hitastigsbreytingar

við erum semsagt mætt á þetta fínasta hostel hér í bangkok, thailandi - land of the smiles. já nú þýðir ekkert elsku mamma lengur, herbergið er eins og fangaklefi, ekki misskilja, þetta er ekki lítið herbergi heldur dimmt og frekar fátæklegt. svona verður þetta þar til við mætum í slotið á hua hin, jiii hvað það verður gaman. hér erum við ad tala um sameiginlegt baðherbergi og sturtu með hæðinni. orðnir ekta bakpakkarar. viljid þið heyra um fyrstu klósettferðina? rétt upp hönd sem vill heyra! stúlkan fór að athuga með útbúnaðinn og bara svona frekar sátt við þetta allt saman, er að þvo sér um hendurnar þegar einhver skuggi skottast yfir loftið. heyrist kallað þvert yfir hæðina: roooobbbi koddu strax (ekki það að hann hafi gert eitthvað gagn í þessum hræðilegu aðstæðum, nema taka mynd. hnuss). var ekki bara eitt stykki hugguleg tíu cm löng eðla, já ég sagði eðla, í loftinu og gerði sig líklega. að öðru leiti líst okkur bráðvel á staðinn, mjög snyrtilegt og sundlaug í garðinum. eigandinn er hress breti sem heldur með chelsea og eið smára, sýnist hann fíla host hlutverkið vel, jafnvel bara rakur kallinn, svei mér þá! myndir um allt af honum með gestum á góðri stund í garðinum. (hehehe, greinilegt hver ritar þessa málsgrein, það er nú sameiginlegur kamar á grímstunguheiði og sturta ekki til í orðaforða:)
nú er ekkert því til fyrirstöðu að kanna stræti bangkok í fáeina daga, sækja um vegabréfsáritun til víetnam, vera hress. höldum svo norður að nema fleiri lönd og strönd, svosum ekkert ákveðið í þeim efnum, nema að við eigum næsta flug tuttugasta og fyrsta mars frá singapore.
takk allir, fyrir kveðjurnar, ó svo gaman að sjá að fylgst er með hverri hreyfingu. við hugsum til ykkar í snjónum:)
farin í laugina...
7 Comments:
Velkomin til Tælands.
Hefði haldið að það væri bara betra og skemmtilegra að vera í 0 gráðu hita í Kína en 30 gr. í Tælandi??
Velkomin í hitan (afi er nú feginn því, en þá hefur hann bara aðrar áhyggjur jú fuglaflensan)farið varlega elskurnar mínar.
Hann biður kærlega að heila ykkur og er bara hress.
Allir aðrir í góðum gír.
knús og kveðjur úr Koppagötunni
hæhæ,
já ég er að fylgjast með ykkur og hlakka til að sjá myndina:)
Góða skemmtun í hitanum.
kveðjur úr frosti og rigningu...
Þyrí
Hádí elskurnar!!
Verð að hryggja þig með því elsku Margrét mín að eðlurnar eru ALLSstaðar (er ég ekki búnað segja þér frá eðlunni í spræt-dósinni sem Baldur var að drekka... það var á 5* hóteli í Indónesíu híhí)
Gangi ykkur vel, ógisslega gaman að lesa bloggið ykkar
kossar, Þóra Björk ;-D
Ég bíð spennt eftir myndum :) (sérstaklega af eðlunni ;)) ...verið dugleg að blogga! Góða skemmtun í Thailandi!
kv. Beta Rán
Gott að vita að það tekur ekki langan tíma að skoða Kína!
Annars bara smá öfund út í 30 stigin og sundlaugarbakkann - ég er sko að fara til Akureyrar og á því ekki von á að vinna ykkur í brúnkukeppninni á Hua Hin, þið verðið með "smá" forskot!
Annars var Nína ballerína með skólasýningu fyrir foreldra og vann þar stórsigur, greinilegt að fínhreyfingarnar erfast í kvennlegg. Skelli inn myndum af henni við fyrsta tækifæri.
Og talandi um mydi, var ekkert smellt af í Kína??
fjandinn að eðlurnar séu líka á fimm stjörnunum, var farin að hugsa út strategíu til að véla reó á eitthvað almennilegt hótel:)
annars erum við rosa sátt við þetta hostel því um leið og maður sofnar gleymist harði harðasti beddinn sem maður liggur á hehe.
biðjum fyrir kveðjum á öxlina, afinn þarf sko ekki að hafa neinar áhyggjur af okkur, erum búin að borða langt yfir ráðlagðan dagskammt af kjúlla í þessari ferð.
Skrifa ummæli
<< Home