fimmtudagur, janúar 12

upplifun indlands

þá erum við komin aftur í höfuðborgina eftir nokkurra daga golden triangle trip.
ætlum aðeins að slaka okkur hér eftir massívan túristaleiðangur, erfitt ad vakna alltaf svona snemma og leika túrista, full vinna bara. hahaha... þegar við yfirgáfum höfuðborgina var okkur svolítid létt, héldum að áreitið væri eittthvað minna í pink city og agra – bjartsýn! þad er einna helst hægt að líkja þessu við stríðsástand hér á götum úti um kvöld, það eru svooo margir heimilislausir sem þurfa að halda á sér hita um nætur með því að kveikja í dagblöðum og rusli að mengunin fer langt yfir mörk umhverfisstofnunar. ef maður hættir sér út á kvöldin angar maður eins og þegar ruslið var brennt í sveitinni í gamla daga. dæmigert líka þegar íslendingar ferðast um fjarlæg lönd og losna frá snjónum og rokinu, nei, þá er slegið hvert kulda metið á fætur öðru hér í delhi, ekki verið svona kalt í 70 ár – 70 ÁR. eins gott að maggan er vel sponseruð af spron í þessari ferð, argandi appelsínugula flíspeysan hefur haldið henni á lífi.

þetta er greinilega réttnefni á síðunni okkar, sjáum það alltaf betur og betur. ævintýrin bíða okkar á hverju götuhorni, öll skilningarvitin eru á yfirvinnutaxta í samræmi við álagið. í þessari ferð um sveitina var varla hægt að loka augunum í nokkrar sek. svo margt var þar að sjá, heyra og lykta! held að í restina hafi bílstjórinn verið farinn ad skilja eina og eina setningu í íslensku, s.s. “sjáðu, ég trúi þessu ekki, er þetta grín, hvað eru margir í þessu farartæki eiginlega” o.s.frv. þrátt fyrir að hafa keyrt yfir 1000 kílómetra þá var aldrei auðn eða enginn á ferli. þetta minnti okkur á lag – en nóg um það, jú annars, þetta minnir á lagið með sverri stormsker. allsstaðar er fólk.

það sem við erum búin að sjá og skoða með leiðsögumönnunum er hvert öðru fallegra. hof, moskur, hallir, trúartákn og gamlir munir – sagan hérna er SVO mikil. m.a. er forsetahöllin og allt svæðið sem tilheyrir henni alveg þvílíkt. fjöldinn allur af herbergjum, bókasöfn, salir og heilu kílómetrarnir af göngum – væri gaman að vita hvað indverska stjóranum, abdul kalam, fannst um bessastaðiJ en toppnum var auðvitað náð er við heimsóttum Taj Mahal við sólarupprás í gærmorgun. þetta einstaka listaverk, hlutföll þess, sjónhverfingar og hvert smáatriði sem hugsað hefur verið um við byggingu þess, gerir þennan stað fullkominn. að geta tjáð ást sína á einni manneskju á þennan hátt er eitthvað sem robbinn má taka sér til fyrirmyndarJ ekki hægt að hafa fleiri orð um þessa heimsókn, upplifunin og gæsahúðin hafa tæmt bankann með lýsingarorðunum... ekki skemmdi heldur fyrir að múslima hátíðin eid al-adha var í gær og fylgdumst við með þegar 20.000 múslimar báðu fyrir kóraninum í mosku við hliðina á Taj Mahal. þeir fóru svo allir til síns heima og fórnuðu einni geit í tilefni dagsins - tilkomumikil sjón.

við erum á hóteli í sömu götu og áður en ferðin hófst svo við erum farin að kannast við internetgaurinn í götunni og kaupmanninn á horninu sem selur okkur vatnið, frekar heimilislegt bara. þad er greinilegt ad indverjinn er lægri í loftinu en við (meðal indverji er ekki nema 165 cm), ekki nóg með ad lappirnar á robba nái útfyrir rúmid, heldur líka möggu lappir (og er hún nú ekki talin fylgja meðaltalinu:). já standardinn er ekki alveg sá sami í indlandi og á fróni, vorum á hinu fínasta hóteli en samt datt rafmagninu í hug að slá út endrum og sinnum, oftast blikkuðu bara ljósin en stundum fór það í lengri tíma. robbinn var fljótur í bakpokann að finna pínulítið vasaljós sem hann tók með, kíkti út á gang og þar voru indverjarnir með kerti, eitthvað að reyna að koma þessu í gagnið aftur. Sennilega er rafmagnsleysi algengt á þessum slóðum, því á hótelinu er risa díselvél sem fer í gang um kl.23 og er í gangi alla nóttina – með tilheyrandi hávaða og eyrnatöppum. einnig er nánast undantekningarlaust lítil vél fyrir utan hverja búð, svona ef eitthvað klikkar.

maturinn – já maturinn, maggatandoori er sko algjörlega í essinu sínu hér, ekki leiðinlegt að borða chicken, naan og rice upp á hvern dag, klikkar bara ekki. verst að geta ekki borðað það í hvert mál, því henni gengur ekki nógu vel að koma öðru niður. en eins og mamman segir þá hafa ekki margir (yfir fátæktarmörkum) dáið úr hungriJ heilsan er annars ágæt. robbinn er ágætur í bakinu en fyrir þá sem ekki vita, þá var keyrt í veg fyrir hann viku fyrir brottför og finnur focus því gjörónýturL maginn hefur ekki verið með nein stórmótmæli sjö-níu-þrettán. koníakið er tekið samviskusamlega kvölds og morgna (veit ekki hvað binnanum og geiranum finnst um svoleiðis spreð).

það erfiðasta við daginn í dag hefur svo verið að ýta á “pr” takkann á fjarstýringunni, halda á belladonnaskjalinu og passa að missa hana ekki á andlitiðJ tókum reyndar seinniparts labbitúr um hverfið okkar og smökkuðum á indverskum MC, þar reyndist vera tandoori kjúlli á milli kringlóttu brauðanna. en eins og allir vita þá er beljan heilög hér um slóðir og ekki látin verða á milli tannanna á fólki, heldur röltir meðal mannfólksins og fær að éta upp úr ruslinu – skrýtið!

finnst við vera orðin nokkuð sjóuð að ganga um götur borgarinnar og kippum okkur ekki eins mikið upp við alla athyglina sem við fáum, enda “ignore” factorinn í hámarki. fengum líka tips og tricks frá góðu fólki áður en við lögðum í´ann, takk vé og steJ erum bæði búin að smakka lassi og láta þvo af okkur á hótelinu. staffið á hótelunum er líka eins og búið var að segja okkur frá; bank bank, koma og kenna okkur að heita vatnið er hérna megin og kalda hinu megin á krananum. fimm mín seinna; bank bank, svona á að læsa hurðinni þegar þið farið út. fimm mín seinna; bank bank; má færa ykkur kaffi, etc.

ef þið hafið ekki fengið nóg af bullinu í okkur, þá getið þið kíkt á ferðafélaga okkar. þau ganga undir dulnefninu hjónin. þar er auðvitað um sömu upplifun að ræða í annarri frásögn og fleiri myndir.

nú er kominn tími til að rölta aftur á hótelið og spila ævintýra spilið kana, við hjónin.

góðar stundir...

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Gaman að lesa, gaman að lesa. Ó hvað þetta er allt skemmtilegt hjá ykkur, vild'ég væri þarna líka - en er það svona næstum því eftir þennan lestur og myndaskoð, er hægt að setja inn lyktar"fæl" á síðuna líka?
Hafið áfram gaman og gott.
kv. esig
Ps.NMH fannst þið flott á Júmbó-baki og með slönguna Robbi, en Magga varstu hrædd við apana?

15:41  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hæ hæ lúxarar, júmbó stóð sig vel og jú magga var pínu hrædd við apana, voru svakalega frekir (eigandi apans líka). erum fegin að hitinn sé ekki meiri, þá fyndir þú örugglega lyktina til lúx...

vorum að skoða áramóta myndir á barnalandi, missjúalot, LOVE YOU NÍNA:)

15:46  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Mikið djöfulli takið þið ykkur vel út þarna....það er greinilegt að þið eruð fædd í þetta "Jobb". Ég sé að Róbert er vel undirbúin fyrir þennan menningarheim, enda uppalinn í Húnavatnssýslunni !!! Þetta hlýtur að vera meira menningarsjokk fyrir Margréti :) Bestu kveðjur frá Gummanum ykkar (M.v. rithátt ykkar)

16:29  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Vona að þið verðið alltaf svona dugleg að skrifa til okkar sem erum hérna í hversdagsleikanum ;)Gott að heyra að Róbert sé góður til heilsunnar. Skemmtið ykkur vel.
Saknaðarkveðjur,
Beta Rán

16:37  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Gaman að lesa og flottar myndir.
Hér er snjor og kuldi og Rósa var í sínu fyrsta lestrarprófi í dag.
Kveðja úr blokkinni

17:21  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Þetta er stórskemmtilegt hjá ykkur.
Hér á landinu góða er allt með hefðbundnum hætti.
Kv.
SJÁ+ARS

17:45  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Blessaður Robbi - takk fyrir skemmtilegar lýsingar og myndir, það eru margir hérna að fylgjast með ævintýrinu ykkar. Mér þykir samt leiðinlegt að trufla, en getur þú sagt mér hvar lykillinn góði sem við fengum lánaðan í október er? Þorgeir var að skamma mig og vill fá hann aftur :( Annars er allt gott að frétta, það snjóaði loksins að ráði í nótt, þannig að það er komin aðeins meiri birta í skammdegið hérna ;)

14:32  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Kveðja frá starfsfólki Samorku.
Allt á kafi í snjó hér

14:46  
Blogger ********** hafði þetta að segja...

Ótrúlega gaman að lesa frá ykkur, þetta er bara eins og að vera á staðnum:) samt týpiskt auðvitað að lenda akkúrat í einhverju kuldakasti ílandi þar sem yfirleitt er steikjandi hiti.

gangi ykkur vel

23:21  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hæ, ég sá svo seint sms-ið frá ykkur (betra að senda til HÞS). Reynið aftur... sem fyrst...
Hver er annars dagskráin ykkar? Er Kína að nálgast?

20:14  

Skrifa ummæli

<< Home