laugardagur, maí 6

er heima best?

eftir sextán vikna útlegð, eitt þúsund fjögurhundruð áttatíu og sjö moskítóbit, sautján þúsund blogguð orð, fjóra brúsa af sólarvörn, þrjúhundruð þrjátíu og sex keypta vatnslítra, örfáum krónum fátækari og reynslunni ríkari, þá erum við komin heim.



við komuna í stöðina hans leifs biðu okkar höfðinglegar móttökur með blöðrum og tilheyrandi. ekki slæmt! að hitta vini og vandamenn hefur verið frábært, þó svo að margir haldi ennþá að við höfum þurft að fá einhverja hvíld og þora hvorki að hringja né dingla bjöllunni. við getum kannski tekið einhverja smá sök á okkur að auglýsa ekki betur að við séum virkilega komin á klakann. só common people, það er haugur af framkölluðum myndum sem bíða eftir að láta berja sig augum, svo við tölum ekki um ferðasöguna sem við bíðum í ofvæni eftir að þreyta ykkur með:)



handahlaupsþema ferðarinnar má svo sjá hér í myndbandsformi. znilldar vídeó, þar sem maggan fer á kostum og nær sér í tyggigúmmí klessu og belju dellu á hendurnar í hverju landi. hækkið vel í græjunum því algjört skilyrði er að láta tónlistina óma... hátt. annað myndband mun svo líta dagsins ljós eftir nokkra daga með glefsum og ómetanlegum klippum frá þessum heimsóttu löndum. gott ef dugnaður kíki svo ekki í heimsókn á myndasíðuna eftir langa fjarveru. hann ætlaðist nú reyndar til þess að fólk kíkti í a8 og fengju new york súkkí (fyrstir koma, fyrstir fá:) og kaffi á meðan flett væri í gegnum albúmin:)



engin undur og stórmerki munu gerast á þessari síðu næstu misserin, nema við lendum í einhverjum ævintýrum, þá verður að sjálfsögðu greint samviskusamlega frá þeim hér.



þökkum þeim sem hlýddu og skrifuðu hlý orð til okkar á meðan ævintýrinu stóð - það var ómetanlegt. hinum þökkum við líka, þessum sem kíktu og hleruðu en skildu minna eftir sig, en þeir voru fjööööööölmargir:)