miðvikudagur, mars 29

g´day sydney

síðustu mínútur asíu fóru í upprifjun um heimsálfuna. frábært nýtískusafn þar sem saga, trú og menning er rakin í myndum og máli. fannst við vita helling eftir dvölina (þó það nú væri, hélt einhver að þetta væri bara skemmtiferð?). flugvöllurinn er svo sér kapituli út af fyrir sig. bíó, blóma- og kaktusgarður og bestu sturtur mánaðarins með alvöru handklæðum er sitthvað sem þarna má finna. meira segja skipti maggan um lúkk þegar hárblásari var brúkaður, tæki sem hefur ekki sést síðanégveitekkihvenær. ekki var það verra þegar út í vél var komið. sjónvarp í hverju sæti. fjarstýring sem er líka sími og hægt að hringja í félagann tuttugu sætaröðum aftar (ef einvher af ykkur hefði nú verið þarna). hægt var að velja milli sextíu bíómynda og tuttugu tölvuleikja, meira að segja super mario bros eitt. tíminn fór aftur til 1990 og rifjaðist upp þegar við bræðurnir í sveitinni fjárfestum í einu nintendo kvikindi fyrir sumar hýruna, góðir tímar. klukkan fjögur um nóttina var þetta reyndar orðið gott og lagt sig í tvo tíma áður en eyjaálfu yrði náð.

við höfum nú krossað miðbaug og fallegur haustdagur heilsaði í sydney. já þið lesið rétt. það er komið haust hérna megin hnattarins. skjálfandi á beinunum í hlýrabol og stuttbuxum hlupum við í næsta taxa. lásum svo á opinberann mæli þegar leigubíllinn rennd´í bæinn og á honum stóð 27°! ótrúlegt að aðeins þriggja stiga hita mismunur geti haft þessi áhrif, þeir segja að þetta hafi eitthvað með loftslagið að gera... veit ekki hvað varð um þetta að vera frá iceland?!? áttum heldur ekki von að við fengjum sjokk að koma aftur í vestræna menningu. hversdagslegir hlutir eins og pappír á hverju salerni, foreldrar með barnakerrur og fleiri hlutir komu okkur hálfpartinn í opna skjöldu. btw. búið að athuga þetta með vatnið í vaskinum og klósettinu, þjóðsagan er sönn, það rennur í öfuga átt:)

dagarnir hafa samt liðið hratt og ýmislegt brallað. stoltið þeirra óperuhöllin var að sjálfsögðu skoðuð með túr um ferlíkið. á að líta út eins og fyrstu seglskipin sem sigldu hér að 1788 og bretar tóku völdin. skrýtið mannvirki en okkur fannst við nú eiga smá í því fyrst það var einhver frændi okkar frá danaveldi sem rissaði það upp. allt fór í vitleysu í miðju verki þegar skipt var um ríkisstjórn og einhver nískupúki settist í stólinn. daninn tók föggur sínar og yfirgaf ástralíu eftir sjö ára dvöl og hefur ekki komið síðan, þrátt fyrir gull og græna skóga. dýragarðurinn, sigling um höfnina og brúarskoðun er eitthvað sem einnig er búið að bralla.
hápunktinum var samt náð í dag þegar við fórum í vínsmökkunar ferð um hunter valley hérað, norður af sydney. hjón frá chicago, kona frá denver og önnur indversk frá london voru með í ferð. byrjuðum á að stoppa í þjóðgarði þar sem við gáfum kengúrum að borða úr lófanum og fengum að strjúka kóalabirni sem hékk upp í tré. heimsfrægi fimm metra langi krókódíllinn eric dvelur þarna líka (var plantað þarna eftir að hafa drepið tvær manneskjur) sem og köngulær, slöngur og fleiri kvikindi. eftir það tók við ótrúlega erfiður tími;) þremur mismunandi víngerðar fyrirtækjum og fimmtíu tegundum af hvít- rósa - rauð og eftirrétta vínum seinna voru allir í rútunni orðnir góðir félagar;) þetta var geggjað. ef einhver vill vita hvað hann á að drekka með steikinni um helgina, give us a call. mælum með víni frá ástralíu. í téðu héraði eru m.a. lindemans og wolf blass vínrisarnir.
eftir átta tíma er það næsta flug, verður spennandi hvert það tekur okkur... fylgist með í næsta þætti!

föstudagur, mars 24

singapore - so perfect

facts; höfuðborg singapore - íbúafjöldi 4,425,720 - tungumál enska (opinbert tungumál), kínverska, malay og tamil - trúarbrögð búddha, múslimar, hindú, kristnir ofl. - gjaldmiðill singapore dollar SGD - vegabréfsáritun nei - tímasvæði gmt +8 klst.

sennilega hefur þessi ákvörðun að taka næturrútu frá kuala lumpur verið sú heimskulegasta sem við höfum tekið í þessu ævintýri. lögðum af stað á miðnætti með þennan dæmigerða skipta um land spenning og því erfitt um svefn. eftir að hafa dormað í einhverja stundarfjórðunga vorum við vakin á landamærunum um kl. fjögur. vissum hvorki í þennan heim né annan en gátum þó stimplað okkur út úr malasíu og inn í singapore. komin í miðja borgina þrjátíu mínútum seinna eða um 4.30 am. og hvað gerir maður í miðri stórborg um miðja nótt, klyfjaður af bakpokum og fær ekki herbergið sitt fyrr en á hádegi? ákváðum þó að taka leigubíl á hostelið og athuga hvort við fengjum að komast inn eitthvað fyrr. stór og greinilegur miði í glugganum sýndi að lobby-ið opnaði kl. 8. en eftir að hafa vafrað um fyrir utan var allt í einu opnað og fengum að kasta okkur í sófann í móttökunni, gjörsamlega úrvinda. já, þrátt fyrir að vera búin að ferðast í bráðum þrjá mánuði getur manni dottið svona vitleysa í hug, það segir okkur bara eitt, ferðast meira! þetta hlýtur að lærast.

singapore líkist kuala lumpur örlítið, enda ekki nema von því landið var partur af malasíu þangað til 1967, en er samt miklu meira móðins og digital. til dæmis samgöngumálin, sem er rekið af einu fyrirtæki, bæði lestar og strætóar. kaupir þér passa í debetkorta stærð og þegar ferð er ákveðin með téðum farartækjum og ganga á í gegnum hliðin eða í strætóinn er nóg að baða út höndunum eða sveifla veskinu og þú ert kominn í gegn. ekkert vesen með túkalla. þetta er bara brot af því hvað allt virðist fullkomið hérna. hreinlætisstuðullinn í borginni er líka fyrir ofan öll viðmið. já þegar við tölum um borgina þá erum við að tala um þrenna hluti því singapore er allt í senn, land, eyja og borg. en að hreinlætinu. hvar sem gengið er, finnur þú hvorki skítafýlu, karamellu bréf né tyggjóklessu. reyndar ef þú vogar þér að spýta út þér einu jórtuleðri gætir þú átt von á mjööög hárri sekt. einnig ef þú fyrir einhverja rælni hjólar í gegnum undirgöng þarftu að punga út fjörtíuþúsund krónum! veit ekki hvað dananum fyndist um það að þurfa alltaf að reiða fákinn:)
hvergi er betlara að sjá, eins og allsstaðar annarsstaðar þar sem við höfum dvalið. öndergrándið hreinna en stofan í a8 og ekkert veggjakrot. nóg pláss um allt og enginn troðningur eða náunginn fyrir aftan að anda ofan í hálsmálið á þér.

höfum að sjálfsögðu reynt að gera alla þá hluti sem okkur ber að gera sem alvöru bakpakkarar. fyrsti dagurinn fór reyndar í að muna hvaða mánuður væri og hvað tímanum liði, sökum næturbröltsins. svokallað "night safari" stendur þó upp úr hjá okkur, þar sem farið er í dýragarð að kvöldi til. bæði keyrt og labbað milli allskonar dýrategunda í sínu náttúrulega umhverfi og nálægðin ótrúleg við sumhver, t.d. hlébarða, leðurblökur, ljón ofl. magnað. höfum svo skotist með neðanjarðarlestunum milli miðbæjar, kínahverfisins, litla indlands og verslunarhverfisins og gengið af okkur lappirnar. hindú og búddha hof, mannlíf, hreinar götur og risastórar verslunarmiðstöðvar svo fátt eitt sé nefnt hefur borið fyrir augu okkar. singpore river er hjarta borgarinnar og mikið líf og fullt af veitingastöðum er þar að finna. þar er einkennismerki landsins sem er hálfur fiskur og hálft ljón, en borgin er jafnan kölluð lion city. sentosa er skemmtigarðs eyja í um kílómetra fjarlægð frá meginlandinu sem við heimsóttum einnig. þangað er hægt að komast með rútu, bát, gangandi eða svona skíðalyftu kláf. skoðuðum okkur um og spiluðum míni golf. tókum svo kláfinn til baka, en hann liggur yfir höfnina og fer í 60-70 m hæð.

langflestar stærri borgir og bæir sem heimsóttir hafa verið í þessu ævintýri búa svo vel að eiga annaðhvort eitt kínahverfi eða litla indland, nema hvoru tveggja sé. höfum því skoðað ófá þess háttar hverfi. singapore státar af hvoru tveggja og höfum við gist í litla indlandi frá því við komum (vorum í kínahverfinu í kl). þessi hverfi hafa alltaf iðað af lífi og karakter, með allskonar fólki sem situr um allt og mikil lykt liggur yfir. það er einvhernveginn einsog þetta vanti hér, það er allt svo hreint og vel málað að manni finnst þetta varla vera ekta. það vantar því örlítinn sjarma og gerir borgina karakterminni en aðrar. nema náttúrulega að karakter þessarar borgar sé hreinleikinn!! skemmtileg engu að síður.

dubbuðum okkur upp í gærkvöldi (je rægt, hvernig dubbar bakpakkari sig upp?) , tókum lyftu á sjötugustu hæð á einu hóteli hér í bæ og fengum okkur singapore sling drykkinn margfræga (algjörlega óumflýjanlegt;) frábært að fylgjast með þegar myrkrið helltist yfir og borgin breyttist í eitt ljósahaf með trylltu útsýni. skrýtið samt að í svona háhýsa borg, landi, eyju er bara einn sky-bar. það fór líka ekki á milli mála þegar við röltum inn, mjög snemma á íslenskan mælikvarða amk., að þarna var allt aðalliðið mætt á barinn...við þar á meðal! singapore sling kokkteillinn var fyrst hristur árið 1915 á raffles hótel hér í borg. heyrðum af því að þeir væru orðnir leiðir á hristingnum, og er drykkurinn því blandaður í stóra tunnu í byrjun dags. þó svo að mælt sé með ferð á upprunalega staðinn, þá vorum við hvorki með réttan dresskode né fannst okkur heillandi að sötra úr tunnunni.

en það er komið að heimsálfu skiptum hjá okkur því á morgun fljúgum við til ástralíu. frekar furðulegt að hugsa til þess að vera beint undir fróni. getið rétt ímyndað ykkur hvað okkar fyrsta verk verður... meira um það síðar. kveðjum því asíu í bili en hér höfum við eytt ellefu vikum af lífi okkar, tíminn verið allt í senn stórskemmtilegur og hrikalega lærdómsríkur, með ekka og tárum segjum við bless.

dugnaður kíkti enn einu sinni í heimsókn á myndasíðuna. er þar að finna síðustu myndir malasíu og frá dögunum hér í lion city. hver er eiginlega þessi hr. dugnaður sem er alltaf að kíkja hingað?

yfir og út (ja eða niður...)

þriðjudagur, mars 21

skemmtileg borg hún kuala lumpur

þá er komið að kveðjustund hér í malasíu, förum með næturrútu til singapore á eftir. höfum verið hér í kl síðustu daga og notið lífsins. skruppum reyndar á eitt stykki formúlukeppni um helgina, það var ágætt;)
nei, ef við tölum nú af alvöru þá er þetta einn af hápunktum ferðarinnar. hitinn kannski aðeins of mikill eða við líkamshita. þrátt fyrir mikla vatnsdrykkju þá svimaði okkur báðum þegar við stóðum upp eftir tímatökuna á laugardaginn. hitinn var aðeins minni á sunnudeginum eða 34 gráður. eignuðumst vini á formúlunni, hjón sem sátu fyrir ofan okkur og heita naan og sabhawa, þetta er heimafólk sem var á sinni fyrstu formúlukeppni og fannst mikið til þess koma að hitta fólk frá íslandi. verst að við misstum af þeim strax eftir keppni. eflaust voru þau að flýta sér í moskuna/bænahúsið! en þau eru múslimatrúar og biðja því fimm sinnum á dag. þar sem malasía er múslimaríki er jafneðlilegt að koma upp bænahúsi og almenningsklósetti. á formúlubrautinni er því fjöldinn allur af þess háttar herbergjum. er kom að klósett ferð mátti varla á milli sjá hvor röðin var lengri, þessi á klósettin eða þessi í bænahúsin.
við erum að sjálfsögðu búin að heimsækja þjóðar mosku þeirra malasíubúa. auðvitað vorum við ekki klædd við hæfi svona á hlírabolunum og stuttbuxunum. þurftum að klæðast kufli og maggan þurfti að vera með sjal yfir höfðinu. róbert var í svörtum kufli og líktist nú einna helst presti í hempu, fór honum bara vel... myndir síðar.
við gleymdum ekkert að kíkja í eina eða tvær verslunarmiðstöðvar. hafa það allar sameiginlegt að vera riiisastórar. í gegnum eina rennur heil á þar sem hægt er að taka báta taxa á milli búða. önnur er ellefu hæðir með skemmtigarði og stærsta innanhústívolí í heimi. okkur svelgdist á af öllum þessum búðum og ákváðum að halda okkur við tívolíið. eyddum dagsparti þarna með fólki frá englandinu sem við kynntumst í cameron highlands, sveitin þið munið. þau heita gary og claire, hið vænsta fólk hreinlega. gary er búinn að ferðast í þrjú ár, aðeins. claire er búin að vinna í ástralíu í rúmt ár og kynntust þar. já, maður er bara ungur og óreyndur í ferðabransanum miðað við hann, kannski er þetta bara rétt að byrja hjá okkur;) við vorum einsog litlir krakkar í tívolíinu og fórum aftur og aftur í rússibanann, eða þar til við vorum orðin græn í framan.
í kínahverfinu hér í kl er hægt að kaupa allt möögulegt ódýrt, endalaust af úrum, bolum, töskum og glænýjum dvd myndum. maggan gat hamið sig og keypt bara eina ekta feik prada tösku, það var gaman. nei mamma, robbi keypti engan bol:) endurtekur sömu setningu þegar labbað er framhjá básunum, "nei, mamma þín er búin að banna mér að kaupa fleiri boli";)
jæja, næturrútan bíður víst eftir okkur,
þetta er margrét ágústa sem kveður frá kuala lumpur.

fimmtudagur, mars 16

malaysia truly asia

facts; höfuðborg kuala lumpur - íbúafjöldi 23.522.482 - tungumál malay, enska, kínverska og tamil - trúarbrögð 52% múslimar (ríkistrú), 17% búddhar, 12% taoist, 8% kristnir, 2% tribal - gjaldmiðill ringgit - vegabréfsáritun nei - tímasvæði gmt +8 klst.
aðeins meira úr fróðleikshorninu. malasía liggur á milli fyrstu og sjöundu breiddargráðu norður og 100 og 109 lengdargráðu austur (omg og hvað segir það okkur;). landinu er skipt í tvo hluta, peninsular malasía sem liggur á milli tælands og singapore og austur malasía á eyjunni borneo og liggur upp að filippseyjum. undir yfirráðum breta lengi vel en fengu sjálfstæði 1957 og landinu skipt í þrettán ríki sem hvert um sig hefur soldán er fer með stjórnartaumana. konungur er æðsta vald landsins og er kosinn til fimm ára í senn. síðustu ár hefur orðið sprengja í hagkerfinu og landið orðið mikið til iðnvætt. öll stærstu fyrirtækjanöfnin eins og intel, bosch, agilent (fyrir þá sem vita hvað það er) og dell eru með gríðarstórar verksmiðjur hérna. carlsberg láta ekki kóraninn stoppa sig og eru með stóra framleiðslu. dáldið merkilegt að þetta er fyrsta landið sem við heimsækjum og á ekki sinn eigin bjór vegna trúar sinnar en leyfir öðrum að valsa um.
það má með sanni segja að malasía hafi tekið vel á móti okkur eskimóunum. svo vel líst okkur bæði land og þjóð að ákveðið var að framlengja dvöl um einhverja daga. það er reyndar á kostnað nýja sjálands og þá er gott að grípa í frasa eins og "alltaf að eiga eitthvað eftir", til að hugga sig við.
við komum inn í malasíu í gegnum landamærabæinn hat yai. stoppuðum reyndar röðina í gegnum vegabréfskoðunina þar sem verðinum fannst vegabréfið hafa svo "nice colour", að hann varð að sýna öllum hinum vinum sínum. þrátt fyrir fréttir af óeirðum í suður tælandi komust við yfir landamærin án þess svo mikið sem að þessar óeirðir hafi rifjast upp fyrir manni, já svona ólátabelgir láta okkur alveg í friði, ja eða við þá.
það tók okkur smá tíma að átta okkur á að nýtt land var undir fótum okkar. gjaldmiðillinn orðinn annar, sem þýddi að maggann þurfti að hafa sig alla við að reikna og svo breyttist klukkan um eina stund (það var meira vandamál fyrir robbbann). okkur finnst það eigi bara að geta gerst ef farið er í flugvél og tíminn ekki breyst hjá okkur síðan í kína, já svona er maður nú skrítinn.
Mesta breytingin var samt án efa fólkið, fyrsta múslimalandið sem við heimsækjum og því mikið um konur með slæður yfir hárinu, menn með pottlok á hausnum og í pilsi. svört pottlok þýða að þeir hafa ekki komið til mekka en hvít þýða að þangað hafi þeir farið. einnig er gaman að sjá aftur konur í saari-um en það hefur varla sést síðan í indlandi.
fyrsta stopp var georgetown á eyjunni penang. næstlengsta brú í heimi liggur milli lands og eyja (spurning um að láta árna vita af þessu) og frekar tilkomumikil. túrista hringur í kringum eyjuna með kínverskum dræver og gæd var það helsta sem afrekað var svona túristalega séð. hinir dagarnir fóru í eitthvað allt annað, minnir að það hafi verið helgi. samkvæmt biblíunni (lp bókinni) er þetta aðal partýbær malasíu. því næst var ákveðið að skipta alveg um umhverfi. hvítur sandur varð að grænu grasi, sjávarlyktin að sveitailm og pálmatré að te ökrum. já sex tíma rútu ferð og hviss bang, komin í 1500 m yfir sjávarmál og hitastig lækkaði í samræmi við það. cameron highlands var staðurinn, æ lof itt. er hvað þekktastur fyrir að vera mikilvægur landbúnaðarstaður fyrir malasíu. hiti og rakastig gera öllum fjandanum kleift að vaxa og dafna þarna, bæði gróður og skordýr. jarðaber, rósir, grænmeti og te svo fátt eitt sé nefnt. fyndið að heimsækja te verksmiðju og sjá allt í einu að te er í rauninni tré, höldum okkur bara við beljurnar og kindurnar;) all mikill frumskógur vex þarna um slóðir og vinsælt að fara í svokallaðar trekking ferðir. túristar eru að týnast þarna hægri vinstri og hanga auglýsingar á öðru hverju tréi, svo við létum duga að fara með bíl og heimsækja mjög afskekktan ættbálk lengst inn í frumskóginum. fengum heimabruggað te og skutum örvum í gegnum bambus rör, en það er aðferð þeirra til að veiða sér til matar. yndislegt að vera á fjöllum.
með skemmtilegri rútuferðum var svo til höfuðborgarinnar kuala lumpur. getið rétt ímyndað ykkur veginn úr þessari hæð niður bratta dalina, s-beygjur út í eitt. engu líkara en að bílstjórinn væri orðinn of seinn á stefnumót og í sumum beygjunum voru við alveg við það að velta og þyngdarkrafturinn örugglega farið í fjögur-g.
okkur finnst gaman að geta sagst hafa komið til kuala lumpur, er eitthvað svo framandi nafn sem skemmtilegt er að bera fram. þessi borg fer án efa á listann yfir skemmtilegustu stórborgir þessa ævintýris. deginum í dag eytt aðallega í háloftunum því við byrjuðum að fara í fimmta stærsta fjarskiptaturn heims (276 m) og virða fyrir okkur borgina og taka áttirnar. stoltið þeirra, petronas tvíbura turnarnir, voru skoðaðir í kjölfarið. 452 m háir, 88 hæðir og byggðir í islam stíl. brú á 41. hæð liggur á milli turnanna svo við túristarnir höfum eitthvað að skoða.
höldum að þetta sé orðið allt of gott í bili. komum til með að sjá hvað ykkur finnst í ummælunum;) annars er það bara formúlan um helgina sem allir bíða eftir. borgin verður rauðari með hverjum deginum!
myndir frá köfuninni í tælandi eru komnar inn, njótið vel...

sunnudagur, mars 12

undursamlega tæland

já já, við vitum upp á okkur sökina:) orðið allt of langt síðan síðast, allt í einu engin netkaffi í asíu...

næturrútan skilaði okkur heilum og svefnlitlum til khao lak kl. sex um morgunn. okkur hent út bókstaflega á einu götu bæjarins svona pínu in the middle of nowhere. vildum fara þarna megin tælands eða vestan megin til að sjá afleiðingar tsunami. héldum að við þyrftum nú að fara nær phuket en raunin önnur. hamarshögg, steypubílar, menn og konur um allt að vinna að uppbyggingu nýrra hótela og koma bænum í rétt horf. flóðbylgjan fór ansi illa með þennan bæ. lögreglu bátur tvo kílómetra upp á landi en þar er hann hafður sem minning. allsstaðar meðfram ströndinni mátti líka sjá eyðilegginguna, myndir og kveðjur til fórnarlamba, bæði túrista og heimamanna, hengdar á brotin tré. rómantísk gönguferð við sólsetur á ströndinni snerist því í frekar sorglegan labbitúr.
fórum í bestu köfun hingað til (svona af því maggan hefur kafað svo oft) við eyjar sem heita similan og eru níu talsins. köfuðum að sjálfsögðu við eyju sjö:) en ekki hvað! þær heita nebbilega eftir númerum. og ekki nóg með það, heldur reitaður einn af topp tíu köfunarstöðum heims. með skyggni frábært, eða um tuttugu metrar neðansjávar var ótrúleg upplifun. engu líkara en nemó væri með ættarmót hvert sem litið var og boðið öllum hinum fiskitegundunum með. litadýrðin, kóralrifin, húff, get ekki líst þessu. vona að einhverjar myndir hafi fests á filmuna, því þær segja miklu meira en þessi lýsingarorð sem koma ekki. hraðbáturinn, já alveg rétt, hraðbáturinn og dive meistarinn okkar fengu báðir að kenna á tsunami. meistarinn var á bryggjunni að kenna og undirbúa köfun þegar bylgjan kom. horfði á þegar sjórinn allt í einu hvarf og kom svo stuttu seinna af fullu afli og þeytti bátnum okkar (og öllu öðrum sem lá við bryggju) kílómetra upp á land!! báturinn var gerður upp, svo vel að gripurinn er nánast of fínn til að vera notaður í svona sport. núna er talað um fyrir og eftir tsunami, báturinn áður stappfullur af dýfingarfólki á hverjum degi, en í dag verða fyrirtækin að samnýta tæki og tól til að lifa af.
úr köfun komum við seinnipart dags og ákváðum að halda skyldi lengra suður á bóginn. eins og sönnum bakpökkurum, með salt sjávar ennþá í hárinu, sviptum við okkur á vegkantinn og veifuðum næstu rútu til phuket. ekkert svona bsí eða rútustöð sem hægt er að kaupa miðann fyrirfram, heldur bara veifað glaðlega. reyndist vera "non air con" rúta með þrem starfsmönnum, bílstjóra, miðakalli og einum sem flæktist bara fyrir. orðin frekar þyrst, svöng og þreytt þegar phuket var náð. phuket ekki fyrir okkur.

ko phi phi, þar erum við að tala saman. það er ekki bara sólsetur í skagafirði í þessu lífi. mögnuð fegurð hvert sem litið var. hvítar strendur, kristaltær sjór og uppbygging í fullum gangi eins og á fyrri stöðum. á þessum stað eru engir "rickshaw" eða "túk-túk" til að komast leiðar sinnar, heldur notaðir svokallaðir "longtail boat". þannig grip þurfti að kalla til svo kæmumst við milli bæjar og hótels. herbergið okkar reyndist vera bungalow alveg upp við ströndina með fegurðina beint í æð. þetta er reyndar eyja klasi og við ekki lengi að panta í dagsferð með "longtail boat" til að sjá þær allar. lagt af stað í bítið með vatn og ananas í nesti. duggað í nokkrar mínútur að fyrstu eyju. þegar um hundrað metrar eru í eyjuna er slökkt á mótornum og kafteinninn segir bara "swim". hann byrjar svo að kasta brauði í hausinn á okkur þar sem við erum að snorkla. það er við manninn mælt, fiskar í tugatali og í öllum litum synda um okkur öll og eru alveg upp við glerið á köfunargleraugunum. magnað. svona leið dagurinn, stoppað á stöðum hver öðrum fallegri, m.a. þar sem myndin the beach var tekin upp.

erum komin til malasíu. bátsferð frá phi phi á meginland tælands og mini bus þaðan niður til malasíu sem saman stóð af skemmtilegri flóru fólks; hjón - konan með slæðu, önnur hjón - gul að lit, einstaklega myndarlegt par - maggan og robbinn, kolsvartur maður frá usa, tveir japanskir strákar og síðast en ekki síst, maður í gulum kjól - munkur. þess má geta að bílstjórinn var innfæddur tælendingur.

meira um þetta síðar...

hentum inn síðustu myndum sem birtast munu frá tælandi að undanskildum nokkrum sem teknar voru neðansjávar. minnum á hversu þægilegt er að nota "slideshow" valmöguleikann, koma sér vel fyrir í stólnum og ferðast með okkur:) að endingu látum við bæn bakpakkarans flakka hérna á síðuna, á ótrúlega vel við.

Heavenly Father look down on us your humble, obedient tourist servants, who are doomed to travel this earth taking photographs, mailing postcards, buying souvenirs, and walking around in drip-free underwear.
We beseech you Lord to see that our planes are not delayed, our luggage is not lost & overweight baggage goes unnoticed.
Give us this day your divine guidance in the selection of our hotels, that we may find our reservation honoured, our rooms made up and hot water running from the faucets.
We pray that the toilets work and the telephone operators speak our tongue, that there are no emails from our children which would cause us to cancel the rest of our trip.
Lead us to good inexpensive restaurants where the wine is included in the price of the meal and local taxes are not added on later.
Give us the wisdom to tip correctly in currencies we do not understand. Make the natives appreciate us for the loving people we are, and not for what they can extract from our purses.
Grant us the strength to visit museums, the cathedrals, the palaces and all the "musts" in the guidebook, and if we skip an important monument to take a nap after lunch, please have mercy on us as our flesh is weak.
Dear God please protect our wives from "bargains" they don't need, can't afford, and can't fit into their suitcases anyway. Lead them not into temptation, for they know not what they do.
Almighty Father, keep our husbands from looking at foreign women and comparing them to the vintage domestic model. Save them from making complete fools of themselves in nightclubs. Above all, do NOT forgive them their trepasses for they know exactly what they do. And worse, enjoy it.
When our journey is over. grant us the persistence to find someone who will watch our home movies and listen to our stories, so our lives as tourists will not have been in vain.
This we ask you in the name of Conrad Hilton,Thomas Cook American Express, Visa, & Mastercard.

amen

laugardagur, mars 4

skin og skúrir

aldeilis maður gerir góðverkin hægri vinstri í þessari reisu. viljum benda á frétt sem birtist á mbl er ber heitið; kínverjum kenndir mannasiðir fyrir ól 2008
"Kínversk stjórnvöld keppast nú við að bæta mannasiði landsmanna fyrir ólympíuleikana, sem haldnir verða í Peking eftir tvö ár. Stefnt er að því að uppræta dónaskap eins og að hrækja á götur, henda rusli á víðavangi, ryðjast inn í strætisvagna og almenna ókurteisi.
Leiðarvísar hafa nú verið gefnir út og sjónvarpsauglýsingar predika góða mannasiði og snyrtilegan klæðaburð, hvernig bjóða eigi útlendingum aðstoð á ensku og annað sem nauðsynlegt er talið fyrir leikana."

við áttum nefnilega fund með yfirvöldum í kína eftir að hafa gert samfélagslega úttekt á mannasiðum kínverja, bentum á þessa galla og mótuðum stefnu um hvernig megi taka á þessu vandamáli fyrir ól. niðurstaðan varð sú að m.v. þann tíma sem þeir hafa fram að leikunum sé vænlegast að hrinda af stað auglýsingaherferð í kínverskum sjónvörpum.

hér má sjá hvað við skrifuðum á bloggið um beijing þann 21.01.06;
"einsog adur hefur komid fram var glapt alveg svakalega a okkur i indlandi, jadradi stundum vid misnotkun!! thad er greinilega hvorki talid donalegt ad glapa ne benda a folk i indlandi. annad er uppi a teningnum her i kina th.e. misnotkun af odru tagi, en kinverjum virdist lida best i mikilli mannthrong og finnst bara edlilegt ad standa alveg klesst upp vid thig. thetta hlytur ad vera afleiding af thessum mikla mannfjolda. vid t.d. stodum i rod a lestarstodinni og hvad eftir annad trod folk ser fyrir framan okkur af thvi thad voru nokkrir cm i kinverjann fyrir framan okkur, thurftum thvi ad beita ollum brogdum til ad halda okkur i rodinni til ad tala taknmal vid konuna i burinu. afgreidslukonan skildi ad sjalfsogdu ekki stakt ord i ensku frekar en adrir her og thar sem konan fyrir aftan okkur i rodinni kom ser svona lika thaegilega fyrir a bakinu a okkur sneri eg mer vid og spurdi hvort hun kynni ensku, thad var nu aldeilis ekki og hristi hun hausinn og brosti hringinn... nei hun bara faerdi sig naer mer ef eitthvad var!!!"

þetta skrifuðum við 25.01.06.
"eyddum síðustu kvöldunum á "local" veitingastað, borðað alvöru kínverskt með prjónum. talandi um prjónana, erum útskrifuð í þeim efnum, þegar furuhneturnar eru farnar að lenda í gininu þá deyr maður ekki úr hungri. kínverjar eru langt á eftir í reykingar menningu, má allstaðar reykja, þar á meðal inn á þessum téða stað og verið að spandera í öskubakka? nei, nei, askan losuð á gólfið og stubburinn á eftir. kipptum okkur því ekki mikið upp við það þegar leigubílstjórinn kveikti í rettu kl. sex í morgun á leið á völlinn, ógleði.is. bara brot af (ó)siðunum."

ef við kíkjum á hvað hjónin skrifuðu um beijing;
"Já krakkar mínir nú erum við komin í aðeins meiri hita. Skiptum úr skítakulda í Hrákaborginni Peking í yndislegan hita í Broslandinu Thailandi."

"A ferdum manns herna um gotur Peking tha verdur madur ad passa sig ad vera ekki fyrir hrakunum hja localnum. Kinverjarnir herna hraekja alveg rosalega mikid med tilheyrandi ohljodum og slummum a gangstettunum. Manni fannst thetta nu frekar ogedfellt svona til ad byrja med en thetta er nu farid ad venjast. Madur verdur bara ad passa sig ad lenda ekki i skothridinni."

það er góð tilfinning að geta orðið að liði og nú verður bara spennandi að fylgjast með hvernig yfirvöldum í kína gengur að kenna heimamönnum (íslenska) mannasiði. til að fylgja þessu verkefni eftir verðum við að fara þangað aftur og kanna stöðuna 2008, sunna á ól, sunna á ól!!

Erum ennþá stödd í þessum rólega og vinalega bæ, hua hin. megin ástæðan fyrir veru okkar hér er... tatatatamm, vorum að bíða eftir einstaklega merkilegu umslagi sem sent var frá malasíu;) robbinn brosir hringinn því í morgun barst honum téða umslag í hendur. þetta eru miðar á formúlu keppnina í malasíu þann 19.marz. förum héðan í kvöld með rútu sem ætti að skila okkur til kao lak í fyrramálið, ákváðum að sleppa þessum týpísku bakpakkara eyjum sem allir fara á þ.e. ko tao og ko pha ngan. náum ekki full moon partýi á pha ngan vegna formúlu, ætlum að reyna að kafa á ko similan í staðinn en það er talinn einn fegursti köfunarstaður heims. einnig mjög spennt að komast á slóðir tsunami (flóðbylgjan) og sjá hvernig uppbyggingu miðar.

lentum í fyrstu rigningu þessarar reisu, úrhelli hófst á hádegi í gær og það rigndi stanslaust til klukkan fimm. eftir hálftíma rigningu var hér allt á fl0ti og varla hægt að skjótast milli húsa. gullfossar streymdu af hverju húsþaki. fórum samt í göngutúr til að mynda herlegheitin, þær segja meira en mörg orð. allt fór úr skorðum hér vegna þessa, ekki nóg með að umferðarljós yrðu óvirk heldur datt internetið niður líka, ekki bara á okkar netkaffi, ó nei, um allan bæ. í dag eru engin ummerki þessa atburðar því sólin skín og hitinn er yfir þrjátíu gráðurnar.
látum þetta gott heita í bili, hentum inn myndum sem vert er að skoða, tvær síður og allt.
eigið þið frábæra helgi allir saman...

fimmtudagur, mars 2

grátur og gnístan tanna

það myndi æra óstöðugan að telja upp allt það sem brallað hefur verið síðustu daga með fjölskyldunni. afmæli afans fagnað í gær, 1. mars, á viðeigandi hátt með köku og afmælissöng með gítar undirspili. flóðgáttir táranna opnuðust þegar famílían var kvödd í gærkvöldi, ekki síst hjá yngsta meðliminum sem fannst þetta allt mjög "sorglegt", svo vitnað sé í hana beint. verður fróðlegt að heyra ferðasögu hjá þeim þegar heim verður komið, hvort þau elstu hafi plummað sig á "monkey" class, sem er btw eins og bissness class hjá icelandair, eftir að hafa slegið um sig og "þóttust" hafa misst af fluginu út til að uppfærast á bissness class hjá thai air en þar eru flottheitin svo mikil að þér er hjálpað að prumpa:)

golfspil var iðkað, þó ekkert af svakalegum krafti né árangri. gaman fyrir okkur að prufa svona alvöru völl, hitinn að fara með okkur þrátt fyrir að labbið hafi verið í lágmarki. farið um allt á golfbíl sem maggan keyrði eins og vitfirringur og "caddy" sem gerir gjörsamlega allt fyrir þig, þarft bara að slá með kylfunni þannig að boltinn fari í holuna, sem reyndist vera þrautinni þyngri í flestum tilfellum:) í tælandi eru allir "caddíar" kvenkyns og klæðast bláum búningum, ótrúlega fyndnar kellur sem passa algjörlega sinn spilara, réttir þér kylfuna, leiðbeinir og fylgist með hvar boltinn lendir, vorum oft í erfiðleikum með það sökum þess hve langt hann fór... alveg með þetta á hreinu, og þegar komið er á púttflötina og möguleiki á erni eða fugli á hverri holu, þá segja þær hvort flötin sé up - eða downhill og benda nákvæmlega hvert miða skal. ótrúlega gaman.

hua hin er hvað þekktast fyrir að vera sumardvalar staður kóngsins og byggðist svæðið upphaflega sem túristastaður vegna þess hve vel honum líkaði. nú er kóngurinn orðinn sjötíu og átta ára og eyðir nánast öllum stundum hér, fer aðeins til bangkok þegar frakklandsforseti, spánarkonungur eða minni spámenn kíkja við. sumarhöllin er aðeins steinsnar frá hótelinu sem við dvöldum á (en ekki boðið í kaffi) og fyrir utan ströndina liggja fjögur varðskip og vernda kallinn fyrir fiskibátum, jetski og öðrum truflunum. skandinavar uppgvötuðu þessa paradís fyrir einhverjum árum og ekki þverfóta fyrir svíum, norðmönnum og dönum, gjörsamlega stappaður bærinn af þessum þjóðflokki og tja - bara nokkuð vinalegt og eins og að koma heim fyrir suma. markaðir, veitingastaðir, skraddarar og gleraugnaverslanir eins og augað eygir. heimsreisufararnir eru í þessum bæ svipaðir og samsonite fólkið á khao san road í bangkok. alveg út úr kú með bakpokana okkar innan um allt fína fólkið:)

hið ótrúlega gerist enn. venjulegur morgunverður á hótelinu og allt í einu spýtir maggan út úr sér öllu rice krispies morgunkorninu og hrópar upp fyrir sig. haldið þið ekki að par sem duggaði með okkur á halong bay - víetnam hafi poppað upp, af öllum. þau eru frá argentínu og búin að vera að heiman í sjö mánuði. hafa aldrei á þessum tíma leyft sér munað af neinu tagi, bara hostel og kalt vatn. ákváðu þó þarna að leyfa sér nokkrar nætur í fimm stjörnunum áður en þau héldu til indlands. já heimurinn er svoooo lítill.
vinnum nú hörðum höndum að því að koma okkur í hversdagslíf bakpakkarans, hótel orðið að hosteli o.s.frv. stefnan tekin enn lengra suður á bóginn í tælandi og gott ef neðansjávar lífið verður ekki kannað frekar. allir við hesta heilsu og kroppurinn rauð-brúnn.
kveðja til allra
magga megabrúna & robbi rauð-brúni