föstudagur, febrúar 24

sól, dól og skemmtilegheit

það er erfitt að hysja upp um sig sokkana þegar komið er í paradís. hólavegsfjölskyldan er mætt til hua hin - tælandi og hafa síðustu dagar farið í skraf, sóldýrkun, golf, borða og fleira sem þykir við hæfi á þessum frábæra stað.

kláruðum kambódíu með því að fara aftur í angkor wat og skoða minni og stærri hof sem liggja víða um völl um þetta risastóra svæði. svosum ekkert meira um það að segja. enduðum daginn á því að fara í loftbelg í 130 metra hæð og virða ferlíkið fyrir okkur úr lofti. magnað. gistum á hosteli sem rekið er af hjónum frá noregi. fyrir einhverjum árum voru þau í sömu erindagjörðum og við, nema, að svo elskuðu þau siem reap svo mikið, að þau ákváðu að söðla um og hafa ekki farið síðan. daginn eftir var komið að laaaang skemmtilegustu rútuferðinni til þessa. ferðatilhögun nokkurn veginn svona. frá siem reap að landamærum tælands átti að vera svona tja um fimm klst. með mini bus. labba yfir landamærin, tekur um tuttugu mínútur, og finna svo enn eina rútuna eða mini bus er átti að taka um sex klst. til bangkok. vöknuðum um morguninn og klæddum okkur við hæfi, eða þannig að loftkælingin myndi ekki frysta okkur. vorum síðustu farþegarnir inn í mini businn og hvað haldið þið – jú engin loftkæling, bara opnir gluggar til að hleypa ferska þrjátíu og fimm stiga heitu loftinu um kaggann. fjárframlög ríkisstjórnar kambódíu hafa ekki farið í að leggja “dísent” vegi um sveitir landsins, þvert á móti. leit vel út í byrjun með einföldu malbiki í fimm kílómetra – restin var malarvegur sem er verri en vatnsdals hringurinn var fyrir fimmtíu árum. rykið, hristingurinn, hávaðinn og lætin næstu sex tíma var þvílík upplifun og hrikalega gaman.

pínulítill en upptekinn landamærabær tók á móti okkur þar sem við skráðum okkur út úr kambódíu, löbbuðum einhverja hundruði metra sem virtust vera í einskismannslandi þar sem allt í einu voru spilavíti til beggja handa og risa hótel?!? aftur fengum við þrjátíu daga vegabréfsáritun til tælands og fyndið hvað litlir hlutir eins og loftkældur bíll getur gert mann glaðann. þessi téði bíll skilaði okkur heilu og höldnu inn í mekka bakpakkarana, khao san road – bangkok. munum ekki hvort við vorum búin að lýsa þessari götu áður í okkar pistlum en ákveðið að gera það engu síður. þetta er svona laugavegur túristanna. götusalar, götueldhús, tattú stofur, nudd stofur dót og drasl eins og þú getur í þig látið. komumst að því að hægt er að greina samfélagið í þrjá ólíka hópa fólks er þarna lifir í sátt og samlyndi; aðaltöffararnir sem eru búnir að vera allt of lengi í heimsreisu. þekkist langar leiðir, dreddar niður á bak, aðeins of mörg tattú og pínu reyktar týpur; venjulega fólkið sem lætur sér duga að kaupa fötin sem til eru í götunni, en allir túristarnir eru búnir að kaupa sömu thai buxurnar, hlýrabolina og bandaskóna; hallærislega fólkið sem engan veginn passar þarna inn, röltir um með samsonite ferðatöskurnar sínar og í hæla skóm, ætti að halda sig annarsstaðar:) frábært samfélag.

tókum daginn eftir rólegan í bangkok og reyndum að láta þessar mínútur líða að lendingu fjölskyldunnar. voru sem eilífð. borgin upptekin eins og venjulega, frakklandsforseti í heimsókn og mikið um lokanir á helstu túristastöðunum. gátum þó heimsótt grand palace og sleeping búdda sem er risa stytta af trúargoðinu þeirra úr gulli – að sjálfsögðu. mætt á flugvöllinn kl. sjö morguninn eftir með hatta og knöll. kom þá í ljós að höfuð ættarinnar hafði misst af fluginu frá frankfurt og aðeins lúxarar mættir. sviptum okkur í bæinn með þreytta ferðalanga og gáfum þeim morgunmat og nudd. ma og pa lentu seinni partinn með tilheyrandi gleði og brunað suður á bóginn til hua hin. eins og fram hefur komið hafa dagarnar liðið allt of hratt og höfum haft okkur öll við að njóta samverustundanna. þess á milli, flatmagað í sólinni, lesið, borðað, sofið, borðað, golf og síðast en ekki síst, notið lífsins.

dugnaður mætti enn og aftur í heimsókn á myndasíðuna, nýjar frá víetnam (í sömu möppu, og tvær síður), kambódíu og tælandi.

einhverjir hafa kvartad yfir thvi ad ylhyru stafirnir hafa latid standa a ser, radid vid thvi er ad yta a F5 eda refresh hnappinn og aetti ta vandamalid ad vera ur sogunni.

sólarkveðjur til ykkar allra...

ps: vonum að allir fyrirgefi þetta bloggleysi, það er bara svo erfitt að vera svona í fríi og hafa nógan tíma:)

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Eitt stykki humarpasta fyrir mig elskurnar mínar. Er í skólanum rosa dugleg að vakna í morgun. Gaman að sjá myndir af einhverjum öðrum en ykkur he he. Ég treysti á að þið skemmtið ykkur ógó vel þarna úti, miss jú só mötssss (var ekki allveg viss hvernig ætti að skrifa þetta á tælensku svo ég setti þetta bara á Petísku)
Bestu kveðjur úr Hafnarfirði

10:36  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Gott að heyra frá ykkur, haldið áfram að njóta tilverunnar.
Ég væri alveg til að vera þarna í sólbaði með ykkur. Verð áfram með í anda en er hvít og skininn, ekki brún og sælleg.
Kærar kveðjur af norðurlandi
Knús Sigga mamma

14:50  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Maður saknar ykkar nógu mikið fyrir og þegar maður hefur ekkert blogg til að lesa um hvað þið eruð að gera, verður söknuðurinn enn meiri. Vona að þið látið ekki 10 daga bloggleysi koma fyrir aftur ;)...Bið að heilsa allri hólavegsfjölskyldunni á Tælandi.
kv. Beta Rán

17:01  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Sól og blíða hér fyrir norðan og búið að gera upp sundlaugargufuna á krók.(nýr panell)
Allir norður.. strax

kv litlarósa

17:37  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Það er ekkert smá ferðalag á ykkur, alltaf kemst maður að einhverju nýju þegar maður byrjar að forvitnast á netinu. Öfunda ykkur bara mikið mikið, hér á klakanum er bara unnið og lesið fyrir skólann :(
Verðum endilega að vera í sambandi þegar þið skilið ykkur heim :)
Kv. Kidda

13:46  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hæ dúllurnar mínar frábært að sjá að næstum því öll fjölskylda Möggunar kíkti á ykkur leggurinn sem eftir varð hefur þurft að puða á klakanum hummm.. kannast við það
Ég er nú ekki mikið fyrir æfintyri og hef ekki öfundað ykkur af neinu fyrr en núna OMG TÁSUNUDD...hlýtur að vera himneskt:)Bestu kveðjur úr þrælabúðunum PS. hlakka mikið til að SJÁ..... ykkur þegar þið komið til baka fer í laser 3 mars:):)

23:11  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

púfff, bleikar bumbur og rauðar axlir eru helst að frétta, sólin leikur við hvern sinn fingur. þessari paradís fer senn að ljúka og hversdagslíf bakpakkarans tekur við.
við þekkjum ansi marga með gleraugu og vinna í þrælabúðum - huummmm, hver er þetta sem er svo heppinn að fara í laser?

smakkk

09:21  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Til hamingju með afmælið afi Siggi, fer með pabba á grímuball í kvöld og Gestur frændi minn er hér í heimsókn hann fer með líka. Fer í búning á eftir og syng í kaupfélaginu og kannski hjá Stínu frænku á póstó og fæ þá kannski smá nammi fyrir.
Hafið það gott og hlakka til að sjá ykkur á klakanum.
litla Rósa

11:53  

Skrifa ummæli

<< Home