamlega frá þeim hér.þökkum þeim sem hlýddu og skrifuðu hlý orð til okkar á meðan ævintýrinu stóð - það var ómetanlegt. hinum þökkum við líka, þessum sem kíktu og hleruðu en skildu minna eftir sig, en þeir voru fjööööööölmargir:)

föstudagur, apríl 21

usa - síðasta stopp

gleði, glamúr og glæsileiki hafa einkennt dagana frá því við lentum hjá stóra bróður, allavega í los angeles. veran þar snerist algerlega um kvikmyndabransann, enda borgin margfræg fyrir téðann bransa. heill dagur í universal studios, túr um beverly hills hverfið og hallir fræga fólksins skoðaðar, og við meira segja búin að standa á sviðinu hans óskars og þakka mömmu og pabba, meðleikurum og síðast en ekki síst leikstjóranum fyrir allt saman (með tárum og ekka:). áður en við komum til la var búið að ákveða að leigja bíl, þar sem almenningssamgöngur eru ansi fábrotnar og vegalengdirnar svakalegar. frekar súr eftir 12 tíma ferðalag frá rarotonga röltum við inn á bílaleigu. spurðum manninn fyrir aftan borðið hvaða mega tilboðsverð hann gæti gefið bakpökkurum eins og okkur á ódýrasta bílnum (sem var hyuandi skv. verðskrá). maðurinn; "fyrir fimm daga get ég látið þennan forláta hyuandi fyrir þetta verð". við (frekar hneiksluð); "what! er það besta verðið?". maðurinn (hugsandi á svip og rýkur aftur í tölvuna); "nei, heyrðu við eigum svo marga ford mustang með blæju, átta sýlindra kvikindi, fyrir helmingi minna en hyuandinn". við náttúrulega ótrúlega svekkt að "þurfa" að rúnta um hollywood boulevard með blæjuna niðri og svarta rappmúsík í botni;)

fyndinn þessi angelinos þjóðflokkur (fólk í la gengur undir því nafni). þar sem svo margir leikarar, frægt fólk og minni spámenn búa á þessum "litla" bletti þá halda allir að einhver, sé einhver. allsstaðar þar sem gengið er um sérðu fólk horfa á hvort annað með rannsakandi augum, og athuga hvort þetta sé ekki örugglega einhver frægur, eða a.mk. einhver sem lék í einum þætti af melrose place fyrir tíu árum eða svo. við vorum því hæstánægð að rúnta um á okkar mustang, og gott ef fólk horfði ekki og hélt að við værum "einhver". borgin er annars mjög skemmtileg og glæsileg. 500sl týpan af bens er jafn algeng þarna og yaris er heima á fróni. og ekki bara bens heldur bentley, rollsinn, ferrari og lamborghini voru mjög algeng sjón. ríka fólkið býr svo ekkert í neinum torfkofum, lætur kannski lítið yfir sér svona alveg beint fyrir framan húsið. þegar farið er fyrir hornið þá sést að það nær kannski yfir svona 10 hektara! hallir sem við sáum áttu eigendur á borð við júlíu róberts, nicolas cage, john travolta og britney spears svo fáeinir séu nefndir.

þegar komið er upp í kok af fræga fólkinu, þá er bara skotist yfir mojave eyðimörkina og hviss bang, mætt til las vegas - borgarinnar sem aldrei sefur. ótrúleg borg. ímyndið ykkur ofskreytt jólatré, með alltof mörgum seríum, já þannig lítur las vegast út. hótelin og spilavítin hvert öðru glæsilegra og blikkandi. svona dáldið eins og maður hafi farið úr raunveruleikanum og inn í draumaheim með því einu að skipta um fylki. ég meina, hvar annarsstaðar sérðu eiffel turninn og frelsisstyttuna standa við sömu götu? stoppið í styttri kantinum en náðum þó að virða fyrir okkur draumaheim og spila smá blackjack;)

borg borganna, new york, er okkar síðasta stopp í þessu ævintýri. stóra eplið eins og það er svo oft kallað hefur sko ekki svikið okkur. það er eitthvað við það að vera í new york. eitthvað svo spennandi og mystískt. hrikalega upptekin borg, fólk á þönum, menn í jakkafötum með vindla í munnvikinu að ræða verðbréfa markaðinn og hvort nasdaq hafi hækkað eða lækkað þennann daginn og gulir leigubílar flautandi fastir í umferðinni. það er af nógu að taka fyrir túristann að skoða. erum búin að afreka; frelsisstyttuna, ground zero (fyrrverandi tvíburaturna), rockefeller center, central park, empire state bygginguna, grand central station, times square, soho og hinar ýmsustu skemmtilegu verslanir. hápunktinum var þó náð í gær (allavega fyrir kvenkyns partinn í þessu ævintýri) þegar farið var á slóðir carry og vinkvenna í sex and the city. í fjóra tíma var keyrt á milli tökustaða, fyndin atvik rifjuð upp, borðað "cup cake" og drukkinn cosmopolitan. í lokin, þegar rútan var að keyra á upprunalegan stað, öskraði leiðsögumaðurinn af kvenkynsstofni eitthvað óskiljanlegt í hátalarann og fimmtíu aðrar stelpur fylgdu í kjölfjarið. haldið ekki að colin farrell hafi verið að labba yfir götuna og varð þess valdandi að robbinn heyrir ekkert með öðru eyranu í dag;) veðrið hefur verið einstaklega gott á okkur og vorið/sumarið alveg að koma hérna á austur-ströndinni. tíminn því verið vel nýttur og lappirnar fengið að finna fyrir því á milli stræta og avenjúa.

síðasti flugmiðinn bíður eftir að verða notaður á morgunn þegar við fljúgum til london. ekki alveg komin með heimferðar tímann á hreint. þið bíðið því aðeins með hattana og knöllin.
nánar síðar.
jú og gleðilegt sumar öll sömul...

þriðjudagur, apríl 11

cook eyjar - rarotonga

sidasti dagur okkar i thusund kilometra runt um midhluta nordureyju nz, endadi a bilferd aftur til auckland, med vidkomu i hellabaenum waitomo. skodudum limonusteina (limestone) helli sem myndadist i orofi aldar og einhversskonar eldflugur lystu upp loftid - frekar tilkomumikid allt saman. bakpakkara stillinn tekinn a thetta um kvoldid og kurt i bilnum fram ad flugi sem var kl. 8 naesta morgunn - 3. april. vid tok svo skrytnasta ferdalag thessa aevintyris. flugid til rarotonga tok fjora tima og thegar vid lentum var klukkan 14.45 daginn adur - eda 2. april. frekar funky ad upplifa sama daginn tvisvar sinnum. hvad gerdud thid annan april?
vorum fljot ad rifa af okkur sidbraekur og peysur vid lendingu thar sem gula kvikyndid lek a alls oddi. solin var ekki su eina sem gerdi thad heldur eyjaskeggjar lika. stemmningunni er best lyst med komunni a flugvollinn (sem er svona svipadur ad staerd og alexandersflugvollur en er althjodaflugvollur). heimamadur iklaeddur blomaskyrtu og banjo spiladi hawai tonlist, konurnar i vegabrefaskoduninni brostu sinu blidasta med blom i harinu. og svona maetti lengi telja. vid erum alveg ofbodslega velkomin herna. hvert sem komid er tekur bros a moti okkur og allir vilja spjalla.

thetta er paradis bakpakkara og ert alitinn allt ad thvi skrytinn ef thu ert a ferdalagi milli eyjaalfu og nordur-ameriku og stoppar ekki vid. hofum thvi hitt marga sem eru bunir ad gera nakvaemlega thad sama og vid, flestir eru a endasprettinum en eiga hana ameriku eftir. einhverjir voru bunir ad leigja blaejubil til ad keyra thar um en adrir aetla med rutum fra los angeles til boston, ja folki dettur ymislegt i hug.
herna bua um tolf thusund manns, adallega polynesiu folk, "thjodvegurinn" kringum eyjuna er 32. km langur og allt mjooooog afslappad. thad er gaman ad vera komin hingad, thvi thetta er sa stadur sem vid akvadum fyrst af ollum ad stoppa a. thegar plan- og bollaleggingar stodu sem haest rakumst vid a blogg ferdalangs fra islandi sem lysti thessu ollu svo vel. kurum a gistiheimilinu rarotonga backpackers er hysti islendinga fyrir nokkrum arum. eigendurnir muna meira segja nofnin a theim, bogi og sunneva, ef einhverjir kannast vid thau, tha bidja paul og rebecca ad heilsa. stemmningin a gistiheimilinu er lika rosafin. eigendurnir i yngri kantinum og reyna ad gera eitthvad fyrir okkur a hverju kvoldi. paul maetir og grillar ofan i mannskapinn eitt kvoldid og skipuleggur bar ferd i baeinn thad naesta. strondin a vinstri hond og sundlaug a tha haegri. fullkomid.

fyrsti dagurinn for i baejarferd og attirnar teknar. robbinn tok bilprofid aftur - eda thar um bil. tharft ad fa serstakt okuskirteini gefid ut af logreglunni a rarotonga til ad leigja bil eda skooter. einhver snidugasta leid stjornvalda her a eyju til ad hala inn nokkra sedla. maetir med thitt althjodlega okuskirteini, keyrir einn hring med logguna a eftir ther, sagt ad maeta med 500 ikr. eftir 30 min og skirteinid er thitt. hofum thvi brummad um alla vikuna a gulu thrumunni med froskalappir og grimu ofan i saetinu. ja vid segjum vikuna! timinn hefur lidid hratt a gervihnattaold (eins og segir i kvaedinu) i solinni, blagraena sjonum og vinstri umferdinni. hofum thurft ad elda on'i okkur sjalf - eitthvad sem vid hofum ekki thurft ad hugsa um i thrja manudi (nu fara allar husmaedur i verkfall og heimta fjogurra manada heimsreisu:). fjolbreytnin gridarleg, pasta i hadeginu og spaghetti a kvoldin:) ja her eru engir matar stallar eins og asiu, thar sem haegt var ad metta magann fyrir tukall.

sunnudagar eru kirkjudagar hja okkur hjonaleysum og engin undantekning her a eyju. skelltum okkar i thess hattar samkundu i gaer og ekki annad sagt en tja, thvilik upplifun og fritt ad borda a eftir, kannski eitthvad sem sr. hjalmar aetti ad huga ad:)

verd a vafri um alvefinn er ekki mjog bakpakkara vaent her um slodir og latum thvi stadar numid. tolvur eru heldur ekki til thess gerdar ad setja inn myndir og verdur thvi bid a.

heyrumst naest fra stora brodur og borg glys og glaums. flug thangad annad kvold (midvikudags morgunn ad isl. tima).

laugardagur, apríl 1

kia ora - frá nýja sjálandi

við heilsum frá nýja sjálandi, kia ora! en það þýðir halló, bless, takk, velkomin og margt fleira á maori máli en maori fólk eru frumbyggjar þessa lands.

það er greinilega engu að treysta, munum ekki betur en fyrir örfáum bloggum hafi einhver talað um að lengja malasíu á kostnað nýja sjálands. en svona er að komast upp á lagið með eitthvað. fundum út hversu auðvelt er að breyta dagsetningum á flugi og hreinlega getum ekki hætt;)
þegar komið var á flugvöllinn í sydney áttum við flug til cook eyja með millilendingu í nz, spurðum starfsmanninn hvort hægt væri að seinka fluginu til cook? "já ekkert mál!
hvaðan eru þið? íslandi!! ég trúi þessu ekki, ég hef aldrei hitt neinn frá íslandi áður, geðgt."
vorum því ekkert búin að plana hvað við ætluðum að gera hér, nema stoppa í fjóra daga og að flestir sem hingað ferðast taka bíl á leigu og keyra um allt. þeir segja nefnilega gárungarnir að hér sé eitt hagstæðasta verð á bílum í öllum heiminum, höldum samt að nýsjálendingar eigi nú ekki fjórtán bíla á haus eins og frónlendingar. það sást líka um leið og við stigum út úr vélinni, ekkert nema auglýsingar um bílaleigubíla í öllum stærðum og gerðum. fórum í gegnum vegabréfaskoðunina, starfsmaðurinn: "hvaðan eru þið? íslandi!! ég trúi þessu ekki, ég hef aldrei hitt neinn frá íslandi áður, geðgt."

leigðum okkur bíl á flugvellinum til að krúsa um í vinstri umferðinni í örfáa daga. starfsmaðurinn þar: "hvaðan eru þið? íslandi!! ég trúi þessu ekki, ég hef aldrei hitt neinn frá íslandi áður, geðgt." það var eiginlega starfsmaður bílaleigunnar sem planaði þetta road trip fyrir okkur. hún spurði hvað við ætluðum að skoða þessa daga og þegar hún fann út að við vissum ekkert í okkar haus lét hún okkur fá kort og stikaði leiðina fyrir okkur sem hún mælti með. vel upp alin gerum við náttúrulega einsog okkur er sagt, erum því búin að fylgja eftir þessu frábæra plani hingað til. fyrstu kílómetrarnir voru nokkuð skrautlegir. robbinn muldraði stanslaust "vera vinstra megin,vera vinstra...", maggan að verða bílveik á kortinu, "úbbbs áttum við að beygja hérna til vinstri", reynt að gefa stefnuljós en aðeins rúðuþurrkurnar þeyttust í þriðja gír fram og til baka:) en allt hefur þetta gengið eins og í sögu. farin að vita að stefnuljósið er hægra megin, jú og bílstjórasætið er þeim megin líka.

seinnipartinn vorum við komin í fallegan bæ, tauranga. logguðum okkur inn á hostel (við elisabet street) og héldum svo í matarleit. margir tugir veitingastaða í sömu götunni niður við strönd, en svona fínt fólk eins og við löbbum sko ekki tvo metra fyrst við erum komin á bíl. eina lausa bílastæðið var fyrir utan lítinn ítalskan stað. bara örfá borð inni og tveir starfsmenn. konan sá um fólkið á meðan maðurinn eldaði.
"er þetta íslenska? róbert, ég sver það held ég heyri íslensku!" jú jú mikið rétt á næsta borði sátu íslensk feðgin sem fluttu nýlega til nýja sjálands frá íslandinu. takk fyrir spjallið guðsteinn og elísa, gaman að hitta ykkur.
svosum ekkert meira um þennan bæ að segja, gott að leggja sig þar. föruneyti hringsins hélt áfram til bæjarins roturua með smá stoppi á risa kiwi bóndabæ. en eins og flestir vita eru aðalútflutningsvörur nz eitthvert matarkyns. um fjörtíu prósent alls kiwi í heiminum kemur einmitt frá téðu landi. gaman að segja frá því líka að nýsjálendingar kalla sig eftir þessum ávexti. þeir státa sig einnig af því að vera með flesta hveri eins og geysir, á heimsvísu (þó við eigum að sjálfsögðu þann stærsta). bærinn roturua er mjög aktífur hvað þetta varðar og þar sem flestir hverirnir eru má finna lítið þorp þar sem maori frumbyggjar búa. mamman í koppagötunni hefur lært nudd síðustu ár sem byggir á fornri hefð þessa fólks og vorum því sérstaklega spennt að hitta innfædda. verður gaman að sýna henni vídeó og myndir síðar. fórum að sjálfsögðu í heimsókn í þorpið þar sem hefðbundinn dans og söngur var fram borinn með gæded túr í lokin. þá var gengið um og séð hvar fjölskyldurnar baða sig í náttúrulegum laugum, elda matinn með því að nota hitann frá hverunum og fengum besta maís hingað til. engar sturtur eða eldavélar eru í húsunum sem byggð eru allt í kringum hverina sem sjá um allt. magnað að sjá þetta.
úr því við vorum komin á slóðir frodo, sam og hringsins fræga, þá var ekki hægt annað en að fara og virða fyrir sér einn af mörgum upptökustöðum þessarar myndar (lord of the rings). brunuðum í bæinn matamata en á bóndabæ þar fyrir utan var hobbita þorpið the shire búið til. þetta er eina tökusettið sem er ennþá til, allsstaðar annarsstaðar var umhverfið sett í sitt upprunalega horf vegna höfundaréttar. þarna voru byggðar 37 hobbitaholur en 17 þeirra standa eftir. fórum inn á heimili þeirra bilbo baggins og frodo, sem var reyndar lítið annað en fronturinn. innanhús tökur voru festar á filmu í stúdíó í wellington. þessi tveggja og hálfstíma ferð um svæðið var ótrúleg, þvílík málverka fegurð og ekki nema von að peter jackson hafi fallið fyrir þessum stað. heppinn bóndi sem á um 500 hektara svæði og 12.000 kindur datt aldeilis í lukkupottinn. tók um sex mánuði að sannfæra hann um að skrifa undir samninginn um afnot af landskikanum. hefur væntanlega fengið nokkra túkalla fyrir, hummm...
nýja sjáland var fyrsta land heims sem veitti konum kosningarétt, árið 1893.
kia ora héðan í bili og vonum að þið eigið ánægjulega og árangursríka helgi:)

miðvikudagur, mars 29

g´day sydney

síðustu mínútur asíu fóru í upprifjun um heimsálfuna. frábært nýtískusafn þar sem saga, trú og menning er rakin í myndum og máli. fannst við vita helling eftir dvölina (þó það nú væri, hélt einhver að þetta væri bara skemmtiferð?). flugvöllurinn er svo sér kapituli út af fyrir sig. bíó, blóma- og kaktusgarður og bestu sturtur mánaðarins með alvöru handklæðum er sitthvað sem þarna má finna. meira segja skipti maggan um lúkk þegar hárblásari var brúkaður, tæki sem hefur ekki sést síðanégveitekkihvenær. ekki var það verra þegar út í vél var komið. sjónvarp í hverju sæti. fjarstýring sem er líka sími og hægt að hringja í félagann tuttugu sætaröðum aftar (ef einvher af ykkur hefði nú verið þarna). hægt var að velja milli sextíu bíómynda og tuttugu tölvuleikja, meira að segja super mario bros eitt. tíminn fór aftur til 1990 og rifjaðist upp þegar við bræðurnir í sveitinni fjárfestum í einu nintendo kvikindi fyrir sumar hýruna, góðir tímar. klukkan fjögur um nóttina var þetta reyndar orðið gott og lagt sig í tvo tíma áður en eyjaálfu yrði náð.

við höfum nú krossað miðbaug og fallegur haustdagur heilsaði í sydney. já þið lesið rétt. það er komið haust hérna megin hnattarins. skjálfandi á beinunum í hlýrabol og stuttbuxum hlupum við í næsta taxa. lásum svo á opinberann mæli þegar leigubíllinn rennd´í bæinn og á honum stóð 27°! ótrúlegt að aðeins þriggja stiga hita mismunur geti haft þessi áhrif, þeir segja að þetta hafi eitthvað með loftslagið að gera... veit ekki hvað varð um þetta að vera frá iceland?!? áttum heldur ekki von að við fengjum sjokk að koma aftur í vestræna menningu. hversdagslegir hlutir eins og pappír á hverju salerni, foreldrar með barnakerrur og fleiri hlutir komu okkur hálfpartinn í opna skjöldu. btw. búið að athuga þetta með vatnið í vaskinum og klósettinu, þjóðsagan er sönn, það rennur í öfuga átt:)

dagarnir hafa samt liðið hratt og ýmislegt brallað. stoltið þeirra óperuhöllin var að sjálfsögðu skoðuð með túr um ferlíkið. á að líta út eins og fyrstu seglskipin sem sigldu hér að 1788 og bretar tóku völdin. skrýtið mannvirki en okkur fannst við nú eiga smá í því fyrst það var einhver frændi okkar frá danaveldi sem rissaði það upp. allt fór í vitleysu í miðju verki þegar skipt var um ríkisstjórn og einhver nískupúki settist í stólinn. daninn tók föggur sínar og yfirgaf ástralíu eftir sjö ára dvöl og hefur ekki komið síðan, þrátt fyrir gull og græna skóga. dýragarðurinn, sigling um höfnina og brúarskoðun er eitthvað sem einnig er búið að bralla.
hápunktinum var samt náð í dag þegar við fórum í vínsmökkunar ferð um hunter valley hérað, norður af sydney. hjón frá chicago, kona frá denver og önnur indversk frá london voru með í ferð. byrjuðum á að stoppa í þjóðgarði þar sem við gáfum kengúrum að borða úr lófanum og fengum að strjúka kóalabirni sem hékk upp í tré. heimsfrægi fimm metra langi krókódíllinn eric dvelur þarna líka (var plantað þarna eftir að hafa drepið tvær manneskjur) sem og köngulær, slöngur og fleiri kvikindi. eftir það tók við ótrúlega erfiður tími;) þremur mismunandi víngerðar fyrirtækjum og fimmtíu tegundum af hvít- rósa - rauð og eftirrétta vínum seinna voru allir í rútunni orðnir góðir félagar;) þetta var geggjað. ef einhver vill vita hvað hann á að drekka með steikinni um helgina, give us a call. mælum með víni frá ástralíu. í téðu héraði eru m.a. lindemans og wolf blass vínrisarnir.
eftir átta tíma er það næsta flug, verður spennandi hvert það tekur okkur... fylgist með í næsta þætti!

föstudagur, mars 24

singapore - so perfect

facts; höfuðborg singapore - íbúafjöldi 4,425,720 - tungumál enska (opinbert tungumál), kínverska, malay og tamil - trúarbrögð búddha, múslimar, hindú, kristnir ofl. - gjaldmiðill singapore dollar SGD - vegabréfsáritun nei - tímasvæði gmt +8 klst.

sennilega hefur þessi ákvörðun að taka næturrútu frá kuala lumpur verið sú heimskulegasta sem við höfum tekið í þessu ævintýri. lögðum af stað á miðnætti með þennan dæmigerða skipta um land spenning og því erfitt um svefn. eftir að hafa dormað í einhverja stundarfjórðunga vorum við vakin á landamærunum um kl. fjögur. vissum hvorki í þennan heim né annan en gátum þó stimplað okkur út úr malasíu og inn í singapore. komin í miðja borgina þrjátíu mínútum seinna eða um 4.30 am. og hvað gerir maður í miðri stórborg um miðja nótt, klyfjaður af bakpokum og fær ekki herbergið sitt fyrr en á hádegi? ákváðum þó að taka leigubíl á hostelið og athuga hvort við fengjum að komast inn eitthvað fyrr. stór og greinilegur miði í glugganum sýndi að lobby-ið opnaði kl. 8. en eftir að hafa vafrað um fyrir utan var allt í einu opnað og fengum að kasta okkur í sófann í móttökunni, gjörsamlega úrvinda. já, þrátt fyrir að vera búin að ferðast í bráðum þrjá mánuði getur manni dottið svona vitleysa í hug, það segir okkur bara eitt, ferðast meira! þetta hlýtur að lærast.

singapore líkist kuala lumpur örlítið, enda ekki nema von því landið var partur af malasíu þangað til 1967, en er samt miklu meira móðins og digital. til dæmis samgöngumálin, sem er rekið af einu fyrirtæki, bæði lestar og strætóar. kaupir þér passa í debetkorta stærð og þegar ferð er ákveðin með téðum farartækjum og ganga á í gegnum hliðin eða í strætóinn er nóg að baða út höndunum eða sveifla veskinu og þú ert kominn í gegn. ekkert vesen með túkalla. þetta er bara brot af því hvað allt virðist fullkomið hérna. hreinlætisstuðullinn í borginni er líka fyrir ofan öll viðmið. já þegar við tölum um borgina þá erum við að tala um þrenna hluti því singapore er allt í senn, land, eyja og borg. en að hreinlætinu. hvar sem gengið er, finnur þú hvorki skítafýlu, karamellu bréf né tyggjóklessu. reyndar ef þú vogar þér að spýta út þér einu jórtuleðri gætir þú átt von á mjööög hárri sekt. einnig ef þú fyrir einhverja rælni hjólar í gegnum undirgöng þarftu að punga út fjörtíuþúsund krónum! veit ekki hvað dananum fyndist um það að þurfa alltaf að reiða fákinn:)
hvergi er betlara að sjá, eins og allsstaðar annarsstaðar þar sem við höfum dvalið. öndergrándið hreinna en stofan í a8 og ekkert veggjakrot. nóg pláss um allt og enginn troðningur eða náunginn fyrir aftan að anda ofan í hálsmálið á þér.

höfum að sjálfsögðu reynt að gera alla þá hluti sem okkur ber að gera sem alvöru bakpakkarar. fyrsti dagurinn fór reyndar í að muna hvaða mánuður væri og hvað tímanum liði, sökum næturbröltsins. svokallað "night safari" stendur þó upp úr hjá okkur, þar sem farið er í dýragarð að kvöldi til. bæði keyrt og labbað milli allskonar dýrategunda í sínu náttúrulega umhverfi og nálægðin ótrúleg við sumhver, t.d. hlébarða, leðurblökur, ljón ofl. magnað. höfum svo skotist með neðanjarðarlestunum milli miðbæjar, kínahverfisins, litla indlands og verslunarhverfisins og gengið af okkur lappirnar. hindú og búddha hof, mannlíf, hreinar götur og risastórar verslunarmiðstöðvar svo fátt eitt sé nefnt hefur borið fyrir augu okkar. singpore river er hjarta borgarinnar og mikið líf og fullt af veitingastöðum er þar að finna. þar er einkennismerki landsins sem er hálfur fiskur og hálft ljón, en borgin er jafnan kölluð lion city. sentosa er skemmtigarðs eyja í um kílómetra fjarlægð frá meginlandinu sem við heimsóttum einnig. þangað er hægt að komast með rútu, bát, gangandi eða svona skíðalyftu kláf. skoðuðum okkur um og spiluðum míni golf. tókum svo kláfinn til baka, en hann liggur yfir höfnina og fer í 60-70 m hæð.

langflestar stærri borgir og bæir sem heimsóttir hafa verið í þessu ævintýri búa svo vel að eiga annaðhvort eitt kínahverfi eða litla indland, nema hvoru tveggja sé. höfum því skoðað ófá þess háttar hverfi. singapore státar af hvoru tveggja og höfum við gist í litla indlandi frá því við komum (vorum í kínahverfinu í kl). þessi hverfi hafa alltaf iðað af lífi og karakter, með allskonar fólki sem situr um allt og mikil lykt liggur yfir. það er einvhernveginn einsog þetta vanti hér, það er allt svo hreint og vel málað að manni finnst þetta varla vera ekta. það vantar því örlítinn sjarma og gerir borgina karakterminni en aðrar. nema náttúrulega að karakter þessarar borgar sé hreinleikinn!! skemmtileg engu að síður.

dubbuðum okkur upp í gærkvöldi (je rægt, hvernig dubbar bakpakkari sig upp?) , tókum lyftu á sjötugustu hæð á einu hóteli hér í bæ og fengum okkur singapore sling drykkinn margfræga (algjörlega óumflýjanlegt;) frábært að fylgjast með þegar myrkrið helltist yfir og borgin breyttist í eitt ljósahaf með trylltu útsýni. skrýtið samt að í svona háhýsa borg, landi, eyju er bara einn sky-bar. það fór líka ekki á milli mála þegar við röltum inn, mjög snemma á íslenskan mælikvarða amk., að þarna var allt aðalliðið mætt á barinn...við þar á meðal! singapore sling kokkteillinn var fyrst hristur árið 1915 á raffles hótel hér í borg. heyrðum af því að þeir væru orðnir leiðir á hristingnum, og er drykkurinn því blandaður í stóra tunnu í byrjun dags. þó svo að mælt sé með ferð á upprunalega staðinn, þá vorum við hvorki með réttan dresskode né fannst okkur heillandi að sötra úr tunnunni.

en það er komið að heimsálfu skiptum hjá okkur því á morgun fljúgum við til ástralíu. frekar furðulegt að hugsa til þess að vera beint undir fróni. getið rétt ímyndað ykkur hvað okkar fyrsta verk verður... meira um það síðar. kveðjum því asíu í bili en hér höfum við eytt ellefu vikum af lífi okkar, tíminn verið allt í senn stórskemmtilegur og hrikalega lærdómsríkur, með ekka og tárum segjum við bless.

dugnaður kíkti enn einu sinni í heimsókn á myndasíðuna. er þar að finna síðustu myndir malasíu og frá dögunum hér í lion city. hver er eiginlega þessi hr. dugnaður sem er alltaf að kíkja hingað?

yfir og út (ja eða niður...)

þriðjudagur, mars 21

skemmtileg borg hún kuala lumpur

þá er komið að kveðjustund hér í malasíu, förum með næturrútu til singapore á eftir. höfum verið hér í kl síðustu daga og notið lífsins. skruppum reyndar á eitt stykki formúlukeppni um helgina, það var ágætt;)
nei, ef við tölum nú af alvöru þá er þetta einn af hápunktum ferðarinnar. hitinn kannski aðeins of mikill eða við líkamshita. þrátt fyrir mikla vatnsdrykkju þá svimaði okkur báðum þegar við stóðum upp eftir tímatökuna á laugardaginn. hitinn var aðeins minni á sunnudeginum eða 34 gráður. eignuðumst vini á formúlunni, hjón sem sátu fyrir ofan okkur og heita naan og sabhawa, þetta er heimafólk sem var á sinni fyrstu formúlukeppni og fannst mikið til þess koma að hitta fólk frá íslandi. verst að við misstum af þeim strax eftir keppni. eflaust voru þau að flýta sér í moskuna/bænahúsið! en þau eru múslimatrúar og biðja því fimm sinnum á dag. þar sem malasía er múslimaríki er jafneðlilegt að koma upp bænahúsi og almenningsklósetti. á formúlubrautinni er því fjöldinn allur af þess háttar herbergjum. er kom að klósett ferð mátti varla á milli sjá hvor röðin var lengri, þessi á klósettin eða þessi í bænahúsin.
við erum að sjálfsögðu búin að heimsækja þjóðar mosku þeirra malasíubúa. auðvitað vorum við ekki klædd við hæfi svona á hlírabolunum og stuttbuxunum. þurftum að klæðast kufli og maggan þurfti að vera með sjal yfir höfðinu. róbert var í svörtum kufli og líktist nú einna helst presti í hempu, fór honum bara vel... myndir síðar.
við gleymdum ekkert að kíkja í eina eða tvær verslunarmiðstöðvar. hafa það allar sameiginlegt að vera riiisastórar. í gegnum eina rennur heil á þar sem hægt er að taka báta taxa á milli búða. önnur er ellefu hæðir með skemmtigarði og stærsta innanhústívolí í heimi. okkur svelgdist á af öllum þessum búðum og ákváðum að halda okkur við tívolíið. eyddum dagsparti þarna með fólki frá englandinu sem við kynntumst í cameron highlands, sveitin þið munið. þau heita gary og claire, hið vænsta fólk hreinlega. gary er búinn að ferðast í þrjú ár, aðeins. claire er búin að vinna í ástralíu í rúmt ár og kynntust þar. já, maður er bara ungur og óreyndur í ferðabransanum miðað við hann, kannski er þetta bara rétt að byrja hjá okkur;) við vorum einsog litlir krakkar í tívolíinu og fórum aftur og aftur í rússibanann, eða þar til við vorum orðin græn í framan.
í kínahverfinu hér í kl er hægt að kaupa allt möögulegt ódýrt, endalaust af úrum, bolum, töskum og glænýjum dvd myndum. maggan gat hamið sig og keypt bara eina ekta feik prada tösku, það var gaman. nei mamma, robbi keypti engan bol:) endurtekur sömu setningu þegar labbað er framhjá básunum, "nei, mamma þín er búin að banna mér að kaupa fleiri boli";)
jæja, næturrútan bíður víst eftir okkur,
þetta er margrét ágústa sem kveður frá kuala lumpur.

fimmtudagur, mars 16

malaysia truly asia

facts; höfuðborg kuala lumpur - íbúafjöldi 23.522.482 - tungumál malay, enska, kínverska og tamil - trúarbrögð 52% múslimar (ríkistrú), 17% búddhar, 12% taoist, 8% kristnir, 2% tribal - gjaldmiðill ringgit - vegabréfsáritun nei - tímasvæði gmt +8 klst.
aðeins meira úr fróðleikshorninu. malasía liggur á milli fyrstu og sjöundu breiddargráðu norður og 100 og 109 lengdargráðu austur (omg og hvað segir það okkur;). landinu er skipt í tvo hluta, peninsular malasía sem liggur á milli tælands og singapore og austur malasía á eyjunni borneo og liggur upp að filippseyjum. undir yfirráðum breta lengi vel en fengu sjálfstæði 1957 og landinu skipt í þrettán ríki sem hvert um sig hefur soldán er fer með stjórnartaumana. konungur er æðsta vald landsins og er kosinn til fimm ára í senn. síðustu ár hefur orðið sprengja í hagkerfinu og landið orðið mikið til iðnvætt. öll stærstu fyrirtækjanöfnin eins og intel, bosch, agilent (fyrir þá sem vita hvað það er) og dell eru með gríðarstórar verksmiðjur hérna. carlsberg láta ekki kóraninn stoppa sig og eru með stóra framleiðslu. dáldið merkilegt að þetta er fyrsta landið sem við heimsækjum og á ekki sinn eigin bjór vegna trúar sinnar en leyfir öðrum að valsa um.
það má með sanni segja að malasía hafi tekið vel á móti okkur eskimóunum. svo vel líst okkur bæði land og þjóð að ákveðið var að framlengja dvöl um einhverja daga. það er reyndar á kostnað nýja sjálands og þá er gott að grípa í frasa eins og "alltaf að eiga eitthvað eftir", til að hugga sig við.
við komum inn í malasíu í gegnum landamærabæinn hat yai. stoppuðum reyndar röðina í gegnum vegabréfskoðunina þar sem verðinum fannst vegabréfið hafa svo "nice colour", að hann varð að sýna öllum hinum vinum sínum. þrátt fyrir fréttir af óeirðum í suður tælandi komust við yfir landamærin án þess svo mikið sem að þessar óeirðir hafi rifjast upp fyrir manni, já svona ólátabelgir láta okkur alveg í friði, ja eða við þá.
það tók okkur smá tíma að átta okkur á að nýtt land var undir fótum okkar. gjaldmiðillinn orðinn annar, sem þýddi að maggann þurfti að hafa sig alla við að reikna og svo breyttist klukkan um eina stund (það var meira vandamál fyrir robbbann). okkur finnst það eigi bara að geta gerst ef farið er í flugvél og tíminn ekki breyst hjá okkur síðan í kína, já svona er maður nú skrítinn.
Mesta breytingin var samt án efa fólkið, fyrsta múslimalandið sem við heimsækjum og því mikið um konur með slæður yfir hárinu, menn með pottlok á hausnum og í pilsi. svört pottlok þýða að þeir hafa ekki komið til mekka en hvít þýða að þangað hafi þeir farið. einnig er gaman að sjá aftur konur í saari-um en það hefur varla sést síðan í indlandi.
fyrsta stopp var georgetown á eyjunni penang. næstlengsta brú í heimi liggur milli lands og eyja (spurning um að láta árna vita af þessu) og frekar tilkomumikil. túrista hringur í kringum eyjuna með kínverskum dræver og gæd var það helsta sem afrekað var svona túristalega séð. hinir dagarnir fóru í eitthvað allt annað, minnir að það hafi verið helgi. samkvæmt biblíunni (lp bókinni) er þetta aðal partýbær malasíu. því næst var ákveðið að skipta alveg um umhverfi. hvítur sandur varð að grænu grasi, sjávarlyktin að sveitailm og pálmatré að te ökrum. já sex tíma rútu ferð og hviss bang, komin í 1500 m yfir sjávarmál og hitastig lækkaði í samræmi við það. cameron highlands var staðurinn, æ lof itt. er hvað þekktastur fyrir að vera mikilvægur landbúnaðarstaður fyrir malasíu. hiti og rakastig gera öllum fjandanum kleift að vaxa og dafna þarna, bæði gróður og skordýr. jarðaber, rósir, grænmeti og te svo fátt eitt sé nefnt. fyndið að heimsækja te verksmiðju og sjá allt í einu að te er í rauninni tré, höldum okkur bara við beljurnar og kindurnar;) all mikill frumskógur vex þarna um slóðir og vinsælt að fara í svokallaðar trekking ferðir. túristar eru að týnast þarna hægri vinstri og hanga auglýsingar á öðru hverju tréi, svo við létum duga að fara með bíl og heimsækja mjög afskekktan ættbálk lengst inn í frumskóginum. fengum heimabruggað te og skutum örvum í gegnum bambus rör, en það er aðferð þeirra til að veiða sér til matar. yndislegt að vera á fjöllum.
með skemmtilegri rútuferðum var svo til höfuðborgarinnar kuala lumpur. getið rétt ímyndað ykkur veginn úr þessari hæð niður bratta dalina, s-beygjur út í eitt. engu líkara en að bílstjórinn væri orðinn of seinn á stefnumót og í sumum beygjunum voru við alveg við það að velta og þyngdarkrafturinn örugglega farið í fjögur-g.
okkur finnst gaman að geta sagst hafa komið til kuala lumpur, er eitthvað svo framandi nafn sem skemmtilegt er að bera fram. þessi borg fer án efa á listann yfir skemmtilegustu stórborgir þessa ævintýris. deginum í dag eytt aðallega í háloftunum því við byrjuðum að fara í fimmta stærsta fjarskiptaturn heims (276 m) og virða fyrir okkur borgina og taka áttirnar. stoltið þeirra, petronas tvíbura turnarnir, voru skoðaðir í kjölfarið. 452 m háir, 88 hæðir og byggðir í islam stíl. brú á 41. hæð liggur á milli turnanna svo við túristarnir höfum eitthvað að skoða.
höldum að þetta sé orðið allt of gott í bili. komum til með að sjá hvað ykkur finnst í ummælunum;) annars er það bara formúlan um helgina sem allir bíða eftir. borgin verður rauðari með hverjum deginum!
myndir frá köfuninni í tælandi eru komnar inn, njótið vel...

sunnudagur, mars 12

undursamlega tæland

já já, við vitum upp á okkur sökina:) orðið allt of langt síðan síðast, allt í einu engin netkaffi í asíu...

næturrútan skilaði okkur heilum og svefnlitlum til khao lak kl. sex um morgunn. okkur hent út bókstaflega á einu götu bæjarins svona pínu in the middle of nowhere. vildum fara þarna megin tælands eða vestan megin til að sjá afleiðingar tsunami. héldum að við þyrftum nú að fara nær phuket en raunin önnur. hamarshögg, steypubílar, menn og konur um allt að vinna að uppbyggingu nýrra hótela og koma bænum í rétt horf. flóðbylgjan fór ansi illa með þennan bæ. lögreglu bátur tvo kílómetra upp á landi en þar er hann hafður sem minning. allsstaðar meðfram ströndinni mátti líka sjá eyðilegginguna, myndir og kveðjur til fórnarlamba, bæði túrista og heimamanna, hengdar á brotin tré. rómantísk gönguferð við sólsetur á ströndinni snerist því í frekar sorglegan labbitúr.
fórum í bestu köfun hingað til (svona af því maggan hefur kafað svo oft) við eyjar sem heita similan og eru níu talsins. köfuðum að sjálfsögðu við eyju sjö:) en ekki hvað! þær heita nebbilega eftir númerum. og ekki nóg með það, heldur reitaður einn af topp tíu köfunarstöðum heims. með skyggni frábært, eða um tuttugu metrar neðansjávar var ótrúleg upplifun. engu líkara en nemó væri með ættarmót hvert sem litið var og boðið öllum hinum fiskitegundunum með. litadýrðin, kóralrifin, húff, get ekki líst þessu. vona að einhverjar myndir hafi fests á filmuna, því þær segja miklu meira en þessi lýsingarorð sem koma ekki. hraðbáturinn, já alveg rétt, hraðbáturinn og dive meistarinn okkar fengu báðir að kenna á tsunami. meistarinn var á bryggjunni að kenna og undirbúa köfun þegar bylgjan kom. horfði á þegar sjórinn allt í einu hvarf og kom svo stuttu seinna af fullu afli og þeytti bátnum okkar (og öllu öðrum sem lá við bryggju) kílómetra upp á land!! báturinn var gerður upp, svo vel að gripurinn er nánast of fínn til að vera notaður í svona sport. núna er talað um fyrir og eftir tsunami, báturinn áður stappfullur af dýfingarfólki á hverjum degi, en í dag verða fyrirtækin að samnýta tæki og tól til að lifa af.
úr köfun komum við seinnipart dags og ákváðum að halda skyldi lengra suður á bóginn. eins og sönnum bakpökkurum, með salt sjávar ennþá í hárinu, sviptum við okkur á vegkantinn og veifuðum næstu rútu til phuket. ekkert svona bsí eða rútustöð sem hægt er að kaupa miðann fyrirfram, heldur bara veifað glaðlega. reyndist vera "non air con" rúta með þrem starfsmönnum, bílstjóra, miðakalli og einum sem flæktist bara fyrir. orðin frekar þyrst, svöng og þreytt þegar phuket var náð. phuket ekki fyrir okkur.

ko phi phi, þar erum við að tala saman. það er ekki bara sólsetur í skagafirði í þessu lífi. mögnuð fegurð hvert sem litið var. hvítar strendur, kristaltær sjór og uppbygging í fullum gangi eins og á fyrri stöðum. á þessum stað eru engir "rickshaw" eða "túk-túk" til að komast leiðar sinnar, heldur notaðir svokallaðir "longtail boat". þannig grip þurfti að kalla til svo kæmumst við milli bæjar og hótels. herbergið okkar reyndist vera bungalow alveg upp við ströndina með fegurðina beint í æð. þetta er reyndar eyja klasi og við ekki lengi að panta í dagsferð með "longtail boat" til að sjá þær allar. lagt af stað í bítið með vatn og ananas í nesti. duggað í nokkrar mínútur að fyrstu eyju. þegar um hundrað metrar eru í eyjuna er slökkt á mótornum og kafteinninn segir bara "swim". hann byrjar svo að kasta brauði í hausinn á okkur þar sem við erum að snorkla. það er við manninn mælt, fiskar í tugatali og í öllum litum synda um okkur öll og eru alveg upp við glerið á köfunargleraugunum. magnað. svona leið dagurinn, stoppað á stöðum hver öðrum fallegri, m.a. þar sem myndin the beach var tekin upp.

erum komin til malasíu. bátsferð frá phi phi á meginland tælands og mini bus þaðan niður til malasíu sem saman stóð af skemmtilegri flóru fólks; hjón - konan með slæðu, önnur hjón - gul að lit, einstaklega myndarlegt par - maggan og robbinn, kolsvartur maður frá usa, tveir japanskir strákar og síðast en ekki síst, maður í gulum kjól - munkur. þess má geta að bílstjórinn var innfæddur tælendingur.

meira um þetta síðar...

hentum inn síðustu myndum sem birtast munu frá tælandi að undanskildum nokkrum sem teknar voru neðansjávar. minnum á hversu þægilegt er að nota "slideshow" valmöguleikann, koma sér vel fyrir í stólnum og ferðast með okkur:) að endingu látum við bæn bakpakkarans flakka hérna á síðuna, á ótrúlega vel við.

Heavenly Father look down on us your humble, obedient tourist servants, who are doomed to travel this earth taking photographs, mailing postcards, buying souvenirs, and walking around in drip-free underwear.
We beseech you Lord to see that our planes are not delayed, our luggage is not lost & overweight baggage goes unnoticed.
Give us this day your divine guidance in the selection of our hotels, that we may find our reservation honoured, our rooms made up and hot water running from the faucets.
We pray that the toilets work and the telephone operators speak our tongue, that there are no emails from our children which would cause us to cancel the rest of our trip.
Lead us to good inexpensive restaurants where the wine is included in the price of the meal and local taxes are not added on later.
Give us the wisdom to tip correctly in currencies we do not understand. Make the natives appreciate us for the loving people we are, and not for what they can extract from our purses.
Grant us the strength to visit museums, the cathedrals, the palaces and all the "musts" in the guidebook, and if we skip an important monument to take a nap after lunch, please have mercy on us as our flesh is weak.
Dear God please protect our wives from "bargains" they don't need, can't afford, and can't fit into their suitcases anyway. Lead them not into temptation, for they know not what they do.
Almighty Father, keep our husbands from looking at foreign women and comparing them to the vintage domestic model. Save them from making complete fools of themselves in nightclubs. Above all, do NOT forgive them their trepasses for they know exactly what they do. And worse, enjoy it.
When our journey is over. grant us the persistence to find someone who will watch our home movies and listen to our stories, so our lives as tourists will not have been in vain.
This we ask you in the name of Conrad Hilton,Thomas Cook American Express, Visa, & Mastercard.

amen

laugardagur, mars 4

skin og skúrir

aldeilis maður gerir góðverkin hægri vinstri í þessari reisu. viljum benda á frétt sem birtist á mbl er ber heitið; kínverjum kenndir mannasiðir fyrir ól 2008
"Kínversk stjórnvöld keppast nú við að bæta mannasiði landsmanna fyrir ólympíuleikana, sem haldnir verða í Peking eftir tvö ár. Stefnt er að því að uppræta dónaskap eins og að hrækja á götur, henda rusli á víðavangi, ryðjast inn í strætisvagna og almenna ókurteisi.
Leiðarvísar hafa nú verið gefnir út og sjónvarpsauglýsingar predika góða mannasiði og snyrtilegan klæðaburð, hvernig bjóða eigi útlendingum aðstoð á ensku og annað sem nauðsynlegt er talið fyrir leikana."

við áttum nefnilega fund með yfirvöldum í kína eftir að hafa gert samfélagslega úttekt á mannasiðum kínverja, bentum á þessa galla og mótuðum stefnu um hvernig megi taka á þessu vandamáli fyrir ól. niðurstaðan varð sú að m.v. þann tíma sem þeir hafa fram að leikunum sé vænlegast að hrinda af stað auglýsingaherferð í kínverskum sjónvörpum.

hér má sjá hvað við skrifuðum á bloggið um beijing þann 21.01.06;
"einsog adur hefur komid fram var glapt alveg svakalega a okkur i indlandi, jadradi stundum vid misnotkun!! thad er greinilega hvorki talid donalegt ad glapa ne benda a folk i indlandi. annad er uppi a teningnum her i kina th.e. misnotkun af odru tagi, en kinverjum virdist lida best i mikilli mannthrong og finnst bara edlilegt ad standa alveg klesst upp vid thig. thetta hlytur ad vera afleiding af thessum mikla mannfjolda. vid t.d. stodum i rod a lestarstodinni og hvad eftir annad trod folk ser fyrir framan okkur af thvi thad voru nokkrir cm i kinverjann fyrir framan okkur, thurftum thvi ad beita ollum brogdum til ad halda okkur i rodinni til ad tala taknmal vid konuna i burinu. afgreidslukonan skildi ad sjalfsogdu ekki stakt ord i ensku frekar en adrir her og thar sem konan fyrir aftan okkur i rodinni kom ser svona lika thaegilega fyrir a bakinu a okkur sneri eg mer vid og spurdi hvort hun kynni ensku, thad var nu aldeilis ekki og hristi hun hausinn og brosti hringinn... nei hun bara faerdi sig naer mer ef eitthvad var!!!"

þetta skrifuðum við 25.01.06.
"eyddum síðustu kvöldunum á "local" veitingastað, borðað alvöru kínverskt með prjónum. talandi um prjónana, erum útskrifuð í þeim efnum, þegar furuhneturnar eru farnar að lenda í gininu þá deyr maður ekki úr hungri. kínverjar eru langt á eftir í reykingar menningu, má allstaðar reykja, þar á meðal inn á þessum téða stað og verið að spandera í öskubakka? nei, nei, askan losuð á gólfið og stubburinn á eftir. kipptum okkur því ekki mikið upp við það þegar leigubílstjórinn kveikti í rettu kl. sex í morgun á leið á völlinn, ógleði.is. bara brot af (ó)siðunum."

ef við kíkjum á hvað hjónin skrifuðu um beijing;
"Já krakkar mínir nú erum við komin í aðeins meiri hita. Skiptum úr skítakulda í Hrákaborginni Peking í yndislegan hita í Broslandinu Thailandi."

"A ferdum manns herna um gotur Peking tha verdur madur ad passa sig ad vera ekki fyrir hrakunum hja localnum. Kinverjarnir herna hraekja alveg rosalega mikid med tilheyrandi ohljodum og slummum a gangstettunum. Manni fannst thetta nu frekar ogedfellt svona til ad byrja med en thetta er nu farid ad venjast. Madur verdur bara ad passa sig ad lenda ekki i skothridinni."

það er góð tilfinning að geta orðið að liði og nú verður bara spennandi að fylgjast með hvernig yfirvöldum í kína gengur að kenna heimamönnum (íslenska) mannasiði. til að fylgja þessu verkefni eftir verðum við að fara þangað aftur og kanna stöðuna 2008, sunna á ól, sunna á ól!!

Erum ennþá stödd í þessum rólega og vinalega bæ, hua hin. megin ástæðan fyrir veru okkar hér er... tatatatamm, vorum að bíða eftir einstaklega merkilegu umslagi sem sent var frá malasíu;) robbinn brosir hringinn því í morgun barst honum téða umslag í hendur. þetta eru miðar á formúlu keppnina í malasíu þann 19.marz. förum héðan í kvöld með rútu sem ætti að skila okkur til kao lak í fyrramálið, ákváðum að sleppa þessum týpísku bakpakkara eyjum sem allir fara á þ.e. ko tao og ko pha ngan. náum ekki full moon partýi á pha ngan vegna formúlu, ætlum að reyna að kafa á ko similan í staðinn en það er talinn einn fegursti köfunarstaður heims. einnig mjög spennt að komast á slóðir tsunami (flóðbylgjan) og sjá hvernig uppbyggingu miðar.

lentum í fyrstu rigningu þessarar reisu, úrhelli hófst á hádegi í gær og það rigndi stanslaust til klukkan fimm. eftir hálftíma rigningu var hér allt á fl0ti og varla hægt að skjótast milli húsa. gullfossar streymdu af hverju húsþaki. fórum samt í göngutúr til að mynda herlegheitin, þær segja meira en mörg orð. allt fór úr skorðum hér vegna þessa, ekki nóg með að umferðarljós yrðu óvirk heldur datt internetið niður líka, ekki bara á okkar netkaffi, ó nei, um allan bæ. í dag eru engin ummerki þessa atburðar því sólin skín og hitinn er yfir þrjátíu gráðurnar.
látum þetta gott heita í bili, hentum inn myndum sem vert er að skoða, tvær síður og allt.
eigið þið frábæra helgi allir saman...

fimmtudagur, mars 2

grátur og gnístan tanna

það myndi æra óstöðugan að telja upp allt það sem brallað hefur verið síðustu daga með fjölskyldunni. afmæli afans fagnað í gær, 1. mars, á viðeigandi hátt með köku og afmælissöng með gítar undirspili. flóðgáttir táranna opnuðust þegar famílían var kvödd í gærkvöldi, ekki síst hjá yngsta meðliminum sem fannst þetta allt mjög "sorglegt", svo vitnað sé í hana beint. verður fróðlegt að heyra ferðasögu hjá þeim þegar heim verður komið, hvort þau elstu hafi plummað sig á "monkey" class, sem er btw eins og bissness class hjá icelandair, eftir að hafa slegið um sig og "þóttust" hafa misst af fluginu út til að uppfærast á bissness class hjá thai air en þar eru flottheitin svo mikil að þér er hjálpað að prumpa:)

golfspil var iðkað, þó ekkert af svakalegum krafti né árangri. gaman fyrir okkur að prufa svona alvöru völl, hitinn að fara með okkur þrátt fyrir að labbið hafi verið í lágmarki. farið um allt á golfbíl sem maggan keyrði eins og vitfirringur og "caddy" sem gerir gjörsamlega allt fyrir þig, þarft bara að slá með kylfunni þannig að boltinn fari í holuna, sem reyndist vera þrautinni þyngri í flestum tilfellum:) í tælandi eru allir "caddíar" kvenkyns og klæðast bláum búningum, ótrúlega fyndnar kellur sem passa algjörlega sinn spilara, réttir þér kylfuna, leiðbeinir og fylgist með hvar boltinn lendir, vorum oft í erfiðleikum með það sökum þess hve langt hann fór... alveg með þetta á hreinu, og þegar komið er á púttflötina og möguleiki á erni eða fugli á hverri holu, þá segja þær hvort flötin sé up - eða downhill og benda nákvæmlega hvert miða skal. ótrúlega gaman.

hua hin er hvað þekktast fyrir að vera sumardvalar staður kóngsins og byggðist svæðið upphaflega sem túristastaður vegna þess hve vel honum líkaði. nú er kóngurinn orðinn sjötíu og átta ára og eyðir nánast öllum stundum hér, fer aðeins til bangkok þegar frakklandsforseti, spánarkonungur eða minni spámenn kíkja við. sumarhöllin er aðeins steinsnar frá hótelinu sem við dvöldum á (en ekki boðið í kaffi) og fyrir utan ströndina liggja fjögur varðskip og vernda kallinn fyrir fiskibátum, jetski og öðrum truflunum. skandinavar uppgvötuðu þessa paradís fyrir einhverjum árum og ekki þverfóta fyrir svíum, norðmönnum og dönum, gjörsamlega stappaður bærinn af þessum þjóðflokki og tja - bara nokkuð vinalegt og eins og að koma heim fyrir suma. markaðir, veitingastaðir, skraddarar og gleraugnaverslanir eins og augað eygir. heimsreisufararnir eru í þessum bæ svipaðir og samsonite fólkið á khao san road í bangkok. alveg út úr kú með bakpokana okkar innan um allt fína fólkið:)

hið ótrúlega gerist enn. venjulegur morgunverður á hótelinu og allt í einu spýtir maggan út úr sér öllu rice krispies morgunkorninu og hrópar upp fyrir sig. haldið þið ekki að par sem duggaði með okkur á halong bay - víetnam hafi poppað upp, af öllum. þau eru frá argentínu og búin að vera að heiman í sjö mánuði. hafa aldrei á þessum tíma leyft sér munað af neinu tagi, bara hostel og kalt vatn. ákváðu þó þarna að leyfa sér nokkrar nætur í fimm stjörnunum áður en þau héldu til indlands. já heimurinn er svoooo lítill.
vinnum nú hörðum höndum að því að koma okkur í hversdagslíf bakpakkarans, hótel orðið að hosteli o.s.frv. stefnan tekin enn lengra suður á bóginn í tælandi og gott ef neðansjávar lífið verður ekki kannað frekar. allir við hesta heilsu og kroppurinn rauð-brúnn.
kveðja til allra
magga megabrúna & robbi rauð-brúni

föstudagur, febrúar 24

sól, dól og skemmtilegheit

það er erfitt að hysja upp um sig sokkana þegar komið er í paradís. hólavegsfjölskyldan er mætt til hua hin - tælandi og hafa síðustu dagar farið í skraf, sóldýrkun, golf, borða og fleira sem þykir við hæfi á þessum frábæra stað.

kláruðum kambódíu með því að fara aftur í angkor wat og skoða minni og stærri hof sem liggja víða um völl um þetta risastóra svæði. svosum ekkert meira um það að segja. enduðum daginn á því að fara í loftbelg í 130 metra hæð og virða ferlíkið fyrir okkur úr lofti. magnað. gistum á hosteli sem rekið er af hjónum frá noregi. fyrir einhverjum árum voru þau í sömu erindagjörðum og við, nema, að svo elskuðu þau siem reap svo mikið, að þau ákváðu að söðla um og hafa ekki farið síðan. daginn eftir var komið að laaaang skemmtilegustu rútuferðinni til þessa. ferðatilhögun nokkurn veginn svona. frá siem reap að landamærum tælands átti að vera svona tja um fimm klst. með mini bus. labba yfir landamærin, tekur um tuttugu mínútur, og finna svo enn eina rútuna eða mini bus er átti að taka um sex klst. til bangkok. vöknuðum um morguninn og klæddum okkur við hæfi, eða þannig að loftkælingin myndi ekki frysta okkur. vorum síðustu farþegarnir inn í mini businn og hvað haldið þið – jú engin loftkæling, bara opnir gluggar til að hleypa ferska þrjátíu og fimm stiga heitu loftinu um kaggann. fjárframlög ríkisstjórnar kambódíu hafa ekki farið í að leggja “dísent” vegi um sveitir landsins, þvert á móti. leit vel út í byrjun með einföldu malbiki í fimm kílómetra – restin var malarvegur sem er verri en vatnsdals hringurinn var fyrir fimmtíu árum. rykið, hristingurinn, hávaðinn og lætin næstu sex tíma var þvílík upplifun og hrikalega gaman.

pínulítill en upptekinn landamærabær tók á móti okkur þar sem við skráðum okkur út úr kambódíu, löbbuðum einhverja hundruði metra sem virtust vera í einskismannslandi þar sem allt í einu voru spilavíti til beggja handa og risa hótel?!? aftur fengum við þrjátíu daga vegabréfsáritun til tælands og fyndið hvað litlir hlutir eins og loftkældur bíll getur gert mann glaðann. þessi téði bíll skilaði okkur heilu og höldnu inn í mekka bakpakkarana, khao san road – bangkok. munum ekki hvort við vorum búin að lýsa þessari götu áður í okkar pistlum en ákveðið að gera það engu síður. þetta er svona laugavegur túristanna. götusalar, götueldhús, tattú stofur, nudd stofur dót og drasl eins og þú getur í þig látið. komumst að því að hægt er að greina samfélagið í þrjá ólíka hópa fólks er þarna lifir í sátt og samlyndi; aðaltöffararnir sem eru búnir að vera allt of lengi í heimsreisu. þekkist langar leiðir, dreddar niður á bak, aðeins of mörg tattú og pínu reyktar týpur; venjulega fólkið sem lætur sér duga að kaupa fötin sem til eru í götunni, en allir túristarnir eru búnir að kaupa sömu thai buxurnar, hlýrabolina og bandaskóna; hallærislega fólkið sem engan veginn passar þarna inn, röltir um með samsonite ferðatöskurnar sínar og í hæla skóm, ætti að halda sig annarsstaðar:) frábært samfélag.

tókum daginn eftir rólegan í bangkok og reyndum að láta þessar mínútur líða að lendingu fjölskyldunnar. voru sem eilífð. borgin upptekin eins og venjulega, frakklandsforseti í heimsókn og mikið um lokanir á helstu túristastöðunum. gátum þó heimsótt grand palace og sleeping búdda sem er risa stytta af trúargoðinu þeirra úr gulli – að sjálfsögðu. mætt á flugvöllinn kl. sjö morguninn eftir með hatta og knöll. kom þá í ljós að höfuð ættarinnar hafði misst af fluginu frá frankfurt og aðeins lúxarar mættir. sviptum okkur í bæinn með þreytta ferðalanga og gáfum þeim morgunmat og nudd. ma og pa lentu seinni partinn með tilheyrandi gleði og brunað suður á bóginn til hua hin. eins og fram hefur komið hafa dagarnar liðið allt of hratt og höfum haft okkur öll við að njóta samverustundanna. þess á milli, flatmagað í sólinni, lesið, borðað, sofið, borðað, golf og síðast en ekki síst, notið lífsins.

dugnaður mætti enn og aftur í heimsókn á myndasíðuna, nýjar frá víetnam (í sömu möppu, og tvær síður), kambódíu og tælandi.

einhverjir hafa kvartad yfir thvi ad ylhyru stafirnir hafa latid standa a ser, radid vid thvi er ad yta a F5 eda refresh hnappinn og aetti ta vandamalid ad vera ur sogunni.

sólarkveðjur til ykkar allra...

ps: vonum að allir fyrirgefi þetta bloggleysi, það er bara svo erfitt að vera svona í fríi og hafa nógan tíma:)

þriðjudagur, febrúar 14

kambódía

komin til kambódíu. mætt kl. 7.20 í angkor wat. gæsahúð.

en byrjum nú þar sem frá var horfið. stríðs þemað var enn í hávegum haft í hcmc. seinni daginn í stórborginni fórum við í ferð í cu chi göngin. þau eru hvað frægust fyrir hlutverk sitt sem skjól fyrir víetnama í stríðinu. æðislegur eldri maður var gæd hjá okkur. barðist sjálfur í stríðinu og gætti nokkurs biturleika og harms í frásögn hans, en samt svo glaður eins og allir víetnamar eru. eins og í stríðsminjasafninu var frásögnin svolítið einsleit, þ.e. bara önnur hliðin á málinu. ekki það að við ætlum að taka einhverja afstöðu, heldur bara að taka þessu öllu með pínu fyrirvara. en aftur að göngunum. einhverjir kynnu að halda að þetta væru hvalfjarðargöngin eða líkt þeim? því er nú fjarri. áður en bandaríkjamenn sprengdu göngin í loft upp með b-52, voru þau um tvöhundruð kílómetrar að lengd og náðu allt upp að landamærum kambódíu. sumsstaðar allt að þrjár hæðir með eldhúsi stofu og herbergjum. já þið lesið rétt og allt neðanjarðar. eftir að robbinn hafði fengið að skjóta af m-16 herriffli fengum við að kynnast göngunum með því að skríða þau þrjátíu metra. búið að túristavæða þau en á stríðstímum voru þau einungis áttatíu * sextíu sentimetrar að stærð. vottaði fyrir innilokunarkennd.
í þessari ferð okkar um heiminn hafa lög og reglur einhvern veginn fokið út í veður og vind. þá erum við aðallega að tala um umferðarreglurnar. ótrúlegt t.d. að koma eldsnemma um morgunn með lest til hcmc, ganga beyglaður út af lestarstöðinni og setjast upp á motorbike með bakpokann á sér og láta skutla sér á hótel. þeir keyra eins og vitleysingar þessir menn og er ekkert verið að splæsa í hjálma eða annað slíkt. hér úir allt og grúir af allskyns vespum og mótorhjólum, gömlum og nýjum, kraftmiklum og kraftlausum. þetta er helsti ferðamáti víetnama og bara í hcmc eru fjórar milljónir hjóla. íbúafjöldi er níu milljónir. það þykir merki um ríkidæmi að eiga bíl, en við kaup á einum slíkum bætist við 25% auka skattur. það gilda engar reglur um fjölda einstaklinga pr. hjól og því ekki óalgeng sjón að sjá stórfjölskylduna þar saman komna, fimm manns á einu hjóli. án þess að hugsa sig um prúttar maður aðeins við kappana og stekkur svo um borð. þeir eru ekkert að stoppa á rauðu ljósi, nei, það er bara vesen. svona þeysist maður um og finnst það lítið mál, reyndar með þá vitneskju bak við eyrað að aðeins þrír látast að meðaltali í umferðinni í hcmc á ári.
gullnareglan fyrir gangandi vegfarendur er að jú, ganga yfir götuna en alls ekki hlaupa. ef gengið er rólega þá sveigja hjólin framhjá en ef þú hleypur, þá sjá þeir þig ekki og keyra þig niður. fyrsta daginn okkar í hanoi stóðum við og horfðum á gangstéttina hinum megin götunnar, hugsuðum að við kæmumst aldrei yfir, því þrátt fyrir bæði umferðarljós og gangbraut þá stoppar enginn. fyrstu skiptin reyndi maður því að vera samferða innfæddum, smá laumufarþegi, en eftir nokkur skipti var þetta hið minnsta mál.

förum enn lengra aftur í tímann, eða til nha trang. staðið til í einhvern tíma að maggan kláraði köfunarprófið sitt svo hún og robbinn (sem kláraði sitt próf fyrir einhverjum árum) gætu skoðað nemó og pabba hans í réttu ljósi. það brást ekki. eftir að hafa lokið skylduköfun í sundlauginni fórum við bæði með bát daginn eftir og akkeri sleppt við eyjuna hon mún. þetta var geggjað í einu orði sagt. skyggni ágætt og þvílíkt líf neðansjávar. gulir, grænir, bláir, röndóttir, bláir og röndóttir fiskar og nemó og fjölskylda að sjálfsögðu mætt. þetta var ótrúlegt að upplifa teiknimyndina á tíu metra dýpi svona ljóslifandi. prófið þreytt þegar við komum í land og útskrifast með ágætis einkunn. nú bíður sjórinn okkar í tælandi með gulum, grænum, bláum, röndóttum, bláum og röndóttum sjávarverum.
ef einhver er á leið til nam og vill kafa þá mælum við eindregið með octapus divers í nha trang.
flugum svo frá hcmc til siem reap í kambódíu í gærkvöldi. leigubílstjórinn okkar ágætur í ensku en kunni samt ekki að lesa. stýrið hægra megin en samt hægri umferð. ákveðið að hann skyldi vera "einkabílstjórinn" okkar daginn eftir og keyra okkur um stærsta trúarhof í heimi, angkor wat. kambódía er hvað þekktust fyrir téð hof og pol pot, sem leiddi khmer keisaraveldið áfram í einni af verstu byltingum heimsins á árunum 1975-1979. um tvær milljónir manna voru pyntuð og drepin, aðallega menntað fólk og þeir sem töluðu annað tungumál. landið er enn að ná sér og fólk hvatt til að hugsa um morgundaginn í stað gærdagsins, því ekki fyrir svo löngu síðan var enginn morgundagur. sama hvað gengur á og hvað hlutirnir voru hræðilegir þá byggðu þeir angkor wat og enginn tekur það frá þeim. þetta stolt þeirra er allsstaðar. það er bjór, sígarettur, hótel, veitingastaðir, angkor þetta og angkor hitt. því var ekki úr vegi að koma við og skoða þetta undur. þeir sem hafa séð láru croft - the tomb raider, hringja kannski bjöllum. bregður fyrir í þeirri mynd. að svitna úr hita kl. 7.20 í morgun með þetta fyrir augum var tja, undarlegt.
það er ekki skrítið að angelina hafi ákveðið að taka barn með sér héðan, en þau eru svooooo sæt. þrátt fyrir að vera ofboðslega skítug og nánast í engum fötum þá bráðnar maður.
takk fyrir kveðjur allir og meil, meira svoleiðis takk. söknum ykkar.
ps. daggarafjölskylda,væri ekki ágætt að senda smá emil um árshátíðina og láta kannski nokkrar myndir fljóta með. skiljum ekki alveg hvernig þetta gat farið fram svona án okkar:)
annars er spenningur farinn að magnast, aðeins nokkrir dagar í hitting hólavegsfjölskyldunnar (nema einn legg, hnuss) í bangkok. 4 dagar, counting...

sunnudagur, febrúar 12

ho chi minh city

útrýmingarbúðir nasista er efst í huga okkar þessa stundina. einhverjir kynnu að halda að við séum orðin klikkuð og komin til evrópu, en svo er nú ekki. hér er aðeins um samlíkingu að ræða við þrettán tíma næturlest sem tók okkur frá nha trang til hcmc (ho chi minh city). þvílík og önnur eins upplifun. byrjar á því að við fáum ekki sæti saman, risastór sprunginn hátalari við sætin er spilaði í botni léleg vestræn lög. ekki nóg með léleg lög heldur búið að endurhljóðblanda þau í diskó stíl með víetnömskum söngvurum. robbinn að gera klárt í sæti sem gert er ráð fyrir að hundrað og sextíu sentimetra víetnami sitji í, þegar bankað er í bakið. engu líkara en að gilitrutt væri mætt sem öskraði á hann þannig að sást í einu tönnina í gómnum, en hún skagaði langt fram fyrir neðri vörina. "víííírrr". robbinn; "ha". gilitrutt; "víííííeerrr". robbinn aftur; "what". "dú jú vont bear" kom tröllskessan upp úr sér svo rétt heyrðist fyrir diskóinu. í geðshræringu var "nei" eina svarið. tónlistin hætti nú sem betur fer þegar leið að háttatíma, en byrjaði aftur þegar áfangastað var náð og allir áttu að vakna. fyrsta lag sem hljómaði og átti aldeilis vel við, var "killing me softly with his..." hehehe. allt einu elskum við lyftutónlistina hjá icelandair:)
með stírurnar í augunum létum við mótorbike skutla okkur á hostel sem biblían mælir með. eftir sturtu var ákveðið þema dagsins, stríð. byrjuðum á að rölta í gömlu forseta höllina, en hún þjónaði forseta suður-víetnam til ársins 1966, eða þar til kommúnistar réðust inn í saigon og umkringdu höllina, sem staðið hefur eins frá þessum örlagaríka degi. flott að sjá öll húsgögnin, tækin og flóttaleið forsetans af fjórðu hæð niður í kjallara. hinum megin við hornið er svo stríðsminjasafnið. þar er víetnam stríðið rakið í myndum og máli. þvílíkur og annar eins viðbjóður. myndir af fötluðum, vansköpuðum börnum sem fullorðnum, bandarískur hermaður heldur glottandi á því sem eftir er af fórnarlambi sínu og svona mætti lengi telja. allir gestir, þar á meðal við, gengu um í leiðslu og trúðu ekki því sem fyrir augu bar. var flökurt þegar við gengum út af safninu.
að öðru öllu léttara, þá er maggan orðin "padi open water diver". meira um það síðar þar sem verið er að henda okkur út af netinu, í orðsins fyllstu.

fimmtudagur, febrúar 9

þegar ég var í nam...

já hvar vorum við aftur. höfum nefnilega ekki komist inn á síðuna okkar í fimm daga og munum ekkert hvað síðast var ritað.það er einhver kína vírus hérna í víetnam sem leyfir okkur ekki að skoða blogspot.com.

er komið var frá halong city keyptum við "open tour bus" miða sem leyfir okkur að taka rútu alla leið frá hanoi til ho chi minh city, með nokkrum stoppum á leiðinni. í höfuðborginni var dagurinn tekinn snemma og farið í heimsókn til fyrrverandi forseta landsins, ho chi minh. þessi dáða og elskaða þjóðhetja, sómi víetnam, sverð þess, spjót, rýtingur og allt það, liggur í eigin persónu í einskonar grafhýsi/safni þar sem almenningur getur barið hann augum. fer reyndar til rússlands þrjá mánuði á ári í árlegt viðhald. þvílíkur mannfjöldi þarna samankominn í sama tilgangi og við og gríðarleg öryggisgæsla sem við fengum aðeins að kynnast. byrjuðum á að fara í gegnum öryggishlið og töskur renndar í gegnumlýsingartæki. af einhverjum ástæðum yfirsást þeim eitthvað í töskunni okkar og hleyptu okkur áfram. labbað var í einfaldri röð langa leið að grafhýsinu sjálfu og þar var robbinn tekinn í random tékk og kíkt var í töskuna, já hann lítur eitthvað skuggalega út drengurinn og ekki voru verðirnir neitt glaðlegir. tóku þéttingsfast um handlegginn á honum og kom þar í ljós ipod og sími ásamt öðru smálegu sem reynst getur þessari þjóðhetju stórhættulegt. þurftum því að fara með þetta í sérstaka geymslu og aftur í röð. Þvílík upplifun að sjá kallinn liggja þarna í sínu fínasta pússi með fjöldann allann af vopnuðum vörðum í kringum sig. heimsóknin sjálf tók ekki nema hálfa mínútu því gengið var í einfaldri röð hálfring í kringum hann og bannað var að stoppa. restinni af deginum eytt í fleiri spennandi staði og beðið eftir að næturrútan legði af stað. sú ferð meðfram strandlengjunni til bæjarins hue átti að taka ellefu tíma og ferðast um nóttina. rútan ekkert augnayndi og laus við klósett. bílstjórinn spurður hvað stoppað yrði oft á leiðinni og svarið var tvisar sinnum. grunlausir íslendingar héldu að það yrði svona staðarskála stopp þar sem hægt yrði að pissa og kaupa gotterí. eftir fimm tíma akstur, hlandspreng og einhverjar kríur stoppaði rútan, við hentumst út og blasti þá bara þjóðvegurinn við okkur, engin klósett, enginn staðarskáli, ekki neitt. þá kom sér vel að vera af sterkara kyninu:) haldið áfram og endaði ferðin í fimmtán tímum eftir að sprungið hafði á kagganum#"%!$#&"/% en það
var nú eitthvað sem við sváfum af okkur, þökk sé kormáki í kömbunum.

hrægammarnir (götusölumenn og hóteleigendur) létu ekki sitt eftir liggja þegar við lentum í hue og buðu okkur gull og græna skóga. enduðum á ágætis hosteli í götu sem kallast "backpackers alley" eftir að hafa skoðað nokkur önnur. einn af kostunum við að ferðast svona á nóttunni er að ekki ein mínúta fer til spillis. gátum byrjað strax eftir sturtu að soga í okkur mannlífið á nýjum stað. ákváðum að nú yrði aldeilis tekið á því og leigðum reiðhjól, svona tvær flugur í einu höggi, komumst yfir meira efni á minni tíma, jú og höfðum gott af hreyfingunni, því ölið sem við verðum að bragða á í hverju landi fer ekkert bara upp í munn og út aftur, heldur sest á alla aðra óæskilega staði:) okkur til eilítils hugarangurs. talandi um ölið, það var að sjálfsögðu smakkað í hué, á "café thu on wheels" en það er í téðu "alley", frábær staður þar sem ferðalangar hafa skrifað misfleygar setningar á veggi og loft, okkur tókst að finna tvær á íslensku, sjá myndir.

daginn eftir tókum við bussinn til hoi an, þessi ferð var ögn skárri og mun styttri, þó við hefðum fylgst með "ræstitækninum" þrífa eitthvað misjafnt úr rútunni, frá farþegum næturinnar, áður en við lögðum í hann. hoi an er hvað þekktast fyrir að vera mikill klæðskera bær og hér úir allt og grúir af þess háttar búðum, fólk labbar bara inn, flettir nýjustu vouge og armani blöðunum og bendir á hvað skal sauma. við létum ekki okkar eftir liggja í þessum málum og drifum okkur út að láta mæla hæð, þyngd, mittismál og saumaskapurinn gat hafist. á milli þess sem skroppið hefur verið í mátun höfum við kíkt á ströndina og maggan lesið sér til um köfun. leigðum meira að segja mótorbike til að komast hraðar milli klæðskera. förum á eftir með næturrútu til nha trang þar sem vonandi verður hægt að kafa, já, það er sko alveg kominn tími á að láta sig hverfa héðan áður en við látum sauma meira á okkur, væri nær að láta sauma frekar fyrir budduna.

einhver sem man eftir litla kallinum í laos, hótelstjórinn sem knúsaði stelpurnar þegar við fórum þaðan? hehehe, það kom email frá honum í dag, látum það flakka með eins og það kom frá honum:)

"How are you? im fine could be happy, if you were still here. Anyway, hope you have good the journey from
vientiane to vietname. Say hello from me to your friend. Where are you still to travelling now?...It was so
nice to met you. I look forward to hear from you again.
From: Vy"
þar hafið þið það, gott að eiga vini á réttum stöðum. dugnaður á myndasíðunni lét sjá sig, endilega kíkja við. gott er að setja á "slideshow", tekur styttri tíma. setjum texta við þær við næsta tækifæri (ætli þeir eigi neðansjávar tölvu í nha trang?)

bestu kveðjur til ykkar allra...
hugsum til þeirra sem eiga um sárt að binda þessa dagana.

föstudagur, febrúar 3

good morning vietnam

eins og titillinn gefur til kynna þá erum við komin til nam. heimsóknin til laos varð frekar endasleppt en það má ekki misskilja það, þetta er frábært land og eflaust margt að sjá. en eins fáránlega og það hljómar þá erum við í smá "tímaþröng" og ætlum að vera komin aftur til bangkok eftir tvær vikur, vildum því vera búin með smá hring og eyðum því meiri tíma í þessu landi sem var frönsk nýlenda við lok nítjándu aldar.

höfuðborgin í laos, vientiane hafði upp á margt að bjóða og var svona "laid back" bær, og með stolt þeirra í hendi, lao bjórinn, var þrammað um og reynt að venjast hitanum. það besta við bæinn var að enginn vestrænn risi á borð við mcdonalds og kfc hafa fengið að valsa um og setja upp skiltin sín, einhvern veginn er viðmiðunin orðin sú að ef ekki sjást téð skilti á hverju horni þá verður andrúmsloftið allt öðruvísi, svona pínu sveitó (dreng úr húnavatnssýslunni finnst nú ekkert slæmt við það:) en þetta er kannski viðskiptatækifæri, einhver til? kveldi tvö eyddum við í örlítið pöbbarölt sem leiddi okkur á þennan líka fína karókí bar. strákarnir tveir alveg ákveðnir í að taka lagið fyrir þessar 15 hræður, allar innfæddar. efnisyfirlitið var heldur rýrt, tælensk og lao tónlist var í meirihluta en síðasti diskurinn í möppunni var að sjálfsögðu súkkulaði krútt strákabandið, backstreet boys. sem einlægur aðdáandi var sett á track 14 og talið í. björg færðust úr stað og er talað um söngsigur, svo mikinn, að karókíinu var lokað eftir flutninginn og indriði fékk ekki að spreyta sig, déjoðinn (i.e. D.J.) kom bara upp úr sér, "now disco time, no more karókí". síðasta deginum var svo eytt í golfi á eina vellinum þeirra og svamlað í ískaldri lauginni.

eftir að hafa knúsað pínulitla hostelstjórann, sem einnig vildi fá emil póstfangið okkar, flugum við frá vientiane til höfuðborgar víetnam, hanoi. nú var ekkert höfuðborgar rölt heldur pantað í tveggja daga siglingu um halong bay, en hann er á heimsminjalista unesco. þrjúþúsund eyjar, misstórar og háar, standa upp úr þessum ótrúlega fallega flóa. sagan segir að dreki nokkur hafi komið ofan af fjallinu og með halanum hafi hann myndað dali sem fyllst hafi af vatni og einungis topparnir sjást í dag. en nóg úr fróðleikshorninu. þriggja tíma rútuferð var staðreynd kl. sjö morguninn eftir þar sem keyrt var eftir sveitavegi og endalausir hrísgrjóna akrar teygðu sig til beggja handa. ótrúlegt að sjá alla þessa bændur vinna þvílíka erfiðis vinnu og ég sem hélt að bláu tilda kassarnir í hagkaup kæmu að sjálfu sér:) meðallaun bænda hér um slóðir eru 1.800 ísk á mánuði.
um borð í bátinn var farið, hádegismatur snæddur. nokkur stopp gerð á ferðinni um eyjarnar, farið í land á einni þeirra og hellar skoðaðir, róið á kajak og heilsað upp á fiskimennina á flóanum sem búa í kofa skriflum er fljóta á nokkrum bláum síldartunnum. eru samt með hunda sem gæludýr?!? sváfum í bátnum og örlar ennþá á sjóriðu þegar þessi orð eru rituð.
komumst að því hvað felst í heimsreisu.
  • sitja á þaki báts í sól og sumaryl með fólki frá öllum heimsálfum, sögur sagðar og skiptst á skoðunum...þetta er heimsreisa.
  • finna skítalyktina af sjálfum sér eftir sturtu- og þvottavélaleysi í marga daga...þetta er heimsreisa.
  • setja september á fóninn, hugsa til vina og vandamanna heima og að heiman, meðan fegurðin er virt fyrir sér og þeim leyft að vera með...þetta er heimsreisa
  • rífast við leigubílstjórann sem neitar að gefa þér rétt til baka, váá hvað 14 krónur er mikið fyrir fólkið í nam...þetta er heimsreisa
  • taka út eina og hálfa milljón í hraðbankanum, sem er samt bara 6000 ísk... þetta er heimsreisa.

stefnan er tekin suður á bóginn og reynum að setja myndir við fyrsta tækifæri. þar sem eins árs sonur hostelstjórans hefur kysst okkur góða nótt og vinkað bless, er kominn tími á háttinn.

þetta er róbert elías óskarsson sem ritar frá hanoi - víetnam.

mánudagur, janúar 30

laos

maggan og robbinn komin til höfuðborg laos, vientiane. ferðalagið til nong khai gekk vel með lestinni, ekkert mál að sofa svona í kojum með fjörtíu öðrum úttlendingum í vagni. klóstið var spes, mjög spes, venjulegt klósett en bara gat beint niður á teinana (hlýtur að vera blómlegt þar um slóðir:) komum snemma á áfangastað og í einhverju móki létum við túk-túkkara (rickshaw - leigubílar þeirra tælendinga) skutla okkur á gistiheimili sem talað var um í lonely planet bókinni (biblían skiluru), flestir í lestinni fóru beint yfir landamærin til laos en okkur langaði aðeins að skoða þennan bæ.
urðum aldeilis ekki fyrir vonbrigðum. þvílík paradís sem þetta gistiheimili var, æðislegur garður með hengirúmum og herbergið var sér bungalow í miðjum garðinum. hvert herbergi var með sérstaka bók sem maður skrifaði sjálfur matarpantanir í og fór með inn í eldhús og sjálfsafgreiðsla úr kæliskápnum. leigðum vespu og krúsuðum um bæinn í vinstri umferðinni, skoðuðum m.a. garð með risastórum trúarstyttum bæði búdda og hindú, fórum í sund og á kvöldmarkaðnum borðaður kvöldmatur með öðrum bæjarbúum.
talandi um lonely planet bækurnar, þetta er náttúrulege bara snilld.
indland - stendur að leigubíla rickshawarnir keyri mann eitthvað allt annað en beðið er um = lentum í því.
kína - á aðaltúristastöðum er fólk sem segist vera english and chinese art student og vill endilega fá mann með sér í einhvern fjandans sal að skoða listaverk - lentum ca. þrjátíu sinnum í því að einhver kom að tala við okkur (btw. þetta virtist eina kínverska fólkið sem kunni ensku!!).
thailand - hjá golden palace (svona must see staður) eru rosalega vel klæddir menn sem reyna að nappa mann áður en komið er að innganginum og segja að það sé lokað í dag eða að maður sé ekki proper dressed til að fara þarna inn og verði að koma aftur á morgun. = vilja að maður geri eitthvað annað sem þeir hagnast á. því segjum við: allir að fá sér lonely ef þeir ætla að ferðast;)
lögðum af stað til laos um hádegi, aðrir á gistiheimilinu lögðu af stað fyrir allar aldir, en við íslendingarnir erum nú ekki þessar árrisulu týpur og tókum því rólega. enda óþarfi að vera með eitthvað stress hér í laos, þvílík rólegheit hef ég ekki séð áður. sniðug þessi landamæri við friendship bridge, en það er brúin er tengir thailand og laos, allskonar serímóníur til að fá hina ýmsu stimpla. fara í röð og bíða lengi, fara í aðra röð, bíða lengur. nei þá vantar eitthvert plagg sem á eftir að fylla út!! aftur í röð - þolinmæði þrautir vinnur allar.
löbbuðum svo á milli gistiheimila þegar í höfuðborgina var komið í leit að gistingu, erum að borga 4usd fyrir herbergið (húff, förum á hausinn bara), það er ekki hægt að kalla þetta neina höll krakkar mínir. þökkum því jóhönnu í vistor fyrir dótið sem hún sendi okkur með, það verður notað í nótt:)
þegar við höfðum sett dótið inn á herbergi var ekki annað hægt en fara út(úr fangelsis herberginu) - og inn aftur(ekki inn á herbergi samt)...fundum þetta internet og bíðum eftir að mesti hitinn gangi yfir.
höfðinginn var skilinn eftir í bangkok, bakpokinn hans robba gengur undir því nafni sko (girls, pokinn sem keyptur var usa). erum því með minimum farangur núna. lady lísabet er ekki full einu sinni (það er sko pokinn möggu) og svo erum við með dagpokann en hann heitir litli kall.
jæja, hitinn farinn að minnka og þá ekki annað í stöðuni en prófa bjórinn þeirra, hann heitir beerlao og á að vera sérstaklega ljúffengur mjöður. carlsberg keypti um árið 25% í honum til að komast að leyndarmálinu. (allt skv. lonley sko).
erum búin að bæta texta við síðustu myndir, svona ykkur til fróðleiks. einnig fyrir þá sem hugsa hvar í andsk.... laos eða vientiane sé niðurkomið í heiminum, þá er hlekkur efst til hægri á síðunni okkar (við erum stödd). hann vísar á mapquest.com og hægra megin á þeirri síðu má þysja inn og út fyrir nánari staðsetningu.
stundir góðar...

laugardagur, janúar 28

myndir fra kina

tad eru lidnar hundradogtrettan minutur og myndir komnar inn. minnum a hjonin, tau eru virk med sina olympus vel:)
erum farin i naeturlestina nordur i land...

happy new chinese year

eigum við eitthvað að ræða það hvað við elskum elskum að vera hérna? fólkið, maturinn, veðrið og ekki síður verðið gerir þetta allt frábært. það er óhætt að segja að fyrsti dagurinn í bangkok hafi verið tekinn með trompi, ekki nóg með að grúppan hafi ákveðið að hittast snemma í morgunmat þá vorum við robbi mætt klukkutíma fyrr. já svona eru túristamistökin, gleymum að stilla klukkuna eftir kína og vorum því búin að sturta okkur og borða morgunmat langt fyrir sólarupprás:) skoðuðum okkur um allan daginn í bangkok, lærðum á lestirnar og bátataxana fyrir hádegi og vorum komin á aðaltúristagötuna seinnipartinn. þar var splæst í thai-buxur og boli á fólkið, eftir prútt - að sjálfsögðu. við erum því orðin einsog allir hinir ferðalangarnir hérna, en þeir eru sko ekki fáir get ég sagt ykkur. bæði í indlandi og í kína fannst manni að segja ætti hæ við alla sem eru hvítir. en hér er öldin önnur, allt morandi í túristum sem eru að gera nákvæmlega sama hlutinn og maður sjálfur, allir í thai buxum og teva skóm -smart, eða hvað? ekki nóg með að allt sé morandi af hvítu fólki hérna þá var scheffinn hér á hostelinu þvílíkt ánægður þegar við komum og sagði að við værum fyrstu íslendingarnir sem komið hefðu á hostelið hans. daginn eftir: við komum trítlandi niður í morgunmat, frekar súr með stírurnar í augunum, kemur ekki bretinn hlaupandi á móti okkur, brosandi út að eyrum og segir að fleiri íslendingar séu á leiðinni eftir hádegið. þegar við komum heim á hostel um kvöldið tók hann á móti okkur úti á götu, alveg að rifna úr spenningi og gargaði i´m gonna intródjús you. þetta reyndust vera þrjár hressar reykvískar píjur búnar að ferðast um eyjarnar hér í suður thailandi á leið til hong kong.
erum búin að afreka ýmislegt hér í bangkok, ekki nóg með að einn túristadagur hafi verið tekinn þá er líka búið að taka beauty dag, stúlkan fór í heilnudd, fótsnyrtingu, handsnyrtingu og andlitsbað, já krakkar mínir þetta þyngir ekki bakpokann og tæplega hægt að segja að þetta létti budduna mikið;) robbi ákvað að athuga hvernig tannlæknarnir í bangkok eru og fá þeir fimm stjörnur. hitti reyndar bandarískt par hér á hostelinu sem hafði komið hingað í allsherjar tannsadæmi (gera við skemmdir, taka fjóra jaxla og fjarlægja teina) þau létu hann fá símanr. hjá tannsanum. tekin var röntgen af robbanum og kom í ljós að allt er í himnalagi með tennurnar, vitum samt ekki hvort við eigum að fagna því eður ei. það sem er að bögga hann þarna í munninum/kjálkanum er þá væntanlega einhver eftirköst af bílslysinu, hann er mjög stífur í öxlum og efst í baki og þetta gæti leitt þarna upp, hmmm...
leiðin liggur nú norður í land (feels like home að segja þetta;) og ekki vitað hvenær verður látið vita af sér næst, nema þá kannski frá laos?
ætlaði að setja inn myndir frá kína en tekur hundraðogþrettán mínútur að upphala einni.
thelma ágústsdóttir er kennd er við keisaraætt sóldaggar á afmæli í dag, til allra hamingju thelma okkar með daginn:) hún er afmælis barn vikunnar að þessu sinni en sá siður verður viðhafður hér með..
gleðilegt ár öllsömul

miðvikudagur, janúar 25

hitastigsbreytingar - stutta útgáfan

lengri útgáfan er í póstinum hér að neðan. styttri útgáfan fylgir hér fyrir þá sem þurfa að mæta í fyrirlestur eða nenna yfirleitt ekki svona díteil sögum (vesturbrúnarar:)
búin með kína, komin til thailands. rauðvínið hræðilegt á fyrri staðnum - bjórinn góður. hrísgrjóna staupið sem einhverjum localnum fannst spennandi að láta mig prófa rann ljúflega niður(ég og indi keyptum flösku í kjölfarið). ekki tími í meiri skrif því thailenska ölið býður smökkunar - á barminum er kenndur er við sundlaug.
lah górn ná

hitastigsbreytingar

kvöddum kuldann í beijing með ánægju í morgun. thailand heilsaði með 30 stiga hita:) já þyrí, stuttbuxnamyndir birtast von bráðar í bunkum. kína heimsóknin var skemmtileg þrátt fyrir frosnar tær og loppna putta. erum mjög fegin að hafa farið til skósalans ógurlega fyrir brottför, erum búin að labba af okkur líkþornin og ekki vottur af hælsæri, né þreytu, þökk sé rbk. ólympíuleikarnir verða haldnir í beijing 08.08.2008 og er allt að tryllast yfir þessum atburði, halló, það eru tvö og hálft ár þangað til og ekki þverfótað fyrir auglýsingum. allir eru að kaupa lukkubangsa sem eru í ólympíuhringja litunum og eru væntanlega einskonar verndarar?!? einn téður bangsi heitir níní, grænn að lit...skemmtilegt. svo er einhver einkennileg árátta fyrir súkkulaði bandinu backstreet boys. rétt misstum af tónleikum og þeir hljóma allsstaðar, í útvarpi og opinberum stöðum. daggarar, munið þið sporin og línurnar, "backstreet´s back allright" muhaha. siðir og venjur koma alltaf meira og meira á óvart. eyddum síðustu kvöldunum á "local" veitingastað, borðað alvöru kínverskt með prjónum. talandi um prjónana, erum útskrifuð í þeim efnum, þegar furuhneturnar eru farnar að lenda í gininu þá deyr maður ekki úr hungri. kínverjar eru langt á eftir í reykingar menningu, má allstaðar reykja, þar á meðal inn á þessum téða stað og verið að spandera í öskubakka? nei, nei, askan losuð á gólfið og stubburinn á eftir. kipptum okkur því ekki mikið upp við það þegar leigubílstjórinn kveikti í rettu kl. sex í morgun á leið á völlinn, ógleði.is. bara brot af (ó)siðunum.
við erum semsagt mætt á þetta fínasta hostel hér í bangkok, thailandi - land of the smiles. já nú þýðir ekkert elsku mamma lengur, herbergið er eins og fangaklefi, ekki misskilja, þetta er ekki lítið herbergi heldur dimmt og frekar fátæklegt. svona verður þetta þar til við mætum í slotið á hua hin, jiii hvað það verður gaman. hér erum við ad tala um sameiginlegt baðherbergi og sturtu með hæðinni. orðnir ekta bakpakkarar. viljid þið heyra um fyrstu klósettferðina? rétt upp hönd sem vill heyra! stúlkan fór að athuga með útbúnaðinn og bara svona frekar sátt við þetta allt saman, er að þvo sér um hendurnar þegar einhver skuggi skottast yfir loftið. heyrist kallað þvert yfir hæðina: roooobbbi koddu strax (ekki það að hann hafi gert eitthvað gagn í þessum hræðilegu aðstæðum, nema taka mynd. hnuss). var ekki bara eitt stykki hugguleg tíu cm löng eðla, já ég sagði eðla, í loftinu og gerði sig líklega. að öðru leiti líst okkur bráðvel á staðinn, mjög snyrtilegt og sundlaug í garðinum. eigandinn er hress breti sem heldur með chelsea og eið smára, sýnist hann fíla host hlutverkið vel, jafnvel bara rakur kallinn, svei mér þá! myndir um allt af honum með gestum á góðri stund í garðinum. (hehehe, greinilegt hver ritar þessa málsgrein, það er nú sameiginlegur kamar á grímstunguheiði og sturta ekki til í orðaforða:)
nú er ekkert því til fyrirstöðu að kanna stræti bangkok í fáeina daga, sækja um vegabréfsáritun til víetnam, vera hress. höldum svo norður að nema fleiri lönd og strönd, svosum ekkert ákveðið í þeim efnum, nema að við eigum næsta flug tuttugasta og fyrsta mars frá singapore.
takk allir, fyrir kveðjurnar, ó svo gaman að sjá að fylgst er með hverri hreyfingu. við hugsum til ykkar í snjónum:)
farin í laugina...

laugardagur, janúar 21

eru 9 million bicycles i beijing?

er komin med stadfestingu fra luxaranum ad sidasti postur hafii skilad ser og thvi ekki ur vegi ad setja inn eitthvad meira, imynda mer ad folk se farid ad thyrsta eftir frettum hehe. vid getum ekki skodad siduna fyrr en vid yfirgefum landid n.k. midvikudag, vil samt bidja alla sem villast hingad inn ad skilja eftir sig ummerki i hvers kyns formi thad er nefnilega svooo skemmtilegt, vid lesum thad svo bara i tailandi.
ja thad er otrulegt ad vera staddur i svona kommunistariki thar sem homlurnar eru svona miklar. erum buin ad labba nokkrum sinnum yfir torg hins himneska fridar og madur truir thvi varla ad nokkur hundrud mans hafi latid thar lifid fyrir ekki svo morgum arum (89) i fridsomum motmaelum thar sem farid var fram grundvallarmannrettindi eins og tru- og malfrelsi. kinversk yfirvold gera greinilega allt sem their geta til ad koma i veg fyrir ad motmaeli i einhverju formi geti att ser stad a torginu, svona margar oryggismyndavelar, verdi og loggur, baedi einkennisklaedda og oeinkennisklaedda hef eg aldrei sed.
he who has not climbed the great wall is not a true man. (mao zedong).
skokkudum thvi a murinn i gaer:) thratt fyrir heidarlega tilraun til ad taka almenningsbusinn thangad uppeftir tha fundum vid hann ekki, forum thvi i turhesta rutu med 50 odrum kinverjum og kinverskum guide, innifalid var ekta kinverskur lunch og saum vid tha fleiri bakpakkara (e. backpackers) koma ut ur rutuni. hittum par fra astraliu sem er i 12 manada round the world trip og thyskt par fra freiburg i viku ferd i peking. oll hofdum vid lesid i lonley planet bokunum ad best vaeri ad taka almennings rutuna sem enginn fann. vid satum saman i lunchinum og reyndum eftir bestu getu ad borda med prjonunum, get amk fullyrt ad ekkert okkar var mett eftir tho thessar 30min sem vid hofdum til ad skofla i okkur grjonunum. thetta var samt maltid numer tvo sem eingongu var snaedd med prjonum thvi einsog log gera rad fyrir tha erum vid buin ad fa okkur peking ond (sem var nr.109901 sem eldud var a tessum stad fra 1864, ondin var samt ekki fra 1864:) i peking, hun var einnig bara bordud med prjonum svo thetta hlytur ad fara ad koma hja okkur. (ondin var svadalega god btw) Svo af thvi madur a alltaf ad hlyda pabba sinum tha tok eg handahlaup a kinamurnum, hann sagdi mer ad taka handahlaup i hverju landi og er eg thvi buin ad handahlaupast baedi vid taj mahal og a kinamurnum. hressandi atridi alveg hreint.
annars er beijing eins og hver onnur storborg med tifoldum kringlum og smaralindum og MC og KFC a hverju horni. inn a milli leynast hins vegar litlar trongar gotur med gotusolum sem vilja endilega selja okkur eitthvert glingur og drasl. erum buin ad skoda tessa helstu stadi i peking og langadi ad fara til xian og skoda merkasta fornleifafund sidari ara, a heimsvisu, terra cotta hermennina sem stadid hafa alvopnadir asamt hestum sinum nedanjardar i 2300 ar. erum ad reyna ad boka flug med air china, gengur bara pinu illa med kinverskuna. tad er lika allt yfirfullt i allt sem heitir lest eda flugvel, tvi ar hundsins er ad renna upp her i kina 29. jan og ar haenunnar ad enda, tvi er svokallad vorfri tessa dagana og allir tessir 1.3 milljardar manns a ferd og flugi.
felagsfraedingurinn kemur upp i moggunni endrum og sinnum, satt ad segja oftar en hun atti von a fyrir thessa ferd. thad otrulegasta (enntha amk) er natturulega stada kvenna i indlandi, held i alvoru ad eg hafi tvisvar sed konu keyra farartaeki. thaer eru t.d. hvergi i afgreidslustorfum, hvorki a hotelum ne veitingastodum. thad komu frettir thegar vid vorum i delhi um ad nu hafi konur leyfi til ad starfa sem barthjonar og ad nu thegar hefdu nokkrar hafid storf. einnig var tekid vidtal vid eiganda veitingastadarins thar sem hann sagdi ad alltaf yrdi passad upp a ad karlmadur vaeri einnig a vakt ef einhver kynni ekki vid ad kona blandadi drykkinn! thad sem var mest slaandi i frettunum var ad konur i indlandi letu oft eyda fostri sinu ef um kvk fostur vaeri ad raeda, og ad svona fostureydingum vaeri alltaf ad fjolga. farid var yfir statistikk um fjolda kvk. faedinga vs. kk. og ad a sumum svaedum vaeri thetta ordid vandamal. th.e. ad of margir kk. vaeru um hverja kvk. hvad er malid eiginlega? thad versta er ad thad eru menntadar konur sem gera thetta!!!
einsog adur hefur komid fram var glapt alveg svakalega a okkur i indlandi, jadradi stundum vid misnotkun!! thad er greinilega hvorki talid donalegt ad glapa ne benda a folk i indlandi. annad er uppi a teningnum her i kina th.e. misnotkun af odru tagi, en kinverjum virdist lida best i mikilli mannthrong og finnst bara edlilegt ad standa alveg klesst upp vid thig. thetta hlytur ad vera afleiding af thessum mikla mannfjolda. vid t.d. stodum i rod a lestarstodinni og hvad eftir annad trod folk ser fyrir framan okkur af thvi thad voru nokkrir cm i kinverjann fyrir framan okkur, thurftum thvi ad beita ollum brogdum til ad halda okkur i rodinni til ad tala taknmal vid konuna i burinu. afgreidslukonan skildi ad sjalfsogdu ekki stakt ord i ensku frekar en adrir her og thar sem konan fyrir aftan okkur i rodinni kom ser svona lika thaegilega fyrir a bakinu a okkur sneri eg mer vid og spurdi hvort hun kynni ensku, thad var nu aldeilis ekki og hristi hun hausinn og brosti hringinn... nei hun bara faerdi sig naer mer ef eitthvad var!!!
their sem aetla a tonleikana i hollinni med henni kotu, geta skilad til hennar ad vid erum buin ad gera opinbera talningu a reidhjolunum herna, er verdur birt i china times, og thau eru ekki 9 million heldur miklu faerri, vildum bara hafa thetta a hreinu:)
jaeja thar sem saeti hundurinn a netkaffinu var ad miga a golfid vid taernar a okkur, tha latum vid tetta gott heita i bili...

fimmtudagur, janúar 19

beijing it is

skyldublogg - lata vita af ser.
thad var aldeilis ahugaverd sidasta faersla sem robbi postadi. ja svona gera theri thegar madur litur af theim stundarkorn. mer finnst hann hafa farid ansi frjalslega med stadreyndir - en skemmtileg frasogn samt:)

stadan er semsagt su ad her i kina getum vid ekki lesid blog sidur, ja thaer geta greinilega verid storhaettulegur pappir ad mati mao. en vid gatum farid inn a blogger siduna og skrifad, vona ad mer takist ad posta thessu thar sem allt a siduni er a kinversku -spurning hvort minnid se gott hja mer.

nu er thad
nytt land
ny thjodhetja a peningasedlunum
onnur tegund af mat
skitakuldi
ogedslega kalt
enginn sem kann ensku

later. m.

mánudagur, janúar 16

síðustu dagarnir í delhi

þeir hafa verið frekir rólegir síðustu dagarnir hérna í delhi. mannlífs rannsóknir og fleiri áhugaverðir staðir skoðaðir s.s. háskólinn (þar sem fimmtíuþúsund manns nema), dýragarðurinn ofl. við höfum nú reyndar lítið séð af möggunni, nema þá helst í byssukúluformi, skjótast á milli salerna með kinnarnar saman hertar. já við hefðum nú átt að gorta okkur minna af víkinga heilsunni og koníaks sullinu í fyrri pósti, held að við séum búin að afsanna þessa gömlu góðu kenningu með staupið kvölds og morgna:) en þökk sé áþekkum fyrirtækjum eins og vistor og actavis þá er iðrakveisan á bak og burt og allir við hestaheilsu.

nú tekur við ferðalag til næsta áfangastaðar og verðum komin þangað eftir rúman sólarhring og verðum þá átta klst. á undan fróni.

fréttir berast næst frá lýðveldinu kína.

góðar stundir...