laugardagur, janúar 21

eru 9 million bicycles i beijing?

er komin med stadfestingu fra luxaranum ad sidasti postur hafii skilad ser og thvi ekki ur vegi ad setja inn eitthvad meira, imynda mer ad folk se farid ad thyrsta eftir frettum hehe. vid getum ekki skodad siduna fyrr en vid yfirgefum landid n.k. midvikudag, vil samt bidja alla sem villast hingad inn ad skilja eftir sig ummerki i hvers kyns formi thad er nefnilega svooo skemmtilegt, vid lesum thad svo bara i tailandi.
ja thad er otrulegt ad vera staddur i svona kommunistariki thar sem homlurnar eru svona miklar. erum buin ad labba nokkrum sinnum yfir torg hins himneska fridar og madur truir thvi varla ad nokkur hundrud mans hafi latid thar lifid fyrir ekki svo morgum arum (89) i fridsomum motmaelum thar sem farid var fram grundvallarmannrettindi eins og tru- og malfrelsi. kinversk yfirvold gera greinilega allt sem their geta til ad koma i veg fyrir ad motmaeli i einhverju formi geti att ser stad a torginu, svona margar oryggismyndavelar, verdi og loggur, baedi einkennisklaedda og oeinkennisklaedda hef eg aldrei sed.
he who has not climbed the great wall is not a true man. (mao zedong).
skokkudum thvi a murinn i gaer:) thratt fyrir heidarlega tilraun til ad taka almenningsbusinn thangad uppeftir tha fundum vid hann ekki, forum thvi i turhesta rutu med 50 odrum kinverjum og kinverskum guide, innifalid var ekta kinverskur lunch og saum vid tha fleiri bakpakkara (e. backpackers) koma ut ur rutuni. hittum par fra astraliu sem er i 12 manada round the world trip og thyskt par fra freiburg i viku ferd i peking. oll hofdum vid lesid i lonley planet bokunum ad best vaeri ad taka almennings rutuna sem enginn fann. vid satum saman i lunchinum og reyndum eftir bestu getu ad borda med prjonunum, get amk fullyrt ad ekkert okkar var mett eftir tho thessar 30min sem vid hofdum til ad skofla i okkur grjonunum. thetta var samt maltid numer tvo sem eingongu var snaedd med prjonum thvi einsog log gera rad fyrir tha erum vid buin ad fa okkur peking ond (sem var nr.109901 sem eldud var a tessum stad fra 1864, ondin var samt ekki fra 1864:) i peking, hun var einnig bara bordud med prjonum svo thetta hlytur ad fara ad koma hja okkur. (ondin var svadalega god btw) Svo af thvi madur a alltaf ad hlyda pabba sinum tha tok eg handahlaup a kinamurnum, hann sagdi mer ad taka handahlaup i hverju landi og er eg thvi buin ad handahlaupast baedi vid taj mahal og a kinamurnum. hressandi atridi alveg hreint.
annars er beijing eins og hver onnur storborg med tifoldum kringlum og smaralindum og MC og KFC a hverju horni. inn a milli leynast hins vegar litlar trongar gotur med gotusolum sem vilja endilega selja okkur eitthvert glingur og drasl. erum buin ad skoda tessa helstu stadi i peking og langadi ad fara til xian og skoda merkasta fornleifafund sidari ara, a heimsvisu, terra cotta hermennina sem stadid hafa alvopnadir asamt hestum sinum nedanjardar i 2300 ar. erum ad reyna ad boka flug med air china, gengur bara pinu illa med kinverskuna. tad er lika allt yfirfullt i allt sem heitir lest eda flugvel, tvi ar hundsins er ad renna upp her i kina 29. jan og ar haenunnar ad enda, tvi er svokallad vorfri tessa dagana og allir tessir 1.3 milljardar manns a ferd og flugi.
felagsfraedingurinn kemur upp i moggunni endrum og sinnum, satt ad segja oftar en hun atti von a fyrir thessa ferd. thad otrulegasta (enntha amk) er natturulega stada kvenna i indlandi, held i alvoru ad eg hafi tvisvar sed konu keyra farartaeki. thaer eru t.d. hvergi i afgreidslustorfum, hvorki a hotelum ne veitingastodum. thad komu frettir thegar vid vorum i delhi um ad nu hafi konur leyfi til ad starfa sem barthjonar og ad nu thegar hefdu nokkrar hafid storf. einnig var tekid vidtal vid eiganda veitingastadarins thar sem hann sagdi ad alltaf yrdi passad upp a ad karlmadur vaeri einnig a vakt ef einhver kynni ekki vid ad kona blandadi drykkinn! thad sem var mest slaandi i frettunum var ad konur i indlandi letu oft eyda fostri sinu ef um kvk fostur vaeri ad raeda, og ad svona fostureydingum vaeri alltaf ad fjolga. farid var yfir statistikk um fjolda kvk. faedinga vs. kk. og ad a sumum svaedum vaeri thetta ordid vandamal. th.e. ad of margir kk. vaeru um hverja kvk. hvad er malid eiginlega? thad versta er ad thad eru menntadar konur sem gera thetta!!!
einsog adur hefur komid fram var glapt alveg svakalega a okkur i indlandi, jadradi stundum vid misnotkun!! thad er greinilega hvorki talid donalegt ad glapa ne benda a folk i indlandi. annad er uppi a teningnum her i kina th.e. misnotkun af odru tagi, en kinverjum virdist lida best i mikilli mannthrong og finnst bara edlilegt ad standa alveg klesst upp vid thig. thetta hlytur ad vera afleiding af thessum mikla mannfjolda. vid t.d. stodum i rod a lestarstodinni og hvad eftir annad trod folk ser fyrir framan okkur af thvi thad voru nokkrir cm i kinverjann fyrir framan okkur, thurftum thvi ad beita ollum brogdum til ad halda okkur i rodinni til ad tala taknmal vid konuna i burinu. afgreidslukonan skildi ad sjalfsogdu ekki stakt ord i ensku frekar en adrir her og thar sem konan fyrir aftan okkur i rodinni kom ser svona lika thaegilega fyrir a bakinu a okkur sneri eg mer vid og spurdi hvort hun kynni ensku, thad var nu aldeilis ekki og hristi hun hausinn og brosti hringinn... nei hun bara faerdi sig naer mer ef eitthvad var!!!
their sem aetla a tonleikana i hollinni med henni kotu, geta skilad til hennar ad vid erum buin ad gera opinbera talningu a reidhjolunum herna, er verdur birt i china times, og thau eru ekki 9 million heldur miklu faerri, vildum bara hafa thetta a hreinu:)
jaeja thar sem saeti hundurinn a netkaffinu var ad miga a golfid vid taernar a okkur, tha latum vid tetta gott heita i bili...

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Magga mín, þú átt eftir að gefa út einhverja stórkostlega félagsfræðilega skýrslu um þetta allt saman þegar þú kemur heim úr ferðinni :)

Gaman að heyra frá ykkur og haldið áfram að skemmta ykkur vel en passið ykkur á fuglunum!!!

10:19  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Gott að allt gengur vel í Kína og að það er pláss fyrir handahlaupara á múrnum.
Kveðjur úr Hvannalundi.

13:41  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Gaman að heyra frá ykkur elskurnar mínar að allt gangi vel. þið talið ekki um veðrið þarna úti enda sér afi um það, hann segir að það sé mikill snjór og kuldi. Honum lýst ekkert á tíðina og telur ykkur óheppin með veðrið. En ég segi þið eruð öllu vön töffarnir frá Fróni.Njótið ykkar, en farið varlega.
Kær kveðja úr Koppagötunni

16:21  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Thad er bara hrein skynsemi ad bída med ad hleypa konunum ad og thetta vita their tharna í fornu menningarveldunum. Hafa fylgst stoiskir med thessum hamagang í rettindum kvenna á vesturlondum og sja hvort thetta er skynsamlegt. Mer thykir mest undarlegt ad their hafi hleypt theim i gang midad vid reynslu hedan ur hinum ,,uppfraedda heimi" en kannski erum vid remburnar í vestri haett ad sja trein fyrir skoginum.

19:50  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Gaman að lesa ferðasögurnar hjá ykkur og fylgjast með heims-handahlaupunum. Ég sá mynd af Robba á blogginu hjá Inda og Laufey í alveg hreint stór glæsilegum Indverskum brúnum slopp ásamt höfuðfati. Robbi - ég vona að þú hafir ekki gert sömu mistök og við gerðum í Marokkó heldur fjárfest í gripnum !

Bestu kveðjur frá Króknum,
Ísak, Pálína og Íris Antonía.

11:30  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hæ hæ, vildi bara kvitta fyrir komuna á síðuna ykkar. Mjög gaman að lesa ferðasöguna og fylgjast með. Góða skemmtun og gangi ykkur vel, þetta er æðislegt ævintýri.
kv. Bryndís Jónasd.

16:30  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

lov jú, miss jú, sí jú
Gaman að fylgjast með
Kveðja Pétur Yfirstrumpur og fjölskylda

18:39  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Ég er búinn að vera mjög duglegur að koma á síðuna og fylgjast með en ég hef alveg gleymt þessum comment fídus.

Gaman að lesa um ævintýrin ykkar.

Bestu kveðjur af Tunguveginum.

Baldvin, Eva og Hrafnhildur.

01:08  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Halló krakkar, mjög gaman að fylgjast með ykkur hérna á síðunni, þvílíkt ævintýri :) kv. Kristjana

12:57  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Þú ert alveg yndislegur bloggari Magga mús. Gaman að taka félagsfræðinginn á þetta og alveg nauðsynlegt að fá að fylgast með öðrum netkaffihúsagestum :-)
Ásta

15:14  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Ég vil taka undir hjá síðasta commentara að það er mjög gaman að lesa bloggin hjá ykkur og maður sér sumar frásagnirnar alveg myndrænt í huganum. Enn fremur vil ég segja ykkur að ég sakna ykkar mjög mikið! Haldið áfram að njóta lífsins :)
kv. Beta Rán

18:32  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Ég er nú bara að spá í að reyna að ná útgáfusamning á ferðasögu ykkar þegar henni loks lýkur. Hefði aldrei trúað að það væri hægt að hamra svona mikið inn á net-cafe úti í honum stóra heimi. Varð t.d. að fórna fyrirlestri til að lesa þessa færslu !!!! Gangi ykkur ævinlega sem allra best, Kv. GRB

15:45  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Djö væri ég til í að vera þarna í peking líka.

Skemmtið ykkur vel þarna úti og verið dugleg að drita lýsingum á öllu saman hérna inn.

kv. anna Þóra

00:39  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...


Vildi bara láta ykkur hafa nýjustu fréttir af Kína úr fréttablaðinu í morgun. Sala á fullorðinsbleyjum hefur aukist um 50% af tilefni áramótanna þar í landi. Það er víst svo erfitt að ferðast um Kína á þessum árstíma og brögð eru að að seldir séu fleiri farmiðar en lestarnar gera ráð fyrir og því ekki alltaf hægt að komast á WC. Magga mín og Robbi, ef þið eruð enn að spá í Xien þá mæli ég með að þið kippið einum bleyjupakka með ykkur (ég tala nú ekki um ef Magga fer að taka upp á því að endurtaka Indlandsatriðið :-).
Kv. Ásta.
P.S. Árshátíð Sóldögg verður á Grillinu þann 4 feb. Þið verðið með okkur í anda og við skálum fyrir ykkur.

09:45  

Skrifa ummæli

<< Home