laugardagur, apríl 1

kia ora - frá nýja sjálandi

við heilsum frá nýja sjálandi, kia ora! en það þýðir halló, bless, takk, velkomin og margt fleira á maori máli en maori fólk eru frumbyggjar þessa lands.

það er greinilega engu að treysta, munum ekki betur en fyrir örfáum bloggum hafi einhver talað um að lengja malasíu á kostnað nýja sjálands. en svona er að komast upp á lagið með eitthvað. fundum út hversu auðvelt er að breyta dagsetningum á flugi og hreinlega getum ekki hætt;)
þegar komið var á flugvöllinn í sydney áttum við flug til cook eyja með millilendingu í nz, spurðum starfsmanninn hvort hægt væri að seinka fluginu til cook? "já ekkert mál!
hvaðan eru þið? íslandi!! ég trúi þessu ekki, ég hef aldrei hitt neinn frá íslandi áður, geðgt."
vorum því ekkert búin að plana hvað við ætluðum að gera hér, nema stoppa í fjóra daga og að flestir sem hingað ferðast taka bíl á leigu og keyra um allt. þeir segja nefnilega gárungarnir að hér sé eitt hagstæðasta verð á bílum í öllum heiminum, höldum samt að nýsjálendingar eigi nú ekki fjórtán bíla á haus eins og frónlendingar. það sást líka um leið og við stigum út úr vélinni, ekkert nema auglýsingar um bílaleigubíla í öllum stærðum og gerðum. fórum í gegnum vegabréfaskoðunina, starfsmaðurinn: "hvaðan eru þið? íslandi!! ég trúi þessu ekki, ég hef aldrei hitt neinn frá íslandi áður, geðgt."

leigðum okkur bíl á flugvellinum til að krúsa um í vinstri umferðinni í örfáa daga. starfsmaðurinn þar: "hvaðan eru þið? íslandi!! ég trúi þessu ekki, ég hef aldrei hitt neinn frá íslandi áður, geðgt." það var eiginlega starfsmaður bílaleigunnar sem planaði þetta road trip fyrir okkur. hún spurði hvað við ætluðum að skoða þessa daga og þegar hún fann út að við vissum ekkert í okkar haus lét hún okkur fá kort og stikaði leiðina fyrir okkur sem hún mælti með. vel upp alin gerum við náttúrulega einsog okkur er sagt, erum því búin að fylgja eftir þessu frábæra plani hingað til. fyrstu kílómetrarnir voru nokkuð skrautlegir. robbinn muldraði stanslaust "vera vinstra megin,vera vinstra...", maggan að verða bílveik á kortinu, "úbbbs áttum við að beygja hérna til vinstri", reynt að gefa stefnuljós en aðeins rúðuþurrkurnar þeyttust í þriðja gír fram og til baka:) en allt hefur þetta gengið eins og í sögu. farin að vita að stefnuljósið er hægra megin, jú og bílstjórasætið er þeim megin líka.

seinnipartinn vorum við komin í fallegan bæ, tauranga. logguðum okkur inn á hostel (við elisabet street) og héldum svo í matarleit. margir tugir veitingastaða í sömu götunni niður við strönd, en svona fínt fólk eins og við löbbum sko ekki tvo metra fyrst við erum komin á bíl. eina lausa bílastæðið var fyrir utan lítinn ítalskan stað. bara örfá borð inni og tveir starfsmenn. konan sá um fólkið á meðan maðurinn eldaði.
"er þetta íslenska? róbert, ég sver það held ég heyri íslensku!" jú jú mikið rétt á næsta borði sátu íslensk feðgin sem fluttu nýlega til nýja sjálands frá íslandinu. takk fyrir spjallið guðsteinn og elísa, gaman að hitta ykkur.
svosum ekkert meira um þennan bæ að segja, gott að leggja sig þar. föruneyti hringsins hélt áfram til bæjarins roturua með smá stoppi á risa kiwi bóndabæ. en eins og flestir vita eru aðalútflutningsvörur nz eitthvert matarkyns. um fjörtíu prósent alls kiwi í heiminum kemur einmitt frá téðu landi. gaman að segja frá því líka að nýsjálendingar kalla sig eftir þessum ávexti. þeir státa sig einnig af því að vera með flesta hveri eins og geysir, á heimsvísu (þó við eigum að sjálfsögðu þann stærsta). bærinn roturua er mjög aktífur hvað þetta varðar og þar sem flestir hverirnir eru má finna lítið þorp þar sem maori frumbyggjar búa. mamman í koppagötunni hefur lært nudd síðustu ár sem byggir á fornri hefð þessa fólks og vorum því sérstaklega spennt að hitta innfædda. verður gaman að sýna henni vídeó og myndir síðar. fórum að sjálfsögðu í heimsókn í þorpið þar sem hefðbundinn dans og söngur var fram borinn með gæded túr í lokin. þá var gengið um og séð hvar fjölskyldurnar baða sig í náttúrulegum laugum, elda matinn með því að nota hitann frá hverunum og fengum besta maís hingað til. engar sturtur eða eldavélar eru í húsunum sem byggð eru allt í kringum hverina sem sjá um allt. magnað að sjá þetta.
úr því við vorum komin á slóðir frodo, sam og hringsins fræga, þá var ekki hægt annað en að fara og virða fyrir sér einn af mörgum upptökustöðum þessarar myndar (lord of the rings). brunuðum í bæinn matamata en á bóndabæ þar fyrir utan var hobbita þorpið the shire búið til. þetta er eina tökusettið sem er ennþá til, allsstaðar annarsstaðar var umhverfið sett í sitt upprunalega horf vegna höfundaréttar. þarna voru byggðar 37 hobbitaholur en 17 þeirra standa eftir. fórum inn á heimili þeirra bilbo baggins og frodo, sem var reyndar lítið annað en fronturinn. innanhús tökur voru festar á filmu í stúdíó í wellington. þessi tveggja og hálfstíma ferð um svæðið var ótrúleg, þvílík málverka fegurð og ekki nema von að peter jackson hafi fallið fyrir þessum stað. heppinn bóndi sem á um 500 hektara svæði og 12.000 kindur datt aldeilis í lukkupottinn. tók um sex mánuði að sannfæra hann um að skrifa undir samninginn um afnot af landskikanum. hefur væntanlega fengið nokkra túkalla fyrir, hummm...
nýja sjáland var fyrsta land heims sem veitti konum kosningarétt, árið 1893.
kia ora héðan í bili og vonum að þið eigið ánægjulega og árangursríka helgi:)

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Kia Ora krakkar mínir!
Vá ég held að ég sé komin til ykkar í þessa upplifun á MA-URI og drekk í mig uppruna þessa kröftuga nudds."Vá Kröftugt" Ég lofaði mér því þegar ég byrjaði að læra að komast í þessa upplifun og vona að sú ósk rætist. Það verður gaman að fá að sjá vídió þegar þið komið heim, get ekki beðið: Ég er svo stollt af ykkur og glöð yfir hvernig þið drekkið í ykkur umhverfi og hefðir allra landa sem að þið komið til. Þið kunnið svo sannarlega að ferðast. Njótið orkunnar andið djúpt.
EDÓ er farinn á sjó. hljómar vel ekki satt.
Kia Ora
Mamman í Koppó

12:41  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Ég er að skoða kortið krakkar hvar eru þið í NZ við hvaða bæ eða borg? kortið er alveg æðislegt skoða. Það eru allavega 2 stórir ættbálkar sem að eru þarna maori og MA-URI Huna, nuddið mitt er frá MA-URI ættbálknum. En ég veit ekki hvar upprunnin er í landinu.
Knús frá einni í pælingum.
Mamman í Koppó

14:20  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Velkomin til NZ
Þar eru jarðvarmavirkjanir, stærri og meiri en Krafla, Mesjavellir og Svartsengi, svo mikið vitum við, en meira vitum við ekki og þó- höfum heyrt að þarna gangi sauðfé úti allt árið, ætli sé ofbeit í þessu landi?
Átti einu sinni kuldaskó með gæru af vænum NZ-sauði.
Þið fræðið okkur betur um þetta síðar.
Ma+pa

17:05  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Frábært hjá ykkur,um að gera að vera "flex" í öllum plönum - bjútíið við að ráða sér algjörlega sjálf.
Bíðum spennt eftir myndum, sé að þið eruð búin að búa til myndaalbúmin...

Úff, það styttist í heimferð hjá ykkur - á ekkert að lengja ferðina bara???

16:36  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Ég var að fá fallegt kort sent frá Malasíu gott að það séu þrumur og eldingar öðru hvoru(;;) takk fyrir það. Litríkar myndir og fallegar greinilega mikil litadýrð smá brot að ykkar dýrð.
Það styttist óðum í endadag hjá ykkur, Svabbi, Thelma, Sólinn, og Óskar koma heim um svipað leiti.
Það verður frá mörgu að segja á næsta fjölskyldumóti.
knúz héðan
mamman í Koppó

13:21  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Helló krakkar!
Góða skemmtun hinum meginn á hnettinum.... :)
kv. Þyrí

17:42  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hæ hæ,
Jæja núna er kominn apríl og styttist óðum í heimkomu ykkar. Hlakka svo til að sjá ykkur! Hafið það gott og haldið áfram að vera dugleg að blogga!

Kv. Beta Rán

10:03  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Krakkar það er bara æðislegt að fylgjast með ykkur, vá hvað þið eruð dugleg :) Góða ferð áfram og góða skemmtun :)

14:32  

Skrifa ummæli

<< Home