mánudagur, janúar 30

laos

maggan og robbinn komin til höfuðborg laos, vientiane. ferðalagið til nong khai gekk vel með lestinni, ekkert mál að sofa svona í kojum með fjörtíu öðrum úttlendingum í vagni. klóstið var spes, mjög spes, venjulegt klósett en bara gat beint niður á teinana (hlýtur að vera blómlegt þar um slóðir:) komum snemma á áfangastað og í einhverju móki létum við túk-túkkara (rickshaw - leigubílar þeirra tælendinga) skutla okkur á gistiheimili sem talað var um í lonely planet bókinni (biblían skiluru), flestir í lestinni fóru beint yfir landamærin til laos en okkur langaði aðeins að skoða þennan bæ.
urðum aldeilis ekki fyrir vonbrigðum. þvílík paradís sem þetta gistiheimili var, æðislegur garður með hengirúmum og herbergið var sér bungalow í miðjum garðinum. hvert herbergi var með sérstaka bók sem maður skrifaði sjálfur matarpantanir í og fór með inn í eldhús og sjálfsafgreiðsla úr kæliskápnum. leigðum vespu og krúsuðum um bæinn í vinstri umferðinni, skoðuðum m.a. garð með risastórum trúarstyttum bæði búdda og hindú, fórum í sund og á kvöldmarkaðnum borðaður kvöldmatur með öðrum bæjarbúum.
talandi um lonely planet bækurnar, þetta er náttúrulege bara snilld.
indland - stendur að leigubíla rickshawarnir keyri mann eitthvað allt annað en beðið er um = lentum í því.
kína - á aðaltúristastöðum er fólk sem segist vera english and chinese art student og vill endilega fá mann með sér í einhvern fjandans sal að skoða listaverk - lentum ca. þrjátíu sinnum í því að einhver kom að tala við okkur (btw. þetta virtist eina kínverska fólkið sem kunni ensku!!).
thailand - hjá golden palace (svona must see staður) eru rosalega vel klæddir menn sem reyna að nappa mann áður en komið er að innganginum og segja að það sé lokað í dag eða að maður sé ekki proper dressed til að fara þarna inn og verði að koma aftur á morgun. = vilja að maður geri eitthvað annað sem þeir hagnast á. því segjum við: allir að fá sér lonely ef þeir ætla að ferðast;)
lögðum af stað til laos um hádegi, aðrir á gistiheimilinu lögðu af stað fyrir allar aldir, en við íslendingarnir erum nú ekki þessar árrisulu týpur og tókum því rólega. enda óþarfi að vera með eitthvað stress hér í laos, þvílík rólegheit hef ég ekki séð áður. sniðug þessi landamæri við friendship bridge, en það er brúin er tengir thailand og laos, allskonar serímóníur til að fá hina ýmsu stimpla. fara í röð og bíða lengi, fara í aðra röð, bíða lengur. nei þá vantar eitthvert plagg sem á eftir að fylla út!! aftur í röð - þolinmæði þrautir vinnur allar.
löbbuðum svo á milli gistiheimila þegar í höfuðborgina var komið í leit að gistingu, erum að borga 4usd fyrir herbergið (húff, förum á hausinn bara), það er ekki hægt að kalla þetta neina höll krakkar mínir. þökkum því jóhönnu í vistor fyrir dótið sem hún sendi okkur með, það verður notað í nótt:)
þegar við höfðum sett dótið inn á herbergi var ekki annað hægt en fara út(úr fangelsis herberginu) - og inn aftur(ekki inn á herbergi samt)...fundum þetta internet og bíðum eftir að mesti hitinn gangi yfir.
höfðinginn var skilinn eftir í bangkok, bakpokinn hans robba gengur undir því nafni sko (girls, pokinn sem keyptur var usa). erum því með minimum farangur núna. lady lísabet er ekki full einu sinni (það er sko pokinn möggu) og svo erum við með dagpokann en hann heitir litli kall.
jæja, hitinn farinn að minnka og þá ekki annað í stöðuni en prófa bjórinn þeirra, hann heitir beerlao og á að vera sérstaklega ljúffengur mjöður. carlsberg keypti um árið 25% í honum til að komast að leyndarmálinu. (allt skv. lonley sko).
erum búin að bæta texta við síðustu myndir, svona ykkur til fróðleiks. einnig fyrir þá sem hugsa hvar í andsk.... laos eða vientiane sé niðurkomið í heiminum, þá er hlekkur efst til hægri á síðunni okkar (við erum stödd). hann vísar á mapquest.com og hægra megin á þeirri síðu má þysja inn og út fyrir nánari staðsetningu.
stundir góðar...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hæhæ,
gaman að sjá myndir, maður er búinn að vera bíða lengi! Það lítur út fyrir að það sé kaldara hjá ykkur en hjá mér pa lille island...
Hafið það gott - það lítur út fyrir að þið séuð verulega að njóta ferðarinnar :)
kv. Þyrí

18:16  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Fylgjumst spennart með og skoðum myndir.
Kveðja úr +7 stiga hita.
Rósa og Sunna, Héðinn er í Gautó

18:17  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Það er svo gaman að lesa bloggið ykkar, og myndirnar eru alveg frábærar. Skemmtið ykkur ógó vel greinilega og lendið í fullt af ævintýrum

19:26  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hvað getur mað svo sem sagt....Gumminn ykkar er orðlaus yfir öllu þessu....og þannig er nú það.

21:55  

Skrifa ummæli

<< Home