laugardagur, mars 4

skin og skúrir

aldeilis maður gerir góðverkin hægri vinstri í þessari reisu. viljum benda á frétt sem birtist á mbl er ber heitið; kínverjum kenndir mannasiðir fyrir ól 2008
"Kínversk stjórnvöld keppast nú við að bæta mannasiði landsmanna fyrir ólympíuleikana, sem haldnir verða í Peking eftir tvö ár. Stefnt er að því að uppræta dónaskap eins og að hrækja á götur, henda rusli á víðavangi, ryðjast inn í strætisvagna og almenna ókurteisi.
Leiðarvísar hafa nú verið gefnir út og sjónvarpsauglýsingar predika góða mannasiði og snyrtilegan klæðaburð, hvernig bjóða eigi útlendingum aðstoð á ensku og annað sem nauðsynlegt er talið fyrir leikana."

við áttum nefnilega fund með yfirvöldum í kína eftir að hafa gert samfélagslega úttekt á mannasiðum kínverja, bentum á þessa galla og mótuðum stefnu um hvernig megi taka á þessu vandamáli fyrir ól. niðurstaðan varð sú að m.v. þann tíma sem þeir hafa fram að leikunum sé vænlegast að hrinda af stað auglýsingaherferð í kínverskum sjónvörpum.

hér má sjá hvað við skrifuðum á bloggið um beijing þann 21.01.06;
"einsog adur hefur komid fram var glapt alveg svakalega a okkur i indlandi, jadradi stundum vid misnotkun!! thad er greinilega hvorki talid donalegt ad glapa ne benda a folk i indlandi. annad er uppi a teningnum her i kina th.e. misnotkun af odru tagi, en kinverjum virdist lida best i mikilli mannthrong og finnst bara edlilegt ad standa alveg klesst upp vid thig. thetta hlytur ad vera afleiding af thessum mikla mannfjolda. vid t.d. stodum i rod a lestarstodinni og hvad eftir annad trod folk ser fyrir framan okkur af thvi thad voru nokkrir cm i kinverjann fyrir framan okkur, thurftum thvi ad beita ollum brogdum til ad halda okkur i rodinni til ad tala taknmal vid konuna i burinu. afgreidslukonan skildi ad sjalfsogdu ekki stakt ord i ensku frekar en adrir her og thar sem konan fyrir aftan okkur i rodinni kom ser svona lika thaegilega fyrir a bakinu a okkur sneri eg mer vid og spurdi hvort hun kynni ensku, thad var nu aldeilis ekki og hristi hun hausinn og brosti hringinn... nei hun bara faerdi sig naer mer ef eitthvad var!!!"

þetta skrifuðum við 25.01.06.
"eyddum síðustu kvöldunum á "local" veitingastað, borðað alvöru kínverskt með prjónum. talandi um prjónana, erum útskrifuð í þeim efnum, þegar furuhneturnar eru farnar að lenda í gininu þá deyr maður ekki úr hungri. kínverjar eru langt á eftir í reykingar menningu, má allstaðar reykja, þar á meðal inn á þessum téða stað og verið að spandera í öskubakka? nei, nei, askan losuð á gólfið og stubburinn á eftir. kipptum okkur því ekki mikið upp við það þegar leigubílstjórinn kveikti í rettu kl. sex í morgun á leið á völlinn, ógleði.is. bara brot af (ó)siðunum."

ef við kíkjum á hvað hjónin skrifuðu um beijing;
"Já krakkar mínir nú erum við komin í aðeins meiri hita. Skiptum úr skítakulda í Hrákaborginni Peking í yndislegan hita í Broslandinu Thailandi."

"A ferdum manns herna um gotur Peking tha verdur madur ad passa sig ad vera ekki fyrir hrakunum hja localnum. Kinverjarnir herna hraekja alveg rosalega mikid med tilheyrandi ohljodum og slummum a gangstettunum. Manni fannst thetta nu frekar ogedfellt svona til ad byrja med en thetta er nu farid ad venjast. Madur verdur bara ad passa sig ad lenda ekki i skothridinni."

það er góð tilfinning að geta orðið að liði og nú verður bara spennandi að fylgjast með hvernig yfirvöldum í kína gengur að kenna heimamönnum (íslenska) mannasiði. til að fylgja þessu verkefni eftir verðum við að fara þangað aftur og kanna stöðuna 2008, sunna á ól, sunna á ól!!

Erum ennþá stödd í þessum rólega og vinalega bæ, hua hin. megin ástæðan fyrir veru okkar hér er... tatatatamm, vorum að bíða eftir einstaklega merkilegu umslagi sem sent var frá malasíu;) robbinn brosir hringinn því í morgun barst honum téða umslag í hendur. þetta eru miðar á formúlu keppnina í malasíu þann 19.marz. förum héðan í kvöld með rútu sem ætti að skila okkur til kao lak í fyrramálið, ákváðum að sleppa þessum týpísku bakpakkara eyjum sem allir fara á þ.e. ko tao og ko pha ngan. náum ekki full moon partýi á pha ngan vegna formúlu, ætlum að reyna að kafa á ko similan í staðinn en það er talinn einn fegursti köfunarstaður heims. einnig mjög spennt að komast á slóðir tsunami (flóðbylgjan) og sjá hvernig uppbyggingu miðar.

lentum í fyrstu rigningu þessarar reisu, úrhelli hófst á hádegi í gær og það rigndi stanslaust til klukkan fimm. eftir hálftíma rigningu var hér allt á fl0ti og varla hægt að skjótast milli húsa. gullfossar streymdu af hverju húsþaki. fórum samt í göngutúr til að mynda herlegheitin, þær segja meira en mörg orð. allt fór úr skorðum hér vegna þessa, ekki nóg með að umferðarljós yrðu óvirk heldur datt internetið niður líka, ekki bara á okkar netkaffi, ó nei, um allan bæ. í dag eru engin ummerki þessa atburðar því sólin skín og hitinn er yfir þrjátíu gráðurnar.
látum þetta gott heita í bili, hentum inn myndum sem vert er að skoða, tvær síður og allt.
eigið þið frábæra helgi allir saman...

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Sko, á meðan það er úrhellis rigning og allt úr skorðum hjá ykkur í Hua Hin þá er "úrhellis" snjókoma hér í mið-evrópunni og allt úr skorðum. Ma og Pa rétt að lenda á Íslandinu núna eftir allskonar ævintýramennsku á vellinum í Frankfurt. Við "litla" fjölskyldan aftur á móti sluppum við þetta allt. Reyndar er ekki hægt að horfa á sjónvarp þar sem móttakarinn á þakinu er snjóaður í kaf, en það gerir nú ekkert til.

13:14  
Blogger lkristin hafði þetta að segja...

Hehehehe meira hvad their toku thessum tilmaelum okkar vel. :) Tharf sko aldeilis ad skola mannskapinn til svo olympiuleikagestir fari ekki uthraektir heim til sin. Otruleg gaman ad lesa hvad a daga ykkar hefur drifid og takk fyrir postinn. Er buin ad svara ;) Haldid afram ad hafa gaman og skemmtid ykkur serstaklega vel a formulunni.

Knus fra okkur
Laufey og Indridi

13:14  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Nei ekki sleppa full moon party... Thad var hrika gaman. En samt líklegt ad Hlebardinn verdi sattari a formulunni thannig ad nu er thetta farid ad hljoma eins og eg se ad hugsa upp hatt a bladid...
Athyglivert

kv Ljomi San

00:54  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hæ, hvernig gengur? Er verið að kafa á fullu og sóla sig? Ekki gleyma að skrifa okkur fréttir.
Ble.
Erum farin til la.

09:47  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

ju ju vid erum sprell alive. erum a eyju sydst i eyjaklasa thailands, og heitir ko phi phi. hvitar strendur, graenn sjor og svo fallegt ad vid verdum ad blogga seinna:)

all the best

11:42  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hæhæ,
gaman að heyra frá ykkur aftur, maður var bara farin að vera áhyggjufullur.
Hitti Ása og Píu á laugard. Móðir og börnum heilsast vel... ég var á hinns vegar að drekka Mojitos!! :/
kv. Þyrí

18:08  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Sæl og blessuð elsku börn!
Gott að heyra að þið séuð í svona góðum gír og allt fallegt og gott þarna hjá ykkur. Heyrum frá ykkur síðar, hér er allt að færast í hversdagsskorður bara einn réttur á kvöldin og gamla góða kellox á morgnana. Knús og aftur knús frá ma og pa

20:33  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hæ hæ gott að þið hafið það gott þarna uti,ps flottar myndir fra tailandi . það er allt agætt að fretta af kroknum við erum að visu buin að vera veik en erum að jafna okkur , hafið það sem best kveðja kjartan og sara

22:14  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hæ Hæ það var gott að hreyra röddina þína Robbi minn á skype um daginn hrein tilviljun að við vorum inni á sama tíma. vona að þið njótið ykkar á ko phi phi eyjunum, bæði tvö. Verð áfram með í anda. Á að skila kærri ferðakveðju frá Önnu, Guðrúnu og afa þau eru öll með í för. hehehe.
Njótið ykkar í öllu sem að á vegi ykkar verður.
mörg knús
Mamma í Koppó

11:10  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hæ þetta er ég Svavar Brói já ég kann loksins að senda þér línu gerði alltaf eitthvað vittlaust.Okei ég hef séð að þið hafið ekki setið auðum höndum við að skoða heiminn er ekki ógeðslega gaman!. Það sem er að frétta hjá okkur er að við erum búinn að kaupa 100m2 sumar hús sem ég ætla að fara með norður ísumar svo gengurbara vel vinn mikið er sjaldan heima æ þú þekkir það jú við erum að fara til Spánar 8 Apríl í 1/2 mánuð jæja ég slæ á þráðinn seitna gangi ykkur vel elskurnar mínar Kiss Kiss Svavar Thelma og börn.

22:21  

Skrifa ummæli

<< Home