mánudagur, janúar 30

laos

maggan og robbinn komin til höfuðborg laos, vientiane. ferðalagið til nong khai gekk vel með lestinni, ekkert mál að sofa svona í kojum með fjörtíu öðrum úttlendingum í vagni. klóstið var spes, mjög spes, venjulegt klósett en bara gat beint niður á teinana (hlýtur að vera blómlegt þar um slóðir:) komum snemma á áfangastað og í einhverju móki létum við túk-túkkara (rickshaw - leigubílar þeirra tælendinga) skutla okkur á gistiheimili sem talað var um í lonely planet bókinni (biblían skiluru), flestir í lestinni fóru beint yfir landamærin til laos en okkur langaði aðeins að skoða þennan bæ.
urðum aldeilis ekki fyrir vonbrigðum. þvílík paradís sem þetta gistiheimili var, æðislegur garður með hengirúmum og herbergið var sér bungalow í miðjum garðinum. hvert herbergi var með sérstaka bók sem maður skrifaði sjálfur matarpantanir í og fór með inn í eldhús og sjálfsafgreiðsla úr kæliskápnum. leigðum vespu og krúsuðum um bæinn í vinstri umferðinni, skoðuðum m.a. garð með risastórum trúarstyttum bæði búdda og hindú, fórum í sund og á kvöldmarkaðnum borðaður kvöldmatur með öðrum bæjarbúum.
talandi um lonely planet bækurnar, þetta er náttúrulege bara snilld.
indland - stendur að leigubíla rickshawarnir keyri mann eitthvað allt annað en beðið er um = lentum í því.
kína - á aðaltúristastöðum er fólk sem segist vera english and chinese art student og vill endilega fá mann með sér í einhvern fjandans sal að skoða listaverk - lentum ca. þrjátíu sinnum í því að einhver kom að tala við okkur (btw. þetta virtist eina kínverska fólkið sem kunni ensku!!).
thailand - hjá golden palace (svona must see staður) eru rosalega vel klæddir menn sem reyna að nappa mann áður en komið er að innganginum og segja að það sé lokað í dag eða að maður sé ekki proper dressed til að fara þarna inn og verði að koma aftur á morgun. = vilja að maður geri eitthvað annað sem þeir hagnast á. því segjum við: allir að fá sér lonely ef þeir ætla að ferðast;)
lögðum af stað til laos um hádegi, aðrir á gistiheimilinu lögðu af stað fyrir allar aldir, en við íslendingarnir erum nú ekki þessar árrisulu týpur og tókum því rólega. enda óþarfi að vera með eitthvað stress hér í laos, þvílík rólegheit hef ég ekki séð áður. sniðug þessi landamæri við friendship bridge, en það er brúin er tengir thailand og laos, allskonar serímóníur til að fá hina ýmsu stimpla. fara í röð og bíða lengi, fara í aðra röð, bíða lengur. nei þá vantar eitthvert plagg sem á eftir að fylla út!! aftur í röð - þolinmæði þrautir vinnur allar.
löbbuðum svo á milli gistiheimila þegar í höfuðborgina var komið í leit að gistingu, erum að borga 4usd fyrir herbergið (húff, förum á hausinn bara), það er ekki hægt að kalla þetta neina höll krakkar mínir. þökkum því jóhönnu í vistor fyrir dótið sem hún sendi okkur með, það verður notað í nótt:)
þegar við höfðum sett dótið inn á herbergi var ekki annað hægt en fara út(úr fangelsis herberginu) - og inn aftur(ekki inn á herbergi samt)...fundum þetta internet og bíðum eftir að mesti hitinn gangi yfir.
höfðinginn var skilinn eftir í bangkok, bakpokinn hans robba gengur undir því nafni sko (girls, pokinn sem keyptur var usa). erum því með minimum farangur núna. lady lísabet er ekki full einu sinni (það er sko pokinn möggu) og svo erum við með dagpokann en hann heitir litli kall.
jæja, hitinn farinn að minnka og þá ekki annað í stöðuni en prófa bjórinn þeirra, hann heitir beerlao og á að vera sérstaklega ljúffengur mjöður. carlsberg keypti um árið 25% í honum til að komast að leyndarmálinu. (allt skv. lonley sko).
erum búin að bæta texta við síðustu myndir, svona ykkur til fróðleiks. einnig fyrir þá sem hugsa hvar í andsk.... laos eða vientiane sé niðurkomið í heiminum, þá er hlekkur efst til hægri á síðunni okkar (við erum stödd). hann vísar á mapquest.com og hægra megin á þeirri síðu má þysja inn og út fyrir nánari staðsetningu.
stundir góðar...

laugardagur, janúar 28

myndir fra kina

tad eru lidnar hundradogtrettan minutur og myndir komnar inn. minnum a hjonin, tau eru virk med sina olympus vel:)
erum farin i naeturlestina nordur i land...

happy new chinese year

eigum við eitthvað að ræða það hvað við elskum elskum að vera hérna? fólkið, maturinn, veðrið og ekki síður verðið gerir þetta allt frábært. það er óhætt að segja að fyrsti dagurinn í bangkok hafi verið tekinn með trompi, ekki nóg með að grúppan hafi ákveðið að hittast snemma í morgunmat þá vorum við robbi mætt klukkutíma fyrr. já svona eru túristamistökin, gleymum að stilla klukkuna eftir kína og vorum því búin að sturta okkur og borða morgunmat langt fyrir sólarupprás:) skoðuðum okkur um allan daginn í bangkok, lærðum á lestirnar og bátataxana fyrir hádegi og vorum komin á aðaltúristagötuna seinnipartinn. þar var splæst í thai-buxur og boli á fólkið, eftir prútt - að sjálfsögðu. við erum því orðin einsog allir hinir ferðalangarnir hérna, en þeir eru sko ekki fáir get ég sagt ykkur. bæði í indlandi og í kína fannst manni að segja ætti hæ við alla sem eru hvítir. en hér er öldin önnur, allt morandi í túristum sem eru að gera nákvæmlega sama hlutinn og maður sjálfur, allir í thai buxum og teva skóm -smart, eða hvað? ekki nóg með að allt sé morandi af hvítu fólki hérna þá var scheffinn hér á hostelinu þvílíkt ánægður þegar við komum og sagði að við værum fyrstu íslendingarnir sem komið hefðu á hostelið hans. daginn eftir: við komum trítlandi niður í morgunmat, frekar súr með stírurnar í augunum, kemur ekki bretinn hlaupandi á móti okkur, brosandi út að eyrum og segir að fleiri íslendingar séu á leiðinni eftir hádegið. þegar við komum heim á hostel um kvöldið tók hann á móti okkur úti á götu, alveg að rifna úr spenningi og gargaði i´m gonna intródjús you. þetta reyndust vera þrjár hressar reykvískar píjur búnar að ferðast um eyjarnar hér í suður thailandi á leið til hong kong.
erum búin að afreka ýmislegt hér í bangkok, ekki nóg með að einn túristadagur hafi verið tekinn þá er líka búið að taka beauty dag, stúlkan fór í heilnudd, fótsnyrtingu, handsnyrtingu og andlitsbað, já krakkar mínir þetta þyngir ekki bakpokann og tæplega hægt að segja að þetta létti budduna mikið;) robbi ákvað að athuga hvernig tannlæknarnir í bangkok eru og fá þeir fimm stjörnur. hitti reyndar bandarískt par hér á hostelinu sem hafði komið hingað í allsherjar tannsadæmi (gera við skemmdir, taka fjóra jaxla og fjarlægja teina) þau létu hann fá símanr. hjá tannsanum. tekin var röntgen af robbanum og kom í ljós að allt er í himnalagi með tennurnar, vitum samt ekki hvort við eigum að fagna því eður ei. það sem er að bögga hann þarna í munninum/kjálkanum er þá væntanlega einhver eftirköst af bílslysinu, hann er mjög stífur í öxlum og efst í baki og þetta gæti leitt þarna upp, hmmm...
leiðin liggur nú norður í land (feels like home að segja þetta;) og ekki vitað hvenær verður látið vita af sér næst, nema þá kannski frá laos?
ætlaði að setja inn myndir frá kína en tekur hundraðogþrettán mínútur að upphala einni.
thelma ágústsdóttir er kennd er við keisaraætt sóldaggar á afmæli í dag, til allra hamingju thelma okkar með daginn:) hún er afmælis barn vikunnar að þessu sinni en sá siður verður viðhafður hér með..
gleðilegt ár öllsömul

miðvikudagur, janúar 25

hitastigsbreytingar - stutta útgáfan

lengri útgáfan er í póstinum hér að neðan. styttri útgáfan fylgir hér fyrir þá sem þurfa að mæta í fyrirlestur eða nenna yfirleitt ekki svona díteil sögum (vesturbrúnarar:)
búin með kína, komin til thailands. rauðvínið hræðilegt á fyrri staðnum - bjórinn góður. hrísgrjóna staupið sem einhverjum localnum fannst spennandi að láta mig prófa rann ljúflega niður(ég og indi keyptum flösku í kjölfarið). ekki tími í meiri skrif því thailenska ölið býður smökkunar - á barminum er kenndur er við sundlaug.
lah górn ná

hitastigsbreytingar

kvöddum kuldann í beijing með ánægju í morgun. thailand heilsaði með 30 stiga hita:) já þyrí, stuttbuxnamyndir birtast von bráðar í bunkum. kína heimsóknin var skemmtileg þrátt fyrir frosnar tær og loppna putta. erum mjög fegin að hafa farið til skósalans ógurlega fyrir brottför, erum búin að labba af okkur líkþornin og ekki vottur af hælsæri, né þreytu, þökk sé rbk. ólympíuleikarnir verða haldnir í beijing 08.08.2008 og er allt að tryllast yfir þessum atburði, halló, það eru tvö og hálft ár þangað til og ekki þverfótað fyrir auglýsingum. allir eru að kaupa lukkubangsa sem eru í ólympíuhringja litunum og eru væntanlega einskonar verndarar?!? einn téður bangsi heitir níní, grænn að lit...skemmtilegt. svo er einhver einkennileg árátta fyrir súkkulaði bandinu backstreet boys. rétt misstum af tónleikum og þeir hljóma allsstaðar, í útvarpi og opinberum stöðum. daggarar, munið þið sporin og línurnar, "backstreet´s back allright" muhaha. siðir og venjur koma alltaf meira og meira á óvart. eyddum síðustu kvöldunum á "local" veitingastað, borðað alvöru kínverskt með prjónum. talandi um prjónana, erum útskrifuð í þeim efnum, þegar furuhneturnar eru farnar að lenda í gininu þá deyr maður ekki úr hungri. kínverjar eru langt á eftir í reykingar menningu, má allstaðar reykja, þar á meðal inn á þessum téða stað og verið að spandera í öskubakka? nei, nei, askan losuð á gólfið og stubburinn á eftir. kipptum okkur því ekki mikið upp við það þegar leigubílstjórinn kveikti í rettu kl. sex í morgun á leið á völlinn, ógleði.is. bara brot af (ó)siðunum.
við erum semsagt mætt á þetta fínasta hostel hér í bangkok, thailandi - land of the smiles. já nú þýðir ekkert elsku mamma lengur, herbergið er eins og fangaklefi, ekki misskilja, þetta er ekki lítið herbergi heldur dimmt og frekar fátæklegt. svona verður þetta þar til við mætum í slotið á hua hin, jiii hvað það verður gaman. hér erum við ad tala um sameiginlegt baðherbergi og sturtu með hæðinni. orðnir ekta bakpakkarar. viljid þið heyra um fyrstu klósettferðina? rétt upp hönd sem vill heyra! stúlkan fór að athuga með útbúnaðinn og bara svona frekar sátt við þetta allt saman, er að þvo sér um hendurnar þegar einhver skuggi skottast yfir loftið. heyrist kallað þvert yfir hæðina: roooobbbi koddu strax (ekki það að hann hafi gert eitthvað gagn í þessum hræðilegu aðstæðum, nema taka mynd. hnuss). var ekki bara eitt stykki hugguleg tíu cm löng eðla, já ég sagði eðla, í loftinu og gerði sig líklega. að öðru leiti líst okkur bráðvel á staðinn, mjög snyrtilegt og sundlaug í garðinum. eigandinn er hress breti sem heldur með chelsea og eið smára, sýnist hann fíla host hlutverkið vel, jafnvel bara rakur kallinn, svei mér þá! myndir um allt af honum með gestum á góðri stund í garðinum. (hehehe, greinilegt hver ritar þessa málsgrein, það er nú sameiginlegur kamar á grímstunguheiði og sturta ekki til í orðaforða:)
nú er ekkert því til fyrirstöðu að kanna stræti bangkok í fáeina daga, sækja um vegabréfsáritun til víetnam, vera hress. höldum svo norður að nema fleiri lönd og strönd, svosum ekkert ákveðið í þeim efnum, nema að við eigum næsta flug tuttugasta og fyrsta mars frá singapore.
takk allir, fyrir kveðjurnar, ó svo gaman að sjá að fylgst er með hverri hreyfingu. við hugsum til ykkar í snjónum:)
farin í laugina...

laugardagur, janúar 21

eru 9 million bicycles i beijing?

er komin med stadfestingu fra luxaranum ad sidasti postur hafii skilad ser og thvi ekki ur vegi ad setja inn eitthvad meira, imynda mer ad folk se farid ad thyrsta eftir frettum hehe. vid getum ekki skodad siduna fyrr en vid yfirgefum landid n.k. midvikudag, vil samt bidja alla sem villast hingad inn ad skilja eftir sig ummerki i hvers kyns formi thad er nefnilega svooo skemmtilegt, vid lesum thad svo bara i tailandi.
ja thad er otrulegt ad vera staddur i svona kommunistariki thar sem homlurnar eru svona miklar. erum buin ad labba nokkrum sinnum yfir torg hins himneska fridar og madur truir thvi varla ad nokkur hundrud mans hafi latid thar lifid fyrir ekki svo morgum arum (89) i fridsomum motmaelum thar sem farid var fram grundvallarmannrettindi eins og tru- og malfrelsi. kinversk yfirvold gera greinilega allt sem their geta til ad koma i veg fyrir ad motmaeli i einhverju formi geti att ser stad a torginu, svona margar oryggismyndavelar, verdi og loggur, baedi einkennisklaedda og oeinkennisklaedda hef eg aldrei sed.
he who has not climbed the great wall is not a true man. (mao zedong).
skokkudum thvi a murinn i gaer:) thratt fyrir heidarlega tilraun til ad taka almenningsbusinn thangad uppeftir tha fundum vid hann ekki, forum thvi i turhesta rutu med 50 odrum kinverjum og kinverskum guide, innifalid var ekta kinverskur lunch og saum vid tha fleiri bakpakkara (e. backpackers) koma ut ur rutuni. hittum par fra astraliu sem er i 12 manada round the world trip og thyskt par fra freiburg i viku ferd i peking. oll hofdum vid lesid i lonley planet bokunum ad best vaeri ad taka almennings rutuna sem enginn fann. vid satum saman i lunchinum og reyndum eftir bestu getu ad borda med prjonunum, get amk fullyrt ad ekkert okkar var mett eftir tho thessar 30min sem vid hofdum til ad skofla i okkur grjonunum. thetta var samt maltid numer tvo sem eingongu var snaedd med prjonum thvi einsog log gera rad fyrir tha erum vid buin ad fa okkur peking ond (sem var nr.109901 sem eldud var a tessum stad fra 1864, ondin var samt ekki fra 1864:) i peking, hun var einnig bara bordud med prjonum svo thetta hlytur ad fara ad koma hja okkur. (ondin var svadalega god btw) Svo af thvi madur a alltaf ad hlyda pabba sinum tha tok eg handahlaup a kinamurnum, hann sagdi mer ad taka handahlaup i hverju landi og er eg thvi buin ad handahlaupast baedi vid taj mahal og a kinamurnum. hressandi atridi alveg hreint.
annars er beijing eins og hver onnur storborg med tifoldum kringlum og smaralindum og MC og KFC a hverju horni. inn a milli leynast hins vegar litlar trongar gotur med gotusolum sem vilja endilega selja okkur eitthvert glingur og drasl. erum buin ad skoda tessa helstu stadi i peking og langadi ad fara til xian og skoda merkasta fornleifafund sidari ara, a heimsvisu, terra cotta hermennina sem stadid hafa alvopnadir asamt hestum sinum nedanjardar i 2300 ar. erum ad reyna ad boka flug med air china, gengur bara pinu illa med kinverskuna. tad er lika allt yfirfullt i allt sem heitir lest eda flugvel, tvi ar hundsins er ad renna upp her i kina 29. jan og ar haenunnar ad enda, tvi er svokallad vorfri tessa dagana og allir tessir 1.3 milljardar manns a ferd og flugi.
felagsfraedingurinn kemur upp i moggunni endrum og sinnum, satt ad segja oftar en hun atti von a fyrir thessa ferd. thad otrulegasta (enntha amk) er natturulega stada kvenna i indlandi, held i alvoru ad eg hafi tvisvar sed konu keyra farartaeki. thaer eru t.d. hvergi i afgreidslustorfum, hvorki a hotelum ne veitingastodum. thad komu frettir thegar vid vorum i delhi um ad nu hafi konur leyfi til ad starfa sem barthjonar og ad nu thegar hefdu nokkrar hafid storf. einnig var tekid vidtal vid eiganda veitingastadarins thar sem hann sagdi ad alltaf yrdi passad upp a ad karlmadur vaeri einnig a vakt ef einhver kynni ekki vid ad kona blandadi drykkinn! thad sem var mest slaandi i frettunum var ad konur i indlandi letu oft eyda fostri sinu ef um kvk fostur vaeri ad raeda, og ad svona fostureydingum vaeri alltaf ad fjolga. farid var yfir statistikk um fjolda kvk. faedinga vs. kk. og ad a sumum svaedum vaeri thetta ordid vandamal. th.e. ad of margir kk. vaeru um hverja kvk. hvad er malid eiginlega? thad versta er ad thad eru menntadar konur sem gera thetta!!!
einsog adur hefur komid fram var glapt alveg svakalega a okkur i indlandi, jadradi stundum vid misnotkun!! thad er greinilega hvorki talid donalegt ad glapa ne benda a folk i indlandi. annad er uppi a teningnum her i kina th.e. misnotkun af odru tagi, en kinverjum virdist lida best i mikilli mannthrong og finnst bara edlilegt ad standa alveg klesst upp vid thig. thetta hlytur ad vera afleiding af thessum mikla mannfjolda. vid t.d. stodum i rod a lestarstodinni og hvad eftir annad trod folk ser fyrir framan okkur af thvi thad voru nokkrir cm i kinverjann fyrir framan okkur, thurftum thvi ad beita ollum brogdum til ad halda okkur i rodinni til ad tala taknmal vid konuna i burinu. afgreidslukonan skildi ad sjalfsogdu ekki stakt ord i ensku frekar en adrir her og thar sem konan fyrir aftan okkur i rodinni kom ser svona lika thaegilega fyrir a bakinu a okkur sneri eg mer vid og spurdi hvort hun kynni ensku, thad var nu aldeilis ekki og hristi hun hausinn og brosti hringinn... nei hun bara faerdi sig naer mer ef eitthvad var!!!
their sem aetla a tonleikana i hollinni med henni kotu, geta skilad til hennar ad vid erum buin ad gera opinbera talningu a reidhjolunum herna, er verdur birt i china times, og thau eru ekki 9 million heldur miklu faerri, vildum bara hafa thetta a hreinu:)
jaeja thar sem saeti hundurinn a netkaffinu var ad miga a golfid vid taernar a okkur, tha latum vid tetta gott heita i bili...

fimmtudagur, janúar 19

beijing it is

skyldublogg - lata vita af ser.
thad var aldeilis ahugaverd sidasta faersla sem robbi postadi. ja svona gera theri thegar madur litur af theim stundarkorn. mer finnst hann hafa farid ansi frjalslega med stadreyndir - en skemmtileg frasogn samt:)

stadan er semsagt su ad her i kina getum vid ekki lesid blog sidur, ja thaer geta greinilega verid storhaettulegur pappir ad mati mao. en vid gatum farid inn a blogger siduna og skrifad, vona ad mer takist ad posta thessu thar sem allt a siduni er a kinversku -spurning hvort minnid se gott hja mer.

nu er thad
nytt land
ny thjodhetja a peningasedlunum
onnur tegund af mat
skitakuldi
ogedslega kalt
enginn sem kann ensku

later. m.

mánudagur, janúar 16

síðustu dagarnir í delhi

þeir hafa verið frekir rólegir síðustu dagarnir hérna í delhi. mannlífs rannsóknir og fleiri áhugaverðir staðir skoðaðir s.s. háskólinn (þar sem fimmtíuþúsund manns nema), dýragarðurinn ofl. við höfum nú reyndar lítið séð af möggunni, nema þá helst í byssukúluformi, skjótast á milli salerna með kinnarnar saman hertar. já við hefðum nú átt að gorta okkur minna af víkinga heilsunni og koníaks sullinu í fyrri pósti, held að við séum búin að afsanna þessa gömlu góðu kenningu með staupið kvölds og morgna:) en þökk sé áþekkum fyrirtækjum eins og vistor og actavis þá er iðrakveisan á bak og burt og allir við hestaheilsu.

nú tekur við ferðalag til næsta áfangastaðar og verðum komin þangað eftir rúman sólarhring og verðum þá átta klst. á undan fróni.

fréttir berast næst frá lýðveldinu kína.

góðar stundir...

fimmtudagur, janúar 12

upplifun indlands

þá erum við komin aftur í höfuðborgina eftir nokkurra daga golden triangle trip.
ætlum aðeins að slaka okkur hér eftir massívan túristaleiðangur, erfitt ad vakna alltaf svona snemma og leika túrista, full vinna bara. hahaha... þegar við yfirgáfum höfuðborgina var okkur svolítid létt, héldum að áreitið væri eittthvað minna í pink city og agra – bjartsýn! þad er einna helst hægt að líkja þessu við stríðsástand hér á götum úti um kvöld, það eru svooo margir heimilislausir sem þurfa að halda á sér hita um nætur með því að kveikja í dagblöðum og rusli að mengunin fer langt yfir mörk umhverfisstofnunar. ef maður hættir sér út á kvöldin angar maður eins og þegar ruslið var brennt í sveitinni í gamla daga. dæmigert líka þegar íslendingar ferðast um fjarlæg lönd og losna frá snjónum og rokinu, nei, þá er slegið hvert kulda metið á fætur öðru hér í delhi, ekki verið svona kalt í 70 ár – 70 ÁR. eins gott að maggan er vel sponseruð af spron í þessari ferð, argandi appelsínugula flíspeysan hefur haldið henni á lífi.

þetta er greinilega réttnefni á síðunni okkar, sjáum það alltaf betur og betur. ævintýrin bíða okkar á hverju götuhorni, öll skilningarvitin eru á yfirvinnutaxta í samræmi við álagið. í þessari ferð um sveitina var varla hægt að loka augunum í nokkrar sek. svo margt var þar að sjá, heyra og lykta! held að í restina hafi bílstjórinn verið farinn ad skilja eina og eina setningu í íslensku, s.s. “sjáðu, ég trúi þessu ekki, er þetta grín, hvað eru margir í þessu farartæki eiginlega” o.s.frv. þrátt fyrir að hafa keyrt yfir 1000 kílómetra þá var aldrei auðn eða enginn á ferli. þetta minnti okkur á lag – en nóg um það, jú annars, þetta minnir á lagið með sverri stormsker. allsstaðar er fólk.

það sem við erum búin að sjá og skoða með leiðsögumönnunum er hvert öðru fallegra. hof, moskur, hallir, trúartákn og gamlir munir – sagan hérna er SVO mikil. m.a. er forsetahöllin og allt svæðið sem tilheyrir henni alveg þvílíkt. fjöldinn allur af herbergjum, bókasöfn, salir og heilu kílómetrarnir af göngum – væri gaman að vita hvað indverska stjóranum, abdul kalam, fannst um bessastaðiJ en toppnum var auðvitað náð er við heimsóttum Taj Mahal við sólarupprás í gærmorgun. þetta einstaka listaverk, hlutföll þess, sjónhverfingar og hvert smáatriði sem hugsað hefur verið um við byggingu þess, gerir þennan stað fullkominn. að geta tjáð ást sína á einni manneskju á þennan hátt er eitthvað sem robbinn má taka sér til fyrirmyndarJ ekki hægt að hafa fleiri orð um þessa heimsókn, upplifunin og gæsahúðin hafa tæmt bankann með lýsingarorðunum... ekki skemmdi heldur fyrir að múslima hátíðin eid al-adha var í gær og fylgdumst við með þegar 20.000 múslimar báðu fyrir kóraninum í mosku við hliðina á Taj Mahal. þeir fóru svo allir til síns heima og fórnuðu einni geit í tilefni dagsins - tilkomumikil sjón.

við erum á hóteli í sömu götu og áður en ferðin hófst svo við erum farin að kannast við internetgaurinn í götunni og kaupmanninn á horninu sem selur okkur vatnið, frekar heimilislegt bara. þad er greinilegt ad indverjinn er lægri í loftinu en við (meðal indverji er ekki nema 165 cm), ekki nóg með ad lappirnar á robba nái útfyrir rúmid, heldur líka möggu lappir (og er hún nú ekki talin fylgja meðaltalinu:). já standardinn er ekki alveg sá sami í indlandi og á fróni, vorum á hinu fínasta hóteli en samt datt rafmagninu í hug að slá út endrum og sinnum, oftast blikkuðu bara ljósin en stundum fór það í lengri tíma. robbinn var fljótur í bakpokann að finna pínulítið vasaljós sem hann tók með, kíkti út á gang og þar voru indverjarnir með kerti, eitthvað að reyna að koma þessu í gagnið aftur. Sennilega er rafmagnsleysi algengt á þessum slóðum, því á hótelinu er risa díselvél sem fer í gang um kl.23 og er í gangi alla nóttina – með tilheyrandi hávaða og eyrnatöppum. einnig er nánast undantekningarlaust lítil vél fyrir utan hverja búð, svona ef eitthvað klikkar.

maturinn – já maturinn, maggatandoori er sko algjörlega í essinu sínu hér, ekki leiðinlegt að borða chicken, naan og rice upp á hvern dag, klikkar bara ekki. verst að geta ekki borðað það í hvert mál, því henni gengur ekki nógu vel að koma öðru niður. en eins og mamman segir þá hafa ekki margir (yfir fátæktarmörkum) dáið úr hungriJ heilsan er annars ágæt. robbinn er ágætur í bakinu en fyrir þá sem ekki vita, þá var keyrt í veg fyrir hann viku fyrir brottför og finnur focus því gjörónýturL maginn hefur ekki verið með nein stórmótmæli sjö-níu-þrettán. koníakið er tekið samviskusamlega kvölds og morgna (veit ekki hvað binnanum og geiranum finnst um svoleiðis spreð).

það erfiðasta við daginn í dag hefur svo verið að ýta á “pr” takkann á fjarstýringunni, halda á belladonnaskjalinu og passa að missa hana ekki á andlitiðJ tókum reyndar seinniparts labbitúr um hverfið okkar og smökkuðum á indverskum MC, þar reyndist vera tandoori kjúlli á milli kringlóttu brauðanna. en eins og allir vita þá er beljan heilög hér um slóðir og ekki látin verða á milli tannanna á fólki, heldur röltir meðal mannfólksins og fær að éta upp úr ruslinu – skrýtið!

finnst við vera orðin nokkuð sjóuð að ganga um götur borgarinnar og kippum okkur ekki eins mikið upp við alla athyglina sem við fáum, enda “ignore” factorinn í hámarki. fengum líka tips og tricks frá góðu fólki áður en við lögðum í´ann, takk vé og steJ erum bæði búin að smakka lassi og láta þvo af okkur á hótelinu. staffið á hótelunum er líka eins og búið var að segja okkur frá; bank bank, koma og kenna okkur að heita vatnið er hérna megin og kalda hinu megin á krananum. fimm mín seinna; bank bank, svona á að læsa hurðinni þegar þið farið út. fimm mín seinna; bank bank; má færa ykkur kaffi, etc.

ef þið hafið ekki fengið nóg af bullinu í okkur, þá getið þið kíkt á ferðafélaga okkar. þau ganga undir dulnefninu hjónin. þar er auðvitað um sömu upplifun að ræða í annarri frásögn og fleiri myndir.

nú er kominn tími til að rölta aftur á hótelið og spila ævintýra spilið kana, við hjónin.

góðar stundir...

miðvikudagur, janúar 11

simskeyti fra delhi!

komin aftur til delhi.stopp.robbi er buinn ad setja inn myndir.stopp.skrifum meira a morgunn.stopp.

laugardagur, janúar 7

Delhi - Dagur 2

Já Delhi hefur alveg staðið undir væntingum. Í þessari stórborg búa
16 milljón manns og 75% af þeim búa við fátækt. Það hefur svosem ekki farið fram hjá okkur, því betlarar og götusalar eru um allt og hafa ekki látið okkur í friði frá fyrstu mínútu, eftir að hafa talið í okkur kjark og yfirgáfum hótelið í gærmorgun. Þá var “frír” dagur og ætlunin að labba í miðbæinn sem var víst heldur mikil bjartsýni. Skítugar götur, beljur á rölti og “auto rickshaw” bílstjórar (rickshaw eru leigubílar þeirra Delhi búa) byrjaðir að vingast við okkur. Eftir 100m göngu og 10 vingjarnleg boð skelltum við okkur upp í og brunuðum, að við héldum í miðbæinn. Komum á einhvern allt annan stað auðvitað þar sem við röltum um og reyndum að brynja okkur líkamlega og sálarlega frá uppáþrengjandi götusölunum. Það var ekki fyrr en við fundum Pizza Hut í travelguide bókinni og báðum einn rickshawarann að skutla okkur þangað (eftir að hafa prúttað) að hlutirnir fóru að gerast.

Fólsksfjöldinn, lyktin og umferðar Ómenningin er náttúrulega bara ótrúleg hérna, t.d. eru 2 akreinar í aðra áttina á einhverjum vegi, en það er 6 föld röð af bílum, rickshaw, reiðhjólum, beljum og fólki og allir komast leiðar sinnar á einhvern óskiljanlegan hátt. Að flauta í umferðinni hér er jafn sjálfsagt og fyrir okkur að depla auga, þvílíkur hávaðinn… en fólkið er yfirleitt vingjarnlegt og sýnir okkur aldrei neina árásar tilhneigingu. Til dæmis fékk Róbert comment frá einum Indverjanum í gær sem kallaði á eftir honum (segist með framburði eins og kaupmaðurinn Abu í Simpsons myndi segja) “you look like Ghandi, with no hair”. Maður getur nú ekki annað en tekið því sem hrósi, held að innfæddum finnist jafnspennandi að sjá okkur náhvíta Íslendingana eins og okkur að sjá þá.

Deginum í dag erum við svo búin að eyða með Manish Nagar, Indverskum leiðsögumanni og Mr. Rhandi bílstjóra. Þeir eru búnir að keyra með okkur um bæði gömlu og nýju Delhi þar sem skoðuð hafa verið hof, moskur og Indverskt mannlíf eins og það það gerist í raunveruleikanum. Erum mun fróðari um sögu og trú Indverjanna. Dýrin hafa líka sett mark sitt á daginn, íkornar, fílar og Cobra slanga utan um hálsinn á Róberti er bara brot af upplifun dagsins.

Check out er svo klukkan 9 í fyrramálið þar sem lagt verður í 6 tíma ferð til Jaipur og er 300 Km suður af Delhi.

Lofum myndum næst er við komumst í samband...

föstudagur, janúar 6

Namaste

Vid erum komin til Delhi. Vid erum komin til Delhi (klipa i handlegg til ad vera viss), otrulegt alveg hreint. Eitthvad sem hefur verid svo fjarlaegt. Er tha ekki seinna vaenna en byrja sem od vaeri ad blogga, ekki viljum vid ad luxarinn kalli strax a bjorgunarsveitina:)

Ekki thurfti annad en eitt skref ut ur velinni til ad finna ad allt var different, flugstodin med marmara veggi, rosott teppi a golfum og einstaklega hressandi hindu musik:) frekar spes.
Thad minnti einna helst a gripa syningu thegar vid gengum i gegnum mottokusalinn a flugstodinni, skriljon indverjar misstu sig i glapinu og var einsog einhver celeb vaeri a ferdinni (eg tok nu bara "right backa at you" a thetta, thvi fyrir mer their jafn skritnir og eg fyrir theim). Mikill lettir thegar vid saum ad einhver var ad saekja okkur (attum svosem von a thvi, en allt getur gerst), brunad med okkur a hotel thar sem hvorki meira ne minna en 7 stykki indverja thurfti til ad tekka okkur inn og koma okkur inn a herbergi.
Annars bara allir gladir herna megin, finnst vid buin ad afreka mikid i dag ad finna baedi pizza hut og internet. Svo nu er bara spennandi hvort vid rotum aftur a hotelid!?!

Namaste, M.