föstudagur, apríl 21

usa - síðasta stopp

gleði, glamúr og glæsileiki hafa einkennt dagana frá því við lentum hjá stóra bróður, allavega í los angeles. veran þar snerist algerlega um kvikmyndabransann, enda borgin margfræg fyrir téðann bransa. heill dagur í universal studios, túr um beverly hills hverfið og hallir fræga fólksins skoðaðar, og við meira segja búin að standa á sviðinu hans óskars og þakka mömmu og pabba, meðleikurum og síðast en ekki síst leikstjóranum fyrir allt saman (með tárum og ekka:). áður en við komum til la var búið að ákveða að leigja bíl, þar sem almenningssamgöngur eru ansi fábrotnar og vegalengdirnar svakalegar. frekar súr eftir 12 tíma ferðalag frá rarotonga röltum við inn á bílaleigu. spurðum manninn fyrir aftan borðið hvaða mega tilboðsverð hann gæti gefið bakpökkurum eins og okkur á ódýrasta bílnum (sem var hyuandi skv. verðskrá). maðurinn; "fyrir fimm daga get ég látið þennan forláta hyuandi fyrir þetta verð". við (frekar hneiksluð); "what! er það besta verðið?". maðurinn (hugsandi á svip og rýkur aftur í tölvuna); "nei, heyrðu við eigum svo marga ford mustang með blæju, átta sýlindra kvikindi, fyrir helmingi minna en hyuandinn". við náttúrulega ótrúlega svekkt að "þurfa" að rúnta um hollywood boulevard með blæjuna niðri og svarta rappmúsík í botni;)

fyndinn þessi angelinos þjóðflokkur (fólk í la gengur undir því nafni). þar sem svo margir leikarar, frægt fólk og minni spámenn búa á þessum "litla" bletti þá halda allir að einhver, sé einhver. allsstaðar þar sem gengið er um sérðu fólk horfa á hvort annað með rannsakandi augum, og athuga hvort þetta sé ekki örugglega einhver frægur, eða a.mk. einhver sem lék í einum þætti af melrose place fyrir tíu árum eða svo. við vorum því hæstánægð að rúnta um á okkar mustang, og gott ef fólk horfði ekki og hélt að við værum "einhver". borgin er annars mjög skemmtileg og glæsileg. 500sl týpan af bens er jafn algeng þarna og yaris er heima á fróni. og ekki bara bens heldur bentley, rollsinn, ferrari og lamborghini voru mjög algeng sjón. ríka fólkið býr svo ekkert í neinum torfkofum, lætur kannski lítið yfir sér svona alveg beint fyrir framan húsið. þegar farið er fyrir hornið þá sést að það nær kannski yfir svona 10 hektara! hallir sem við sáum áttu eigendur á borð við júlíu róberts, nicolas cage, john travolta og britney spears svo fáeinir séu nefndir.

þegar komið er upp í kok af fræga fólkinu, þá er bara skotist yfir mojave eyðimörkina og hviss bang, mætt til las vegas - borgarinnar sem aldrei sefur. ótrúleg borg. ímyndið ykkur ofskreytt jólatré, með alltof mörgum seríum, já þannig lítur las vegast út. hótelin og spilavítin hvert öðru glæsilegra og blikkandi. svona dáldið eins og maður hafi farið úr raunveruleikanum og inn í draumaheim með því einu að skipta um fylki. ég meina, hvar annarsstaðar sérðu eiffel turninn og frelsisstyttuna standa við sömu götu? stoppið í styttri kantinum en náðum þó að virða fyrir okkur draumaheim og spila smá blackjack;)

borg borganna, new york, er okkar síðasta stopp í þessu ævintýri. stóra eplið eins og það er svo oft kallað hefur sko ekki svikið okkur. það er eitthvað við það að vera í new york. eitthvað svo spennandi og mystískt. hrikalega upptekin borg, fólk á þönum, menn í jakkafötum með vindla í munnvikinu að ræða verðbréfa markaðinn og hvort nasdaq hafi hækkað eða lækkað þennann daginn og gulir leigubílar flautandi fastir í umferðinni. það er af nógu að taka fyrir túristann að skoða. erum búin að afreka; frelsisstyttuna, ground zero (fyrrverandi tvíburaturna), rockefeller center, central park, empire state bygginguna, grand central station, times square, soho og hinar ýmsustu skemmtilegu verslanir. hápunktinum var þó náð í gær (allavega fyrir kvenkyns partinn í þessu ævintýri) þegar farið var á slóðir carry og vinkvenna í sex and the city. í fjóra tíma var keyrt á milli tökustaða, fyndin atvik rifjuð upp, borðað "cup cake" og drukkinn cosmopolitan. í lokin, þegar rútan var að keyra á upprunalegan stað, öskraði leiðsögumaðurinn af kvenkynsstofni eitthvað óskiljanlegt í hátalarann og fimmtíu aðrar stelpur fylgdu í kjölfjarið. haldið ekki að colin farrell hafi verið að labba yfir götuna og varð þess valdandi að robbinn heyrir ekkert með öðru eyranu í dag;) veðrið hefur verið einstaklega gott á okkur og vorið/sumarið alveg að koma hérna á austur-ströndinni. tíminn því verið vel nýttur og lappirnar fengið að finna fyrir því á milli stræta og avenjúa.

síðasti flugmiðinn bíður eftir að verða notaður á morgunn þegar við fljúgum til london. ekki alveg komin með heimferðar tímann á hreint. þið bíðið því aðeins með hattana og knöllin.
nánar síðar.
jú og gleðilegt sumar öll sömul...

þriðjudagur, apríl 11

cook eyjar - rarotonga

sidasti dagur okkar i thusund kilometra runt um midhluta nordureyju nz, endadi a bilferd aftur til auckland, med vidkomu i hellabaenum waitomo. skodudum limonusteina (limestone) helli sem myndadist i orofi aldar og einhversskonar eldflugur lystu upp loftid - frekar tilkomumikid allt saman. bakpakkara stillinn tekinn a thetta um kvoldid og kurt i bilnum fram ad flugi sem var kl. 8 naesta morgunn - 3. april. vid tok svo skrytnasta ferdalag thessa aevintyris. flugid til rarotonga tok fjora tima og thegar vid lentum var klukkan 14.45 daginn adur - eda 2. april. frekar funky ad upplifa sama daginn tvisvar sinnum. hvad gerdud thid annan april?
vorum fljot ad rifa af okkur sidbraekur og peysur vid lendingu thar sem gula kvikyndid lek a alls oddi. solin var ekki su eina sem gerdi thad heldur eyjaskeggjar lika. stemmningunni er best lyst med komunni a flugvollinn (sem er svona svipadur ad staerd og alexandersflugvollur en er althjodaflugvollur). heimamadur iklaeddur blomaskyrtu og banjo spiladi hawai tonlist, konurnar i vegabrefaskoduninni brostu sinu blidasta med blom i harinu. og svona maetti lengi telja. vid erum alveg ofbodslega velkomin herna. hvert sem komid er tekur bros a moti okkur og allir vilja spjalla.

thetta er paradis bakpakkara og ert alitinn allt ad thvi skrytinn ef thu ert a ferdalagi milli eyjaalfu og nordur-ameriku og stoppar ekki vid. hofum thvi hitt marga sem eru bunir ad gera nakvaemlega thad sama og vid, flestir eru a endasprettinum en eiga hana ameriku eftir. einhverjir voru bunir ad leigja blaejubil til ad keyra thar um en adrir aetla med rutum fra los angeles til boston, ja folki dettur ymislegt i hug.
herna bua um tolf thusund manns, adallega polynesiu folk, "thjodvegurinn" kringum eyjuna er 32. km langur og allt mjooooog afslappad. thad er gaman ad vera komin hingad, thvi thetta er sa stadur sem vid akvadum fyrst af ollum ad stoppa a. thegar plan- og bollaleggingar stodu sem haest rakumst vid a blogg ferdalangs fra islandi sem lysti thessu ollu svo vel. kurum a gistiheimilinu rarotonga backpackers er hysti islendinga fyrir nokkrum arum. eigendurnir muna meira segja nofnin a theim, bogi og sunneva, ef einhverjir kannast vid thau, tha bidja paul og rebecca ad heilsa. stemmningin a gistiheimilinu er lika rosafin. eigendurnir i yngri kantinum og reyna ad gera eitthvad fyrir okkur a hverju kvoldi. paul maetir og grillar ofan i mannskapinn eitt kvoldid og skipuleggur bar ferd i baeinn thad naesta. strondin a vinstri hond og sundlaug a tha haegri. fullkomid.

fyrsti dagurinn for i baejarferd og attirnar teknar. robbinn tok bilprofid aftur - eda thar um bil. tharft ad fa serstakt okuskirteini gefid ut af logreglunni a rarotonga til ad leigja bil eda skooter. einhver snidugasta leid stjornvalda her a eyju til ad hala inn nokkra sedla. maetir med thitt althjodlega okuskirteini, keyrir einn hring med logguna a eftir ther, sagt ad maeta med 500 ikr. eftir 30 min og skirteinid er thitt. hofum thvi brummad um alla vikuna a gulu thrumunni med froskalappir og grimu ofan i saetinu. ja vid segjum vikuna! timinn hefur lidid hratt a gervihnattaold (eins og segir i kvaedinu) i solinni, blagraena sjonum og vinstri umferdinni. hofum thurft ad elda on'i okkur sjalf - eitthvad sem vid hofum ekki thurft ad hugsa um i thrja manudi (nu fara allar husmaedur i verkfall og heimta fjogurra manada heimsreisu:). fjolbreytnin gridarleg, pasta i hadeginu og spaghetti a kvoldin:) ja her eru engir matar stallar eins og asiu, thar sem haegt var ad metta magann fyrir tukall.

sunnudagar eru kirkjudagar hja okkur hjonaleysum og engin undantekning her a eyju. skelltum okkar i thess hattar samkundu i gaer og ekki annad sagt en tja, thvilik upplifun og fritt ad borda a eftir, kannski eitthvad sem sr. hjalmar aetti ad huga ad:)

verd a vafri um alvefinn er ekki mjog bakpakkara vaent her um slodir og latum thvi stadar numid. tolvur eru heldur ekki til thess gerdar ad setja inn myndir og verdur thvi bid a.

heyrumst naest fra stora brodur og borg glys og glaums. flug thangad annad kvold (midvikudags morgunn ad isl. tima).

laugardagur, apríl 1

kia ora - frá nýja sjálandi

við heilsum frá nýja sjálandi, kia ora! en það þýðir halló, bless, takk, velkomin og margt fleira á maori máli en maori fólk eru frumbyggjar þessa lands.

það er greinilega engu að treysta, munum ekki betur en fyrir örfáum bloggum hafi einhver talað um að lengja malasíu á kostnað nýja sjálands. en svona er að komast upp á lagið með eitthvað. fundum út hversu auðvelt er að breyta dagsetningum á flugi og hreinlega getum ekki hætt;)
þegar komið var á flugvöllinn í sydney áttum við flug til cook eyja með millilendingu í nz, spurðum starfsmanninn hvort hægt væri að seinka fluginu til cook? "já ekkert mál!
hvaðan eru þið? íslandi!! ég trúi þessu ekki, ég hef aldrei hitt neinn frá íslandi áður, geðgt."
vorum því ekkert búin að plana hvað við ætluðum að gera hér, nema stoppa í fjóra daga og að flestir sem hingað ferðast taka bíl á leigu og keyra um allt. þeir segja nefnilega gárungarnir að hér sé eitt hagstæðasta verð á bílum í öllum heiminum, höldum samt að nýsjálendingar eigi nú ekki fjórtán bíla á haus eins og frónlendingar. það sást líka um leið og við stigum út úr vélinni, ekkert nema auglýsingar um bílaleigubíla í öllum stærðum og gerðum. fórum í gegnum vegabréfaskoðunina, starfsmaðurinn: "hvaðan eru þið? íslandi!! ég trúi þessu ekki, ég hef aldrei hitt neinn frá íslandi áður, geðgt."

leigðum okkur bíl á flugvellinum til að krúsa um í vinstri umferðinni í örfáa daga. starfsmaðurinn þar: "hvaðan eru þið? íslandi!! ég trúi þessu ekki, ég hef aldrei hitt neinn frá íslandi áður, geðgt." það var eiginlega starfsmaður bílaleigunnar sem planaði þetta road trip fyrir okkur. hún spurði hvað við ætluðum að skoða þessa daga og þegar hún fann út að við vissum ekkert í okkar haus lét hún okkur fá kort og stikaði leiðina fyrir okkur sem hún mælti með. vel upp alin gerum við náttúrulega einsog okkur er sagt, erum því búin að fylgja eftir þessu frábæra plani hingað til. fyrstu kílómetrarnir voru nokkuð skrautlegir. robbinn muldraði stanslaust "vera vinstra megin,vera vinstra...", maggan að verða bílveik á kortinu, "úbbbs áttum við að beygja hérna til vinstri", reynt að gefa stefnuljós en aðeins rúðuþurrkurnar þeyttust í þriðja gír fram og til baka:) en allt hefur þetta gengið eins og í sögu. farin að vita að stefnuljósið er hægra megin, jú og bílstjórasætið er þeim megin líka.

seinnipartinn vorum við komin í fallegan bæ, tauranga. logguðum okkur inn á hostel (við elisabet street) og héldum svo í matarleit. margir tugir veitingastaða í sömu götunni niður við strönd, en svona fínt fólk eins og við löbbum sko ekki tvo metra fyrst við erum komin á bíl. eina lausa bílastæðið var fyrir utan lítinn ítalskan stað. bara örfá borð inni og tveir starfsmenn. konan sá um fólkið á meðan maðurinn eldaði.
"er þetta íslenska? róbert, ég sver það held ég heyri íslensku!" jú jú mikið rétt á næsta borði sátu íslensk feðgin sem fluttu nýlega til nýja sjálands frá íslandinu. takk fyrir spjallið guðsteinn og elísa, gaman að hitta ykkur.
svosum ekkert meira um þennan bæ að segja, gott að leggja sig þar. föruneyti hringsins hélt áfram til bæjarins roturua með smá stoppi á risa kiwi bóndabæ. en eins og flestir vita eru aðalútflutningsvörur nz eitthvert matarkyns. um fjörtíu prósent alls kiwi í heiminum kemur einmitt frá téðu landi. gaman að segja frá því líka að nýsjálendingar kalla sig eftir þessum ávexti. þeir státa sig einnig af því að vera með flesta hveri eins og geysir, á heimsvísu (þó við eigum að sjálfsögðu þann stærsta). bærinn roturua er mjög aktífur hvað þetta varðar og þar sem flestir hverirnir eru má finna lítið þorp þar sem maori frumbyggjar búa. mamman í koppagötunni hefur lært nudd síðustu ár sem byggir á fornri hefð þessa fólks og vorum því sérstaklega spennt að hitta innfædda. verður gaman að sýna henni vídeó og myndir síðar. fórum að sjálfsögðu í heimsókn í þorpið þar sem hefðbundinn dans og söngur var fram borinn með gæded túr í lokin. þá var gengið um og séð hvar fjölskyldurnar baða sig í náttúrulegum laugum, elda matinn með því að nota hitann frá hverunum og fengum besta maís hingað til. engar sturtur eða eldavélar eru í húsunum sem byggð eru allt í kringum hverina sem sjá um allt. magnað að sjá þetta.
úr því við vorum komin á slóðir frodo, sam og hringsins fræga, þá var ekki hægt annað en að fara og virða fyrir sér einn af mörgum upptökustöðum þessarar myndar (lord of the rings). brunuðum í bæinn matamata en á bóndabæ þar fyrir utan var hobbita þorpið the shire búið til. þetta er eina tökusettið sem er ennþá til, allsstaðar annarsstaðar var umhverfið sett í sitt upprunalega horf vegna höfundaréttar. þarna voru byggðar 37 hobbitaholur en 17 þeirra standa eftir. fórum inn á heimili þeirra bilbo baggins og frodo, sem var reyndar lítið annað en fronturinn. innanhús tökur voru festar á filmu í stúdíó í wellington. þessi tveggja og hálfstíma ferð um svæðið var ótrúleg, þvílík málverka fegurð og ekki nema von að peter jackson hafi fallið fyrir þessum stað. heppinn bóndi sem á um 500 hektara svæði og 12.000 kindur datt aldeilis í lukkupottinn. tók um sex mánuði að sannfæra hann um að skrifa undir samninginn um afnot af landskikanum. hefur væntanlega fengið nokkra túkalla fyrir, hummm...
nýja sjáland var fyrsta land heims sem veitti konum kosningarétt, árið 1893.
kia ora héðan í bili og vonum að þið eigið ánægjulega og árangursríka helgi:)