sunnudagur, febrúar 12

ho chi minh city

útrýmingarbúðir nasista er efst í huga okkar þessa stundina. einhverjir kynnu að halda að við séum orðin klikkuð og komin til evrópu, en svo er nú ekki. hér er aðeins um samlíkingu að ræða við þrettán tíma næturlest sem tók okkur frá nha trang til hcmc (ho chi minh city). þvílík og önnur eins upplifun. byrjar á því að við fáum ekki sæti saman, risastór sprunginn hátalari við sætin er spilaði í botni léleg vestræn lög. ekki nóg með léleg lög heldur búið að endurhljóðblanda þau í diskó stíl með víetnömskum söngvurum. robbinn að gera klárt í sæti sem gert er ráð fyrir að hundrað og sextíu sentimetra víetnami sitji í, þegar bankað er í bakið. engu líkara en að gilitrutt væri mætt sem öskraði á hann þannig að sást í einu tönnina í gómnum, en hún skagaði langt fram fyrir neðri vörina. "víííírrr". robbinn; "ha". gilitrutt; "víííííeerrr". robbinn aftur; "what". "dú jú vont bear" kom tröllskessan upp úr sér svo rétt heyrðist fyrir diskóinu. í geðshræringu var "nei" eina svarið. tónlistin hætti nú sem betur fer þegar leið að háttatíma, en byrjaði aftur þegar áfangastað var náð og allir áttu að vakna. fyrsta lag sem hljómaði og átti aldeilis vel við, var "killing me softly with his..." hehehe. allt einu elskum við lyftutónlistina hjá icelandair:)
með stírurnar í augunum létum við mótorbike skutla okkur á hostel sem biblían mælir með. eftir sturtu var ákveðið þema dagsins, stríð. byrjuðum á að rölta í gömlu forseta höllina, en hún þjónaði forseta suður-víetnam til ársins 1966, eða þar til kommúnistar réðust inn í saigon og umkringdu höllina, sem staðið hefur eins frá þessum örlagaríka degi. flott að sjá öll húsgögnin, tækin og flóttaleið forsetans af fjórðu hæð niður í kjallara. hinum megin við hornið er svo stríðsminjasafnið. þar er víetnam stríðið rakið í myndum og máli. þvílíkur og annar eins viðbjóður. myndir af fötluðum, vansköpuðum börnum sem fullorðnum, bandarískur hermaður heldur glottandi á því sem eftir er af fórnarlambi sínu og svona mætti lengi telja. allir gestir, þar á meðal við, gengu um í leiðslu og trúðu ekki því sem fyrir augu bar. var flökurt þegar við gengum út af safninu.
að öðru öllu léttara, þá er maggan orðin "padi open water diver". meira um það síðar þar sem verið er að henda okkur út af netinu, í orðsins fyllstu.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Vá þvílík upplifun bara við lesturinn.
Haldið áfram að ferðast og(njóta ykkar)
knús frá öllum sem að hafa ekki fylgst með ykkur á netinu og ekki notið þess að lifa sig inn í ferðalagið, nema í frásögn minni. Anna Helgadóttir er ein af þeim Guðrún Sigurjóns og auðvitað afi.
kveðja mamma í Koppó

16:40  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Sæl þið sætu krútt, mikið svaklega er ég sáttur við það hvernig þið fléttið sögu hvers staðar inn í frásögn ykkar. Frásagnahátturinn er slíkur að myndasíðan ykkar nánast bregður skugga á þær myndir sem þið laðið fram í frásögnum ykkar. Fyrir jafn "veraldarvana heimsborgar" og undirritaður er, þá verður það seint fullmetið að fá að fljóta með ykkur þessa ferð í bakpokanum. Það er samt magnað hvað ég hlakka til að fá ykkur heim og segja: "Jæja, hvernig var svo ?". Hafið það áfram gott.........(í bakinu og hálsinum). Bestu kveðjur úr Álfheimunum. Gummi Ben & Co.

18:05  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Áfram skemmtileg frásögn, erum með í andanum.
Man eftir Da Nang, komuð þið við þar?
Kveðjur frá ýmsum
Mest frá okkur
Ma+pa

19:43  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Þetta hefur verið rosaleg lestarferð. Það hefði verið gott að vera með eyrnatappa þarna ;)
Kveðja, Beta Rán

19:50  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Fjúh.... Við sem kvörtum undan lélegum sætum í bíó... En þetta hlýtur að vera gaman, er það ekki?

15:00  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hæ hæ elskurnar mínar sorry hvað ég skrifa seint til ykkar en ég hef fylgst með ykkur og övunda ykkur mikið.Það er allt gott að frétta af okkur Söru hérna á króknum, við vinnum eins og brjálæðingar. Sara er á milli vinnudaga á fullu í skólanum og mikið við lestur...á meðan hún gerir það þá ligg ég uppí NÝJA sófanum okkar í leti og bora í nefið heh.. :)
Segjum þetta gott í bili, ég lofa að vera duglegri að skrifa til ykkar.
Kveðja Kjartan lati :)

20:06  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hæhæ krakkar!
Rosa gaman að fylgjast með ykkur og flottar myndir og pósur;)
Notaði vöflujárnið um helgina - virkaði svona svaðalega vel!!!!
kv. Þyrí

20:28  

Skrifa ummæli

<< Home