fimmtudagur, mars 2

grátur og gnístan tanna

það myndi æra óstöðugan að telja upp allt það sem brallað hefur verið síðustu daga með fjölskyldunni. afmæli afans fagnað í gær, 1. mars, á viðeigandi hátt með köku og afmælissöng með gítar undirspili. flóðgáttir táranna opnuðust þegar famílían var kvödd í gærkvöldi, ekki síst hjá yngsta meðliminum sem fannst þetta allt mjög "sorglegt", svo vitnað sé í hana beint. verður fróðlegt að heyra ferðasögu hjá þeim þegar heim verður komið, hvort þau elstu hafi plummað sig á "monkey" class, sem er btw eins og bissness class hjá icelandair, eftir að hafa slegið um sig og "þóttust" hafa misst af fluginu út til að uppfærast á bissness class hjá thai air en þar eru flottheitin svo mikil að þér er hjálpað að prumpa:)

golfspil var iðkað, þó ekkert af svakalegum krafti né árangri. gaman fyrir okkur að prufa svona alvöru völl, hitinn að fara með okkur þrátt fyrir að labbið hafi verið í lágmarki. farið um allt á golfbíl sem maggan keyrði eins og vitfirringur og "caddy" sem gerir gjörsamlega allt fyrir þig, þarft bara að slá með kylfunni þannig að boltinn fari í holuna, sem reyndist vera þrautinni þyngri í flestum tilfellum:) í tælandi eru allir "caddíar" kvenkyns og klæðast bláum búningum, ótrúlega fyndnar kellur sem passa algjörlega sinn spilara, réttir þér kylfuna, leiðbeinir og fylgist með hvar boltinn lendir, vorum oft í erfiðleikum með það sökum þess hve langt hann fór... alveg með þetta á hreinu, og þegar komið er á púttflötina og möguleiki á erni eða fugli á hverri holu, þá segja þær hvort flötin sé up - eða downhill og benda nákvæmlega hvert miða skal. ótrúlega gaman.

hua hin er hvað þekktast fyrir að vera sumardvalar staður kóngsins og byggðist svæðið upphaflega sem túristastaður vegna þess hve vel honum líkaði. nú er kóngurinn orðinn sjötíu og átta ára og eyðir nánast öllum stundum hér, fer aðeins til bangkok þegar frakklandsforseti, spánarkonungur eða minni spámenn kíkja við. sumarhöllin er aðeins steinsnar frá hótelinu sem við dvöldum á (en ekki boðið í kaffi) og fyrir utan ströndina liggja fjögur varðskip og vernda kallinn fyrir fiskibátum, jetski og öðrum truflunum. skandinavar uppgvötuðu þessa paradís fyrir einhverjum árum og ekki þverfóta fyrir svíum, norðmönnum og dönum, gjörsamlega stappaður bærinn af þessum þjóðflokki og tja - bara nokkuð vinalegt og eins og að koma heim fyrir suma. markaðir, veitingastaðir, skraddarar og gleraugnaverslanir eins og augað eygir. heimsreisufararnir eru í þessum bæ svipaðir og samsonite fólkið á khao san road í bangkok. alveg út úr kú með bakpokana okkar innan um allt fína fólkið:)

hið ótrúlega gerist enn. venjulegur morgunverður á hótelinu og allt í einu spýtir maggan út úr sér öllu rice krispies morgunkorninu og hrópar upp fyrir sig. haldið þið ekki að par sem duggaði með okkur á halong bay - víetnam hafi poppað upp, af öllum. þau eru frá argentínu og búin að vera að heiman í sjö mánuði. hafa aldrei á þessum tíma leyft sér munað af neinu tagi, bara hostel og kalt vatn. ákváðu þó þarna að leyfa sér nokkrar nætur í fimm stjörnunum áður en þau héldu til indlands. já heimurinn er svoooo lítill.
vinnum nú hörðum höndum að því að koma okkur í hversdagslíf bakpakkarans, hótel orðið að hosteli o.s.frv. stefnan tekin enn lengra suður á bóginn í tælandi og gott ef neðansjávar lífið verður ekki kannað frekar. allir við hesta heilsu og kroppurinn rauð-brúnn.
kveðja til allra
magga megabrúna & robbi rauð-brúni

3 Comments:

Blogger ********** hafði þetta að segja...

oh, hér er kalt og á mörkunum að snjóa... njótið að vera í hitanum

18:11  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Erum komin heim eftir langt ferðalag en allt gekk mjög vel - þetta er ekkert mál, sérstaklega þar sem NMH er draumaferðafélagi, ekkert mál að ferðast fyrst í 3 tíma í bíl, bíða á flugvelli í tvo tíma, fljúga í næstum 12 tíma og keyra svo í tvo tíma....

Annars tók á móti okkur SNJÓR og hitinn var MÍNUS 3,5 gráður... Hvað er það? NMH spurði hvort það væru komin jól? Enda það eina sem hefði getað glatt hana, hún er nefnilega alveg til í að flytja á Dusit og vera í 30 + gráðum og sundi alla daga.

Haldið áfram að njóta lífsins og hafa það gaman. Takk takk takk fyrir samveruna og besta frí ever. Þið eruð einstök.

06:58  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Var að skoða myndirnar, flottar. En hvað með HAGI og rigninguna? Sama dag og við fórum? Vá og það koma aldrei dropi úr lofti í þessa 12 daga sem við vorum. En mikið þurfti nú gróðurinn á þessu að halda....

12:22  

Skrifa ummæli

<< Home