laugardagur, janúar 7

Delhi - Dagur 2

Já Delhi hefur alveg staðið undir væntingum. Í þessari stórborg búa
16 milljón manns og 75% af þeim búa við fátækt. Það hefur svosem ekki farið fram hjá okkur, því betlarar og götusalar eru um allt og hafa ekki látið okkur í friði frá fyrstu mínútu, eftir að hafa talið í okkur kjark og yfirgáfum hótelið í gærmorgun. Þá var “frír” dagur og ætlunin að labba í miðbæinn sem var víst heldur mikil bjartsýni. Skítugar götur, beljur á rölti og “auto rickshaw” bílstjórar (rickshaw eru leigubílar þeirra Delhi búa) byrjaðir að vingast við okkur. Eftir 100m göngu og 10 vingjarnleg boð skelltum við okkur upp í og brunuðum, að við héldum í miðbæinn. Komum á einhvern allt annan stað auðvitað þar sem við röltum um og reyndum að brynja okkur líkamlega og sálarlega frá uppáþrengjandi götusölunum. Það var ekki fyrr en við fundum Pizza Hut í travelguide bókinni og báðum einn rickshawarann að skutla okkur þangað (eftir að hafa prúttað) að hlutirnir fóru að gerast.

Fólsksfjöldinn, lyktin og umferðar Ómenningin er náttúrulega bara ótrúleg hérna, t.d. eru 2 akreinar í aðra áttina á einhverjum vegi, en það er 6 föld röð af bílum, rickshaw, reiðhjólum, beljum og fólki og allir komast leiðar sinnar á einhvern óskiljanlegan hátt. Að flauta í umferðinni hér er jafn sjálfsagt og fyrir okkur að depla auga, þvílíkur hávaðinn… en fólkið er yfirleitt vingjarnlegt og sýnir okkur aldrei neina árásar tilhneigingu. Til dæmis fékk Róbert comment frá einum Indverjanum í gær sem kallaði á eftir honum (segist með framburði eins og kaupmaðurinn Abu í Simpsons myndi segja) “you look like Ghandi, with no hair”. Maður getur nú ekki annað en tekið því sem hrósi, held að innfæddum finnist jafnspennandi að sjá okkur náhvíta Íslendingana eins og okkur að sjá þá.

Deginum í dag erum við svo búin að eyða með Manish Nagar, Indverskum leiðsögumanni og Mr. Rhandi bílstjóra. Þeir eru búnir að keyra með okkur um bæði gömlu og nýju Delhi þar sem skoðuð hafa verið hof, moskur og Indverskt mannlíf eins og það það gerist í raunveruleikanum. Erum mun fróðari um sögu og trú Indverjanna. Dýrin hafa líka sett mark sitt á daginn, íkornar, fílar og Cobra slanga utan um hálsinn á Róberti er bara brot af upplifun dagsins.

Check out er svo klukkan 9 í fyrramálið þar sem lagt verður í 6 tíma ferð til Jaipur og er 300 Km suður af Delhi.

Lofum myndum næst er við komumst í samband...

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

NINA
TIL: ROBBA SÆTA OG MÖGGU MÚS.


HLAKKA TIL 17/2!

18:56  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hæhæ

21:48  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

HæHæ þetta er rosalega gaman að geta fylgst svona með ykkur daglega. þar yrði nú læglegt ef að þú breyttist í Simpsons Indverja Robbi minn. Gangi ykkur vel á morgunn að skoða ykkur um.
knús Sigga mamma

23:06  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Frábært að fylgjast með ykkur þarna, þið eruð molar. læt ykkur vita af nýja bílnum seinna - ekki slæmur hehe. hafið það sem allra allra allra allra best---love you
Pétur og fjölskylda Gravarvoginum

23:59  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Heil og sæl!
Leigjandinn er komin í hús, þetta er greinilegur öðlingur úr Þrændalögum, þurfið ekki að hafa áhyggjur af honum.
Gaman að fylgjast með ykkur, við sjáum ykkur í anda.
kv. ARSSJÁ

12:29  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Treystid engum... their eru odruvisi og skilja okkur ekki, passid ykkur á theim... svo er reyndar hugmynd ad nota ser fraegdina, gandhi var vist einhver svaka kall tharna uti... og bradmyndarlegur segja sogurnar... Notadu thetta Robbi, notadu thetta, og ja goda ferd, kv Natturuprinsinn

17:49  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Gaman að lesa ferðasöguna frá ykkur svona "live". Gangi ykkur vel með ferðalagið framundan.

21:15  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hæhæ krakkar mínir! Gaman að fá að fylgjast með, hlakka til að fá að sjá myndir (Eina af Margréti í stuttbuxum takk fyrir :) )
kv. Þyrí

11:10  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

bjartsyn thyri! maggan fer sko ekki a stuttbuxurnar strax. her er skitakuldi (20 gradur mest yfir daginn) hefur ekki verid svona kalt i 70 ar!!! thad kom ising a bilrudur i delhi i nott og tv-id var ad utskyra hvad thetta er!!!
brrr.
kv. maggatandoori.

14:12  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hlakka til að heyra meira frá ykkur og skoða myndir :) Ég er búin að hugsa mikið til ykkar!

kv. Beta Rán

16:34  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Gangi ykkur vel i Indlandi og i ferdalaginu, mun fylgjst med ykkur. Indland er frabaert land og maturinn aedislegur. Ekki lata Indverja fara i taugarnar a ykkur og ekki aesa sig, bara brosa.

Kvedja Gunnar (www.utlond.blogspot.com)

13:39  

Skrifa ummæli

<< Home