fimmtudagur, mars 16

malaysia truly asia

facts; höfuðborg kuala lumpur - íbúafjöldi 23.522.482 - tungumál malay, enska, kínverska og tamil - trúarbrögð 52% múslimar (ríkistrú), 17% búddhar, 12% taoist, 8% kristnir, 2% tribal - gjaldmiðill ringgit - vegabréfsáritun nei - tímasvæði gmt +8 klst.
aðeins meira úr fróðleikshorninu. malasía liggur á milli fyrstu og sjöundu breiddargráðu norður og 100 og 109 lengdargráðu austur (omg og hvað segir það okkur;). landinu er skipt í tvo hluta, peninsular malasía sem liggur á milli tælands og singapore og austur malasía á eyjunni borneo og liggur upp að filippseyjum. undir yfirráðum breta lengi vel en fengu sjálfstæði 1957 og landinu skipt í þrettán ríki sem hvert um sig hefur soldán er fer með stjórnartaumana. konungur er æðsta vald landsins og er kosinn til fimm ára í senn. síðustu ár hefur orðið sprengja í hagkerfinu og landið orðið mikið til iðnvætt. öll stærstu fyrirtækjanöfnin eins og intel, bosch, agilent (fyrir þá sem vita hvað það er) og dell eru með gríðarstórar verksmiðjur hérna. carlsberg láta ekki kóraninn stoppa sig og eru með stóra framleiðslu. dáldið merkilegt að þetta er fyrsta landið sem við heimsækjum og á ekki sinn eigin bjór vegna trúar sinnar en leyfir öðrum að valsa um.
það má með sanni segja að malasía hafi tekið vel á móti okkur eskimóunum. svo vel líst okkur bæði land og þjóð að ákveðið var að framlengja dvöl um einhverja daga. það er reyndar á kostnað nýja sjálands og þá er gott að grípa í frasa eins og "alltaf að eiga eitthvað eftir", til að hugga sig við.
við komum inn í malasíu í gegnum landamærabæinn hat yai. stoppuðum reyndar röðina í gegnum vegabréfskoðunina þar sem verðinum fannst vegabréfið hafa svo "nice colour", að hann varð að sýna öllum hinum vinum sínum. þrátt fyrir fréttir af óeirðum í suður tælandi komust við yfir landamærin án þess svo mikið sem að þessar óeirðir hafi rifjast upp fyrir manni, já svona ólátabelgir láta okkur alveg í friði, ja eða við þá.
það tók okkur smá tíma að átta okkur á að nýtt land var undir fótum okkar. gjaldmiðillinn orðinn annar, sem þýddi að maggann þurfti að hafa sig alla við að reikna og svo breyttist klukkan um eina stund (það var meira vandamál fyrir robbbann). okkur finnst það eigi bara að geta gerst ef farið er í flugvél og tíminn ekki breyst hjá okkur síðan í kína, já svona er maður nú skrítinn.
Mesta breytingin var samt án efa fólkið, fyrsta múslimalandið sem við heimsækjum og því mikið um konur með slæður yfir hárinu, menn með pottlok á hausnum og í pilsi. svört pottlok þýða að þeir hafa ekki komið til mekka en hvít þýða að þangað hafi þeir farið. einnig er gaman að sjá aftur konur í saari-um en það hefur varla sést síðan í indlandi.
fyrsta stopp var georgetown á eyjunni penang. næstlengsta brú í heimi liggur milli lands og eyja (spurning um að láta árna vita af þessu) og frekar tilkomumikil. túrista hringur í kringum eyjuna með kínverskum dræver og gæd var það helsta sem afrekað var svona túristalega séð. hinir dagarnir fóru í eitthvað allt annað, minnir að það hafi verið helgi. samkvæmt biblíunni (lp bókinni) er þetta aðal partýbær malasíu. því næst var ákveðið að skipta alveg um umhverfi. hvítur sandur varð að grænu grasi, sjávarlyktin að sveitailm og pálmatré að te ökrum. já sex tíma rútu ferð og hviss bang, komin í 1500 m yfir sjávarmál og hitastig lækkaði í samræmi við það. cameron highlands var staðurinn, æ lof itt. er hvað þekktastur fyrir að vera mikilvægur landbúnaðarstaður fyrir malasíu. hiti og rakastig gera öllum fjandanum kleift að vaxa og dafna þarna, bæði gróður og skordýr. jarðaber, rósir, grænmeti og te svo fátt eitt sé nefnt. fyndið að heimsækja te verksmiðju og sjá allt í einu að te er í rauninni tré, höldum okkur bara við beljurnar og kindurnar;) all mikill frumskógur vex þarna um slóðir og vinsælt að fara í svokallaðar trekking ferðir. túristar eru að týnast þarna hægri vinstri og hanga auglýsingar á öðru hverju tréi, svo við létum duga að fara með bíl og heimsækja mjög afskekktan ættbálk lengst inn í frumskóginum. fengum heimabruggað te og skutum örvum í gegnum bambus rör, en það er aðferð þeirra til að veiða sér til matar. yndislegt að vera á fjöllum.
með skemmtilegri rútuferðum var svo til höfuðborgarinnar kuala lumpur. getið rétt ímyndað ykkur veginn úr þessari hæð niður bratta dalina, s-beygjur út í eitt. engu líkara en að bílstjórinn væri orðinn of seinn á stefnumót og í sumum beygjunum voru við alveg við það að velta og þyngdarkrafturinn örugglega farið í fjögur-g.
okkur finnst gaman að geta sagst hafa komið til kuala lumpur, er eitthvað svo framandi nafn sem skemmtilegt er að bera fram. þessi borg fer án efa á listann yfir skemmtilegustu stórborgir þessa ævintýris. deginum í dag eytt aðallega í háloftunum því við byrjuðum að fara í fimmta stærsta fjarskiptaturn heims (276 m) og virða fyrir okkur borgina og taka áttirnar. stoltið þeirra, petronas tvíbura turnarnir, voru skoðaðir í kjölfarið. 452 m háir, 88 hæðir og byggðir í islam stíl. brú á 41. hæð liggur á milli turnanna svo við túristarnir höfum eitthvað að skoða.
höldum að þetta sé orðið allt of gott í bili. komum til með að sjá hvað ykkur finnst í ummælunum;) annars er það bara formúlan um helgina sem allir bíða eftir. borgin verður rauðari með hverjum deginum!
myndir frá köfuninni í tælandi eru komnar inn, njótið vel...

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Það er alltaf jafn gaman að lesa færslunar ykkar. Maður er alveg komin þarna í huganum. Ég mæli svo með Kúbu :)

19:07  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Gott að allt gengur vel, um að gera að stoppa lengur þar sem gaman er (þá get ég líka komið með seinna að skoða það sem verður útundan og allt hitt sem eftir er...). Góða skemmtun á formúlu. Hlakka til að lesa meira.

21:14  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Feikigaman að sjá Nemó og fjölskyldu. Frábært að heyra frá ykkur. Fyndið að vera svo með ykkur á formúlu --þið munið að veifa Njótið lífsins, Ma og pa

22:46  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hæhæ, voðalega eruði orðin brún og sæt!
Flott myndin af Möggu með Ladyboys;)

16:26  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Gaman að heyra í ykkur :) þó svo að það hafi ekki verið beint samtal við mig heldur viðtalið á RÚV vegna formúlunnar. Nú verðið þið örugglega fengin bráðum í settið til að hjálpa honum að lýsa formúlunni ;)
Hlakka til að sjá blogg um ykkar upplifun á formúlunni.
kv. Beta Rán

18:25  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hæ Hæ ég er komin heim.
Gaman að heyra röddina ykkar á Rúv á formúlunni rooooosalega hlítur þetta að hafa verið míkil upplifun vááá.
Ég heyrði hávaðan á bak við ykkur úbs ég smsaði til fólksins svo að þeir nánustu gætu heyrt í heimsförunum hehehehe já upplifum hjá fleirum en ykkur.
Hey ég hef svo gaman af að sjá kortin yfir þar sem að þið dveljið í það og það sinn en eitthvað hefur klikkað því að ég hef ekki komist þangað inn eftir tvo seinustu pisla.Er nokkuð annað en að ráða bót á því. Allir biðja fyrir ferða kveðjur. Knús úr Koppó

00:01  

Skrifa ummæli

<< Home