mánudagur, janúar 16

síðustu dagarnir í delhi

þeir hafa verið frekir rólegir síðustu dagarnir hérna í delhi. mannlífs rannsóknir og fleiri áhugaverðir staðir skoðaðir s.s. háskólinn (þar sem fimmtíuþúsund manns nema), dýragarðurinn ofl. við höfum nú reyndar lítið séð af möggunni, nema þá helst í byssukúluformi, skjótast á milli salerna með kinnarnar saman hertar. já við hefðum nú átt að gorta okkur minna af víkinga heilsunni og koníaks sullinu í fyrri pósti, held að við séum búin að afsanna þessa gömlu góðu kenningu með staupið kvölds og morgna:) en þökk sé áþekkum fyrirtækjum eins og vistor og actavis þá er iðrakveisan á bak og burt og allir við hestaheilsu.

nú tekur við ferðalag til næsta áfangastaðar og verðum komin þangað eftir rúman sólarhring og verðum þá átta klst. á undan fróni.

fréttir berast næst frá lýðveldinu kína.

góðar stundir...

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hæhæ krakkar,
gaman að fylgjast með ykkur og þið eruð greinilega að sjá og upplifa ýmislegt!!!
Ég vona að þú lagist í maganum Margrét mín!!!!
Góða skemmtun í Kina með litla fólkinu;)
Kv. Þyrí
1-0 fyrir Spron

09:19  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Dreymdi ykkur í nótt :) Leiðinlegt að heyra með magakveisuna :( Hlakka til að heyra frá Kína.

kv. Beta

09:56  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Ansans með klósettferðir, en þetta þurfa nú allir að prufa líka - er það ekki? Partur af prógrammet sko.

Nú er líka mánuður í Tælandið...

12:07  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Á forsíðu mbl.is núna er einmitt í fyrstu fréttinni verið að tala um afhjúpun stærstu ístertu í heimi sem er í Peking! Mér var hugsað til þín Róbert ;)
kv. Beta Rán

14:06  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Frábært að geta fylgst með ykkur á netinu. Mín skoðun er sú að þið drekkið ekki nógu mikið, þess vegna kemur kveisan;-) Gaman að sjá myndirnar, hægt að ímynda sér hvað þið eruð að upplifa. Takk fyrir að taka mynd af Reebok-sjoppunni. Merkið er greinilega að ná heimsyfirráðum!

Hafið það sem allra best.

Kv. KK

16:58  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hlökkum til að heyra frá ykkur, erum hjá ykkur í huganum.Rósa var hér um helgina hún var ekki að skilja að Robbi og Magga ætluðu ekki að koma að borða í Hvannalundi,afhverju ekki???

22:28  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Ohh ég fæ bara gæsahúð að lesa þetta...algjört ævintýri!!Njótiði þess í botn og fariði varlega:0)
kveða frá fróni
Lilja Björk og Auddi

23:05  

Skrifa ummæli

<< Home