sunnudagur, mars 12

undursamlega tæland

já já, við vitum upp á okkur sökina:) orðið allt of langt síðan síðast, allt í einu engin netkaffi í asíu...

næturrútan skilaði okkur heilum og svefnlitlum til khao lak kl. sex um morgunn. okkur hent út bókstaflega á einu götu bæjarins svona pínu in the middle of nowhere. vildum fara þarna megin tælands eða vestan megin til að sjá afleiðingar tsunami. héldum að við þyrftum nú að fara nær phuket en raunin önnur. hamarshögg, steypubílar, menn og konur um allt að vinna að uppbyggingu nýrra hótela og koma bænum í rétt horf. flóðbylgjan fór ansi illa með þennan bæ. lögreglu bátur tvo kílómetra upp á landi en þar er hann hafður sem minning. allsstaðar meðfram ströndinni mátti líka sjá eyðilegginguna, myndir og kveðjur til fórnarlamba, bæði túrista og heimamanna, hengdar á brotin tré. rómantísk gönguferð við sólsetur á ströndinni snerist því í frekar sorglegan labbitúr.
fórum í bestu köfun hingað til (svona af því maggan hefur kafað svo oft) við eyjar sem heita similan og eru níu talsins. köfuðum að sjálfsögðu við eyju sjö:) en ekki hvað! þær heita nebbilega eftir númerum. og ekki nóg með það, heldur reitaður einn af topp tíu köfunarstöðum heims. með skyggni frábært, eða um tuttugu metrar neðansjávar var ótrúleg upplifun. engu líkara en nemó væri með ættarmót hvert sem litið var og boðið öllum hinum fiskitegundunum með. litadýrðin, kóralrifin, húff, get ekki líst þessu. vona að einhverjar myndir hafi fests á filmuna, því þær segja miklu meira en þessi lýsingarorð sem koma ekki. hraðbáturinn, já alveg rétt, hraðbáturinn og dive meistarinn okkar fengu báðir að kenna á tsunami. meistarinn var á bryggjunni að kenna og undirbúa köfun þegar bylgjan kom. horfði á þegar sjórinn allt í einu hvarf og kom svo stuttu seinna af fullu afli og þeytti bátnum okkar (og öllu öðrum sem lá við bryggju) kílómetra upp á land!! báturinn var gerður upp, svo vel að gripurinn er nánast of fínn til að vera notaður í svona sport. núna er talað um fyrir og eftir tsunami, báturinn áður stappfullur af dýfingarfólki á hverjum degi, en í dag verða fyrirtækin að samnýta tæki og tól til að lifa af.
úr köfun komum við seinnipart dags og ákváðum að halda skyldi lengra suður á bóginn. eins og sönnum bakpökkurum, með salt sjávar ennþá í hárinu, sviptum við okkur á vegkantinn og veifuðum næstu rútu til phuket. ekkert svona bsí eða rútustöð sem hægt er að kaupa miðann fyrirfram, heldur bara veifað glaðlega. reyndist vera "non air con" rúta með þrem starfsmönnum, bílstjóra, miðakalli og einum sem flæktist bara fyrir. orðin frekar þyrst, svöng og þreytt þegar phuket var náð. phuket ekki fyrir okkur.

ko phi phi, þar erum við að tala saman. það er ekki bara sólsetur í skagafirði í þessu lífi. mögnuð fegurð hvert sem litið var. hvítar strendur, kristaltær sjór og uppbygging í fullum gangi eins og á fyrri stöðum. á þessum stað eru engir "rickshaw" eða "túk-túk" til að komast leiðar sinnar, heldur notaðir svokallaðir "longtail boat". þannig grip þurfti að kalla til svo kæmumst við milli bæjar og hótels. herbergið okkar reyndist vera bungalow alveg upp við ströndina með fegurðina beint í æð. þetta er reyndar eyja klasi og við ekki lengi að panta í dagsferð með "longtail boat" til að sjá þær allar. lagt af stað í bítið með vatn og ananas í nesti. duggað í nokkrar mínútur að fyrstu eyju. þegar um hundrað metrar eru í eyjuna er slökkt á mótornum og kafteinninn segir bara "swim". hann byrjar svo að kasta brauði í hausinn á okkur þar sem við erum að snorkla. það er við manninn mælt, fiskar í tugatali og í öllum litum synda um okkur öll og eru alveg upp við glerið á köfunargleraugunum. magnað. svona leið dagurinn, stoppað á stöðum hver öðrum fallegri, m.a. þar sem myndin the beach var tekin upp.

erum komin til malasíu. bátsferð frá phi phi á meginland tælands og mini bus þaðan niður til malasíu sem saman stóð af skemmtilegri flóru fólks; hjón - konan með slæðu, önnur hjón - gul að lit, einstaklega myndarlegt par - maggan og robbinn, kolsvartur maður frá usa, tveir japanskir strákar og síðast en ekki síst, maður í gulum kjól - munkur. þess má geta að bílstjórinn var innfæddur tælendingur.

meira um þetta síðar...

hentum inn síðustu myndum sem birtast munu frá tælandi að undanskildum nokkrum sem teknar voru neðansjávar. minnum á hversu þægilegt er að nota "slideshow" valmöguleikann, koma sér vel fyrir í stólnum og ferðast með okkur:) að endingu látum við bæn bakpakkarans flakka hérna á síðuna, á ótrúlega vel við.

Heavenly Father look down on us your humble, obedient tourist servants, who are doomed to travel this earth taking photographs, mailing postcards, buying souvenirs, and walking around in drip-free underwear.
We beseech you Lord to see that our planes are not delayed, our luggage is not lost & overweight baggage goes unnoticed.
Give us this day your divine guidance in the selection of our hotels, that we may find our reservation honoured, our rooms made up and hot water running from the faucets.
We pray that the toilets work and the telephone operators speak our tongue, that there are no emails from our children which would cause us to cancel the rest of our trip.
Lead us to good inexpensive restaurants where the wine is included in the price of the meal and local taxes are not added on later.
Give us the wisdom to tip correctly in currencies we do not understand. Make the natives appreciate us for the loving people we are, and not for what they can extract from our purses.
Grant us the strength to visit museums, the cathedrals, the palaces and all the "musts" in the guidebook, and if we skip an important monument to take a nap after lunch, please have mercy on us as our flesh is weak.
Dear God please protect our wives from "bargains" they don't need, can't afford, and can't fit into their suitcases anyway. Lead them not into temptation, for they know not what they do.
Almighty Father, keep our husbands from looking at foreign women and comparing them to the vintage domestic model. Save them from making complete fools of themselves in nightclubs. Above all, do NOT forgive them their trepasses for they know exactly what they do. And worse, enjoy it.
When our journey is over. grant us the persistence to find someone who will watch our home movies and listen to our stories, so our lives as tourists will not have been in vain.
This we ask you in the name of Conrad Hilton,Thomas Cook American Express, Visa, & Mastercard.

amen

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Þetta er magnað hjá ykkur! Haldið áfram að njóta ferðarinnar og ég held áfram að fylgjast með ykkur!
Saknaðarkveðjur, Beta Rán

17:54  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Elsku börn!
Gaman að heyra frá ykkur, við vorum nokkuð viss um að þið væruð í góðum málum meira að segja mjög góðum!!!það er greinilega komin rétti gírinn hjá ykkur, frábært. Við vorum reyndar farin að kíkja kvölds og morgna á síðuna. Njótið njótið, ma og pa

19:47  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

það er alveg frábært að fylgjast með ykkur..gangi ykkur vel.kv.
Anna Spron

21:46  
Blogger vésí beib hafði þetta að segja...

þessi bæn er znnnnilldin sjálf! það er óendanlega gaman að fylgjast með ykkur - æðiskæði!

14:22  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hvernig stendur á að það er aldrei minnst á hið ódrekkandi viskí sem þeir brugga þarna úti eða beer lao eða chang beer...? Þetta var það sem ég talaði mest um... En djöfull hljómaði samt síðasta færsla, Náttúrujarlabragur á henni, húkka sér far með rútum og kynnast náttúrunni neðansjávar... Pínulítil öfund hérna megin, kv Ljómi

22:23  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

ertu að grínast ljómi san, hélt maður þyrfti ekki að taka svona hversdagslega hluti fram;) eitt af takmörkum ferðarinnar var að súpa á local bjórnum í hverju landi; kingfisher í Indlandi, tsing tao í kína, uuummmmm beer lao í laos, 333 og tiger í víetnam, angkor í kambó, singha í tælandi en er í pínu vandræðum í malasíu vegna islam, bjórdrykkja ekki vel liðin. þessar tegundir hafa oft verið smakkaðar og stundum yfir ráðlögðum dagskammti, t.d. í gær...

14:02  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hey! Very Nice! Check out this website I found where you can get a FREE
GAME SYSTEM. It's not available everywhere, so go to the site and put
in your zipcode to see if you can get it. I got mine and sold it!

http://www.degree-programs-online.info/extramoney.htm

15:21  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hæhæ,
Mikið er gaman að þið fóruð að ströndinni "the beach" vona að það hafi ekki verið neinir hákarlar þar!!
kv. Þyrí

16:45  

Skrifa ummæli

<< Home