þriðjudagur, mars 21

skemmtileg borg hún kuala lumpur

þá er komið að kveðjustund hér í malasíu, förum með næturrútu til singapore á eftir. höfum verið hér í kl síðustu daga og notið lífsins. skruppum reyndar á eitt stykki formúlukeppni um helgina, það var ágætt;)
nei, ef við tölum nú af alvöru þá er þetta einn af hápunktum ferðarinnar. hitinn kannski aðeins of mikill eða við líkamshita. þrátt fyrir mikla vatnsdrykkju þá svimaði okkur báðum þegar við stóðum upp eftir tímatökuna á laugardaginn. hitinn var aðeins minni á sunnudeginum eða 34 gráður. eignuðumst vini á formúlunni, hjón sem sátu fyrir ofan okkur og heita naan og sabhawa, þetta er heimafólk sem var á sinni fyrstu formúlukeppni og fannst mikið til þess koma að hitta fólk frá íslandi. verst að við misstum af þeim strax eftir keppni. eflaust voru þau að flýta sér í moskuna/bænahúsið! en þau eru múslimatrúar og biðja því fimm sinnum á dag. þar sem malasía er múslimaríki er jafneðlilegt að koma upp bænahúsi og almenningsklósetti. á formúlubrautinni er því fjöldinn allur af þess háttar herbergjum. er kom að klósett ferð mátti varla á milli sjá hvor röðin var lengri, þessi á klósettin eða þessi í bænahúsin.
við erum að sjálfsögðu búin að heimsækja þjóðar mosku þeirra malasíubúa. auðvitað vorum við ekki klædd við hæfi svona á hlírabolunum og stuttbuxunum. þurftum að klæðast kufli og maggan þurfti að vera með sjal yfir höfðinu. róbert var í svörtum kufli og líktist nú einna helst presti í hempu, fór honum bara vel... myndir síðar.
við gleymdum ekkert að kíkja í eina eða tvær verslunarmiðstöðvar. hafa það allar sameiginlegt að vera riiisastórar. í gegnum eina rennur heil á þar sem hægt er að taka báta taxa á milli búða. önnur er ellefu hæðir með skemmtigarði og stærsta innanhústívolí í heimi. okkur svelgdist á af öllum þessum búðum og ákváðum að halda okkur við tívolíið. eyddum dagsparti þarna með fólki frá englandinu sem við kynntumst í cameron highlands, sveitin þið munið. þau heita gary og claire, hið vænsta fólk hreinlega. gary er búinn að ferðast í þrjú ár, aðeins. claire er búin að vinna í ástralíu í rúmt ár og kynntust þar. já, maður er bara ungur og óreyndur í ferðabransanum miðað við hann, kannski er þetta bara rétt að byrja hjá okkur;) við vorum einsog litlir krakkar í tívolíinu og fórum aftur og aftur í rússibanann, eða þar til við vorum orðin græn í framan.
í kínahverfinu hér í kl er hægt að kaupa allt möögulegt ódýrt, endalaust af úrum, bolum, töskum og glænýjum dvd myndum. maggan gat hamið sig og keypt bara eina ekta feik prada tösku, það var gaman. nei mamma, robbi keypti engan bol:) endurtekur sömu setningu þegar labbað er framhjá básunum, "nei, mamma þín er búin að banna mér að kaupa fleiri boli";)
jæja, næturrútan bíður víst eftir okkur,
þetta er margrét ágústa sem kveður frá kuala lumpur.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Það er alltaf jafn gaman að lesa pistlana ykkar. Það hefði nú verið gaman að komast í þessar verslunarmiðstöðvar ;)

Ég sit bara hérna með nefið á kaf í bókum ;(

16:48  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

"bara eitt ekta feik veski"? Halló! Ekki gleyma að kaupa jólagjafirnar...
Ó hvað það er annars alltaf gaman að heyra frá ykkur, er málið að fara í verslunarferð til Kuala Lumpur? Annars er smá vor að láta sjá sig, en okkur svimar ekkert af hita hér...
Saknykkar,

17:00  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hello það var skritð að heira viðtal við ykkur á sunnudagin fyrir formúluna en það var gaman ,vá hvað ég hefði vilja vera á F1 með ykkur en það kemur að því . Það er kallt á ISLANDI núna snjókoma og frost jibbi heirumst elskurnar

19:41  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

ja sher gut. bilder ist komnar inn. gott ad hafa aflogu tima thegar bedid er eftir herberginu sinu... verdur gaman ad sja hvad ykkur finnst:)

kv fra singapore

04:46  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Ég skila kveðjunni Margrét mín, hér kíki ég alltaf inn reglulega og öfundast út í ykkur:-/
En það var rosa gaman á árshátíðinni, þjónustverið skemmti sér held ég best:-)

08:48  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Vá nú er komin öfund í mína, langar soldið að komast burt úr kuldanum...
Hafið það gott og skemmtið ykkur áfram!
kv. Þyrí
p.s. já Þjónustuverið skemmti sér best;)

10:31  

Skrifa ummæli

<< Home