föstudagur, apríl 21

usa - síðasta stopp

gleði, glamúr og glæsileiki hafa einkennt dagana frá því við lentum hjá stóra bróður, allavega í los angeles. veran þar snerist algerlega um kvikmyndabransann, enda borgin margfræg fyrir téðann bransa. heill dagur í universal studios, túr um beverly hills hverfið og hallir fræga fólksins skoðaðar, og við meira segja búin að standa á sviðinu hans óskars og þakka mömmu og pabba, meðleikurum og síðast en ekki síst leikstjóranum fyrir allt saman (með tárum og ekka:). áður en við komum til la var búið að ákveða að leigja bíl, þar sem almenningssamgöngur eru ansi fábrotnar og vegalengdirnar svakalegar. frekar súr eftir 12 tíma ferðalag frá rarotonga röltum við inn á bílaleigu. spurðum manninn fyrir aftan borðið hvaða mega tilboðsverð hann gæti gefið bakpökkurum eins og okkur á ódýrasta bílnum (sem var hyuandi skv. verðskrá). maðurinn; "fyrir fimm daga get ég látið þennan forláta hyuandi fyrir þetta verð". við (frekar hneiksluð); "what! er það besta verðið?". maðurinn (hugsandi á svip og rýkur aftur í tölvuna); "nei, heyrðu við eigum svo marga ford mustang með blæju, átta sýlindra kvikindi, fyrir helmingi minna en hyuandinn". við náttúrulega ótrúlega svekkt að "þurfa" að rúnta um hollywood boulevard með blæjuna niðri og svarta rappmúsík í botni;)

fyndinn þessi angelinos þjóðflokkur (fólk í la gengur undir því nafni). þar sem svo margir leikarar, frægt fólk og minni spámenn búa á þessum "litla" bletti þá halda allir að einhver, sé einhver. allsstaðar þar sem gengið er um sérðu fólk horfa á hvort annað með rannsakandi augum, og athuga hvort þetta sé ekki örugglega einhver frægur, eða a.mk. einhver sem lék í einum þætti af melrose place fyrir tíu árum eða svo. við vorum því hæstánægð að rúnta um á okkar mustang, og gott ef fólk horfði ekki og hélt að við værum "einhver". borgin er annars mjög skemmtileg og glæsileg. 500sl týpan af bens er jafn algeng þarna og yaris er heima á fróni. og ekki bara bens heldur bentley, rollsinn, ferrari og lamborghini voru mjög algeng sjón. ríka fólkið býr svo ekkert í neinum torfkofum, lætur kannski lítið yfir sér svona alveg beint fyrir framan húsið. þegar farið er fyrir hornið þá sést að það nær kannski yfir svona 10 hektara! hallir sem við sáum áttu eigendur á borð við júlíu róberts, nicolas cage, john travolta og britney spears svo fáeinir séu nefndir.

þegar komið er upp í kok af fræga fólkinu, þá er bara skotist yfir mojave eyðimörkina og hviss bang, mætt til las vegas - borgarinnar sem aldrei sefur. ótrúleg borg. ímyndið ykkur ofskreytt jólatré, með alltof mörgum seríum, já þannig lítur las vegast út. hótelin og spilavítin hvert öðru glæsilegra og blikkandi. svona dáldið eins og maður hafi farið úr raunveruleikanum og inn í draumaheim með því einu að skipta um fylki. ég meina, hvar annarsstaðar sérðu eiffel turninn og frelsisstyttuna standa við sömu götu? stoppið í styttri kantinum en náðum þó að virða fyrir okkur draumaheim og spila smá blackjack;)

borg borganna, new york, er okkar síðasta stopp í þessu ævintýri. stóra eplið eins og það er svo oft kallað hefur sko ekki svikið okkur. það er eitthvað við það að vera í new york. eitthvað svo spennandi og mystískt. hrikalega upptekin borg, fólk á þönum, menn í jakkafötum með vindla í munnvikinu að ræða verðbréfa markaðinn og hvort nasdaq hafi hækkað eða lækkað þennann daginn og gulir leigubílar flautandi fastir í umferðinni. það er af nógu að taka fyrir túristann að skoða. erum búin að afreka; frelsisstyttuna, ground zero (fyrrverandi tvíburaturna), rockefeller center, central park, empire state bygginguna, grand central station, times square, soho og hinar ýmsustu skemmtilegu verslanir. hápunktinum var þó náð í gær (allavega fyrir kvenkyns partinn í þessu ævintýri) þegar farið var á slóðir carry og vinkvenna í sex and the city. í fjóra tíma var keyrt á milli tökustaða, fyndin atvik rifjuð upp, borðað "cup cake" og drukkinn cosmopolitan. í lokin, þegar rútan var að keyra á upprunalegan stað, öskraði leiðsögumaðurinn af kvenkynsstofni eitthvað óskiljanlegt í hátalarann og fimmtíu aðrar stelpur fylgdu í kjölfjarið. haldið ekki að colin farrell hafi verið að labba yfir götuna og varð þess valdandi að robbinn heyrir ekkert með öðru eyranu í dag;) veðrið hefur verið einstaklega gott á okkur og vorið/sumarið alveg að koma hérna á austur-ströndinni. tíminn því verið vel nýttur og lappirnar fengið að finna fyrir því á milli stræta og avenjúa.

síðasti flugmiðinn bíður eftir að verða notaður á morgunn þegar við fljúgum til london. ekki alveg komin með heimferðar tímann á hreint. þið bíðið því aðeins með hattana og knöllin.
nánar síðar.
jú og gleðilegt sumar öll sömul...

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

vá kvað ég öfunda ykkur af öllum sem þið eruð búin að gera síðustu mánuði, örugglega búið að vera meiriháttar ferðalag hjá ykkur og þið kunnið sko sannarlega að njóta þess.

kv.
Anna spron

10:00  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

það er kominn tími til að róta í geymslum og kompum. hattar og knöll óskast á kef á morgun lau. kl.15.00 gmt. hlökkum til að hitta ykkur öll...

14:29  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Það er búið að vera frábært að fá að fylgjast með ykkur á ferðalaginu. Njótið vel síðustu dagana...
kv. Þyri´:)

15:54  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Ég verð með hatt og knöll úti á gangstétt á morgun og vonast eftir ykkur....
Treysti á ykkur hin með Keflavík á morgun...

16:43  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Gleðilegt sumar og hlakka til að heira i ykkur og sjá.

23:37  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Velkomin heim.
Kemst því miður ekki til Kef. þar sem við hjónin erum á Búðum þessa helgi en setjum upp hatta og knöll kl.15 í dag og verðum með ykkur í huganum.
Það verður nú gaman að sjá ykkur loksins.
Kv. Ásta
P.S. Treysti að þið látið okkur vita þegar þið eruð tilbúin að hitta siðmenntað fólk aftur (eftir a.m.k. 2 vikna svefn geri ég ráð fyrir (",)

13:06  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

oh my gaa... og skilaðir þú ekki svakalegri kveðju til Mr. Farrel frá mér.. ætla rétt að vona það.. heheheh hafið gott á ferðalaginu svona undir lokin...

Kveðja
Sigga Harpa

15:51  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Velkomin heim elsku börn! Frábært að sjá ykkur í gær. Þegar við vöknuðum í morgun voru við farin að halda að okkur hefði dreymt þetta, en heima er best eða hvað???? ma og pa

21:50  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Velkomin heim! Frétti að Maggan hefði verið að spóka sér í Smáralindinni!! Hlakka til að hitta þig og heyra alla sólarsöguna!
Heyrumst,
Inga Jessen

16:57  

Skrifa ummæli

<< Home