laugardagur, janúar 28

happy new chinese year

eigum við eitthvað að ræða það hvað við elskum elskum að vera hérna? fólkið, maturinn, veðrið og ekki síður verðið gerir þetta allt frábært. það er óhætt að segja að fyrsti dagurinn í bangkok hafi verið tekinn með trompi, ekki nóg með að grúppan hafi ákveðið að hittast snemma í morgunmat þá vorum við robbi mætt klukkutíma fyrr. já svona eru túristamistökin, gleymum að stilla klukkuna eftir kína og vorum því búin að sturta okkur og borða morgunmat langt fyrir sólarupprás:) skoðuðum okkur um allan daginn í bangkok, lærðum á lestirnar og bátataxana fyrir hádegi og vorum komin á aðaltúristagötuna seinnipartinn. þar var splæst í thai-buxur og boli á fólkið, eftir prútt - að sjálfsögðu. við erum því orðin einsog allir hinir ferðalangarnir hérna, en þeir eru sko ekki fáir get ég sagt ykkur. bæði í indlandi og í kína fannst manni að segja ætti hæ við alla sem eru hvítir. en hér er öldin önnur, allt morandi í túristum sem eru að gera nákvæmlega sama hlutinn og maður sjálfur, allir í thai buxum og teva skóm -smart, eða hvað? ekki nóg með að allt sé morandi af hvítu fólki hérna þá var scheffinn hér á hostelinu þvílíkt ánægður þegar við komum og sagði að við værum fyrstu íslendingarnir sem komið hefðu á hostelið hans. daginn eftir: við komum trítlandi niður í morgunmat, frekar súr með stírurnar í augunum, kemur ekki bretinn hlaupandi á móti okkur, brosandi út að eyrum og segir að fleiri íslendingar séu á leiðinni eftir hádegið. þegar við komum heim á hostel um kvöldið tók hann á móti okkur úti á götu, alveg að rifna úr spenningi og gargaði i´m gonna intródjús you. þetta reyndust vera þrjár hressar reykvískar píjur búnar að ferðast um eyjarnar hér í suður thailandi á leið til hong kong.
erum búin að afreka ýmislegt hér í bangkok, ekki nóg með að einn túristadagur hafi verið tekinn þá er líka búið að taka beauty dag, stúlkan fór í heilnudd, fótsnyrtingu, handsnyrtingu og andlitsbað, já krakkar mínir þetta þyngir ekki bakpokann og tæplega hægt að segja að þetta létti budduna mikið;) robbi ákvað að athuga hvernig tannlæknarnir í bangkok eru og fá þeir fimm stjörnur. hitti reyndar bandarískt par hér á hostelinu sem hafði komið hingað í allsherjar tannsadæmi (gera við skemmdir, taka fjóra jaxla og fjarlægja teina) þau létu hann fá símanr. hjá tannsanum. tekin var röntgen af robbanum og kom í ljós að allt er í himnalagi með tennurnar, vitum samt ekki hvort við eigum að fagna því eður ei. það sem er að bögga hann þarna í munninum/kjálkanum er þá væntanlega einhver eftirköst af bílslysinu, hann er mjög stífur í öxlum og efst í baki og þetta gæti leitt þarna upp, hmmm...
leiðin liggur nú norður í land (feels like home að segja þetta;) og ekki vitað hvenær verður látið vita af sér næst, nema þá kannski frá laos?
ætlaði að setja inn myndir frá kína en tekur hundraðogþrettán mínútur að upphala einni.
thelma ágústsdóttir er kennd er við keisaraætt sóldaggar á afmæli í dag, til allra hamingju thelma okkar með daginn:) hún er afmælis barn vikunnar að þessu sinni en sá siður verður viðhafður hér með..
gleðilegt ár öllsömul

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Takk fyrir þetta krakkar mínir haldið áfram að njóta ykkar. Vona að bakið og munnurinn hans Robba jafni sig sem fyrst ( það er sko himneska sveita mjólkin sem að heldur tönnunum heilum Robbi minn það segir Elvar) ekki fleiri orð um það. Kær kveðja úr Koppagötunni og af Öxlinn. (;;)

12:11  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Alltaf gaman að lesa ykkur elskurnar mínar. Er búið að panta í fjölskyldutannatjékk hjá þessum tannsa?
Gott að Magnús heldur sínu striki og lætur dekra við sig, en hvað með Róbó, þarf ekki að nudda hann líka?

14:03  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Gott að heyra frá ykkur ,njótið lífsins og verið áfram dugleg að blogga.Hafið þið frétt af norðmanninum ykkar? við vitum ekkert,er ekki bara allt í besta?
Við erum að fara að sjá Sunnu vigja nýja frjálsíþróttahöll og svo er hornfirðinablót í kvöld .Á morgun mætir svo Esig frá Lux svo það er stuð. Kær kveðja úr Hvannó

14:08  

Skrifa ummæli

<< Home