er heima best?

við komuna í stöðina hans leifs biðu okkar höfðinglegar móttökur með blöðrum og tilheyrandi. ekki slæmt! að hitta vini og vandamenn hefur verið frábært, þó svo að margir haldi ennþá að við höfum þurft að fá einhverja hvíld og þora hvorki að hringja né dingla bjöllunni. við getum kannski tekið einhverja smá sök á okkur að auglýsa ekki betur að við séum virkilega komin á klakann. só common people, það er haugur af framkölluðum myndum sem bíða eftir að láta berja sig augum, svo við tölum ekki um ferðasöguna sem við bíðum í ofvæni eftir að þreyta ykkur með:)
handahlaupsþema ferðarinnar má svo sjá hér í myndbandsformi. znilldar vídeó, þar sem maggan fer á kostum og nær sér í tyggigúmmí klessu og belju dellu á hendurnar í hverju landi. hækkið vel í græjunum því algjört skilyrði er að láta tónlistina óma... hátt. annað myndband mun svo líta dagsins ljós eftir nokkra daga með glefsum og ómetanlegum klippum frá þessum heimsóttu löndum. gott ef dugnaður kíki svo ekki í heimsókn á myndasíðuna eftir langa fjarveru. hann ætlaðist nú reyndar til þess að fólk kíkti í a8 og fengju new york súkkí (fyrstir koma, fyrstir fá:) og kaffi á meðan flett væri í gegnum albúmin:)
engin undur og stórmerki munu gerast á þessari síðu næstu misserin, nema við lendum í einhverjum ævintýrum, þá verður að sjálfsögðu greint samviskusamlega frá þeim hér.
þökkum þeim sem hlýddu og skrifuðu hlý orð til okkar á meðan ævintýrinu stóð - það var ómetanlegt. hinum þökkum við líka, þessum sem kíktu og hleruðu en skildu minna eftir sig, en þeir voru fjööööööölmargir:)
16 Comments:
Velkomin heim og ég verð að segja, glæsilegt myndband:)
kv. Bryndís þríburafrænka
velkomin heim
búið að vera mjög gaman að lesa ferðasöguna
Loksins pistill frá ykkur, ég var næstum búin að hringja á Hjálparsveitina til að staðfesta núverandi dvalarstað ykkar.
Annars alveg frábært myndband!
"Magga frænka kann svo vel að fara í handahlaup" - NMH.
Hvað með Las Vegas/LA?
Söknum ykkar,
Myndbandið er snilld :)
Ok. Ég er ljóshærð. Hvar í andsk... finn ég þetta videó?
Er að farast úr spenningi!!
Velkomin heim snúllurnar mínar.. það er búið að vera frábært að lesa ferðasöguna... ég er alveg heilluð og sá þetta allt saman fyrir mér.. þetta er eitthvað sem ég þarf að gera - þegar ég er búin að vinna í lotto eða giftast olíufursta.. en það kemur að því.. heheh
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
það er kominn linkur á hægri hlið síðunnar, myndbandasíðan:)
hvað segir ástan, ertu búin að sjá kvikmyndina:)
Takk fyrir handahlaupasýninguna sem sagt heimsreisa á handahlaupum eða hvað,Robbi varst bara á þínum tveimum,?????? Frábært framtak.
Ég hlakka til að fá að sjá meira á sunnudaginn.
Knús frá mömmunni í Koppó
Velkominn heim :-)
Velkomin heim!! Held að við verðum að fara að hittast allar skvísurnar og þú segir ferðasögu á meðan við hinar hlustum ;)
Þetta er snilldar myndband af þér Magga, vissi að þú værir fjölhæf en vissi ekki að þú værir með svona fimleikagen í þér...:)
Frábært myndband - þú varst alltaf betri og betri með hverju handahlaupi!!
Hlakka til að kíkja á myndirnar
kv. Þyrí :)
snilldar myndband.. handahlaupin í hverju landi.. þetta er frábært.. ef ég fer einhvern tímann í heimsreisu þá verður maður að gera eitthvað svona... frábært...
Stórkostlegt myndband krakkar. Velkomin heim á klakann, mikið svakalega öfunda ég ykkur (og samgleðst að sjálfsögðu) með þessa ferð. Ég er nú reyndar svo mikill nörd að af öllum stöðunum öfunda ég ykkur mest að hafa verið í Hobbiton í Nýjasjálandi haha.
Flottar hneygingar hjá Margréti eftir hvert handahlaup:)
Kveðja frá Hrafnhildi aka krummalíus
Skrifa ummæli
<< Home