miðvikudagur, mars 29

g´day sydney

síðustu mínútur asíu fóru í upprifjun um heimsálfuna. frábært nýtískusafn þar sem saga, trú og menning er rakin í myndum og máli. fannst við vita helling eftir dvölina (þó það nú væri, hélt einhver að þetta væri bara skemmtiferð?). flugvöllurinn er svo sér kapituli út af fyrir sig. bíó, blóma- og kaktusgarður og bestu sturtur mánaðarins með alvöru handklæðum er sitthvað sem þarna má finna. meira segja skipti maggan um lúkk þegar hárblásari var brúkaður, tæki sem hefur ekki sést síðanégveitekkihvenær. ekki var það verra þegar út í vél var komið. sjónvarp í hverju sæti. fjarstýring sem er líka sími og hægt að hringja í félagann tuttugu sætaröðum aftar (ef einvher af ykkur hefði nú verið þarna). hægt var að velja milli sextíu bíómynda og tuttugu tölvuleikja, meira að segja super mario bros eitt. tíminn fór aftur til 1990 og rifjaðist upp þegar við bræðurnir í sveitinni fjárfestum í einu nintendo kvikindi fyrir sumar hýruna, góðir tímar. klukkan fjögur um nóttina var þetta reyndar orðið gott og lagt sig í tvo tíma áður en eyjaálfu yrði náð.

við höfum nú krossað miðbaug og fallegur haustdagur heilsaði í sydney. já þið lesið rétt. það er komið haust hérna megin hnattarins. skjálfandi á beinunum í hlýrabol og stuttbuxum hlupum við í næsta taxa. lásum svo á opinberann mæli þegar leigubíllinn rennd´í bæinn og á honum stóð 27°! ótrúlegt að aðeins þriggja stiga hita mismunur geti haft þessi áhrif, þeir segja að þetta hafi eitthvað með loftslagið að gera... veit ekki hvað varð um þetta að vera frá iceland?!? áttum heldur ekki von að við fengjum sjokk að koma aftur í vestræna menningu. hversdagslegir hlutir eins og pappír á hverju salerni, foreldrar með barnakerrur og fleiri hlutir komu okkur hálfpartinn í opna skjöldu. btw. búið að athuga þetta með vatnið í vaskinum og klósettinu, þjóðsagan er sönn, það rennur í öfuga átt:)

dagarnir hafa samt liðið hratt og ýmislegt brallað. stoltið þeirra óperuhöllin var að sjálfsögðu skoðuð með túr um ferlíkið. á að líta út eins og fyrstu seglskipin sem sigldu hér að 1788 og bretar tóku völdin. skrýtið mannvirki en okkur fannst við nú eiga smá í því fyrst það var einhver frændi okkar frá danaveldi sem rissaði það upp. allt fór í vitleysu í miðju verki þegar skipt var um ríkisstjórn og einhver nískupúki settist í stólinn. daninn tók föggur sínar og yfirgaf ástralíu eftir sjö ára dvöl og hefur ekki komið síðan, þrátt fyrir gull og græna skóga. dýragarðurinn, sigling um höfnina og brúarskoðun er eitthvað sem einnig er búið að bralla.
hápunktinum var samt náð í dag þegar við fórum í vínsmökkunar ferð um hunter valley hérað, norður af sydney. hjón frá chicago, kona frá denver og önnur indversk frá london voru með í ferð. byrjuðum á að stoppa í þjóðgarði þar sem við gáfum kengúrum að borða úr lófanum og fengum að strjúka kóalabirni sem hékk upp í tré. heimsfrægi fimm metra langi krókódíllinn eric dvelur þarna líka (var plantað þarna eftir að hafa drepið tvær manneskjur) sem og köngulær, slöngur og fleiri kvikindi. eftir það tók við ótrúlega erfiður tími;) þremur mismunandi víngerðar fyrirtækjum og fimmtíu tegundum af hvít- rósa - rauð og eftirrétta vínum seinna voru allir í rútunni orðnir góðir félagar;) þetta var geggjað. ef einhver vill vita hvað hann á að drekka með steikinni um helgina, give us a call. mælum með víni frá ástralíu. í téðu héraði eru m.a. lindemans og wolf blass vínrisarnir.
eftir átta tíma er það næsta flug, verður spennandi hvert það tekur okkur... fylgist með í næsta þætti!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hey! Á ekkert að segja hvert þið eruð farin?
Gott að þið eruð komin með vínin á tæru (+ asískar bjórtegundir) - hringi pottþétt þegar ég fæ áfengisleyfi...

13:12  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Sæl og blessuð!
Nú var kíkt kvölds og morgna og farið að spá hvað væri orðið af ykkur. Eins og ævinlega gaman að lesa og fá að fylgjast með, já hvert er verið að fara???
Beint að kaupa áströlsk ekki spurnig þetta verður kannað.

Kær kveðja ma og pa

15:28  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Sem sagt, vatnssvelgurinn hefur öfugan snúning þarna á hvolfi hjá ykkur, hafði heyrt þetta en átti eftir að fá það staðfest.
Kveðja úr Samorku

16:17  
Blogger Anna hafði þetta að segja...

Loksins komu fréttir af ykkur, var orðin svo spennt að frétta frá landi nágranna.
Skemmtið ykkur vel

kv. Anna Þóra

17:46  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hvenær komiði eiginlega heim?

kveðja af Heiðarbraut 3

11:01  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Bara smá forvitni, hvaða flugfélag var þetta sem þig fluguð með?

19:35  

Skrifa ummæli

<< Home