good morning vietnam

höfuðborgin í laos, vientiane hafði upp á margt að bjóða og var svona "laid back" bær, og með stolt þeirra í hendi, lao bjórinn, var þrammað um og reynt að venjast hitanum. það besta við bæinn var að enginn vestrænn risi á borð við mcdonalds og kfc hafa fengið að valsa um og setja upp skiltin sín, einhvern veginn er viðmiðunin orðin sú að ef ekki sjást téð skilti á hverju horni þá verður andrúmsloftið allt öðruvísi, svona pínu sveitó (dreng úr húnavatnssýslunni finnst nú ekkert slæmt við það:) en þetta er kannski viðskiptatækifæri, einhver til? kveldi tvö eyddum við í örlítið pöbbarölt sem leiddi okkur á þennan líka fína karókí bar. strákarnir tveir alveg ákveðnir í að taka lagið fyrir þessar 15 hræður, allar innfæddar. efnisyfirlitið var heldur rýrt, tælensk og lao tónlist var í meirihluta en síðasti diskurinn í möppunni var að sjálfsögðu súkkulaði krútt strákabandið, backstreet boys. sem einlægur aðdáandi var sett á track 14 og talið í. björg færðust úr stað og er talað um söngsigur, svo mikinn, að karókíinu var lokað eftir flutninginn og indriði fékk ekki að spreyta sig, déjoðinn (i.e. D.J.) kom bara upp úr sér, "now disco time, no more karókí". síðasta deginum var svo eytt í golfi á eina vellinum þeirra og svamlað í ískaldri lauginni.
eftir að hafa knúsað pínulitla hostelstjórann, sem einnig vildi fá emil póstfangið okkar, flugum við frá vientiane til höfuðborgar víetnam, hanoi. nú var ekkert höfuðborgar rölt heldur pantað í

um borð í bátinn var farið, hádegismatur snæddur. nokkur stopp gerð á ferðinni um eyjarnar, farið í land á einni þeirra og hellar skoðaðir, róið á kajak og heilsað upp á fiskimennina á flóanum sem búa í kofa skriflum er fljóta á nokkrum bláum síldartunnum. eru samt með hunda sem gæludýr?!? sváfum í bátnum og örlar ennþá á sjóriðu þegar þessi orð eru rituð.
komumst að því hvað felst í heimsreisu.
komumst að því hvað felst í heimsreisu.
- sitja á þaki báts í sól og sumaryl með fólki frá öllum heimsálfum, sögur sagðar og skiptst á skoðunum...þetta er heimsreisa.
- finna skítalyktina af sjálfum sér eftir sturtu- og þvottavélaleysi í marga daga...þetta er heimsreisa.
- setja september á fóninn, hugsa til vina og vandamanna heima og að heiman, meðan fegurðin er virt fyrir sér og þeim leyft að vera með...þetta er heimsreisa
- rífast við leigubílstjórann sem neitar að gefa þér rétt til baka, váá hvað 14 krónur er mikið fyrir fólkið í nam...þetta er heimsreisa
- taka út eina og hálfa milljón í hraðbankanum, sem er samt bara 6000 ísk... þetta er heimsreisa.
stefnan er tekin suður á bóginn og reynum að setja myndir við fyrsta tækifæri. þar sem eins árs sonur hostelstjórans hefur kysst okkur góða nótt og vinkað bless, er kominn tími á háttinn.
þetta er róbert elías óskarsson sem ritar frá hanoi - víetnam.
6 Comments:
Vá elskurnar mínar bara komin á heimaslóðir Jóns Búa hann yrði kátur að vita af því. Gott að ferðin gengur vel. Takk fyrir allar myndirnar roooosalega gaman að skoða þær. Gangi ykkur áfram vel tímin líður fljótt líka hér heima. Þið eruð ný farin af stað er það ekki. Vá 4 vikur síðan.
Knús og kveðjur úr Koppó á Blósi
Frábært, frábært, gaman að heyra frá ykkur og bara komin í tímaþröng! Erum að fara að pakka niður og hökkum rooooosalega til, erum alltaf að kíkja á síðuna ykkar og erum stolt og ánægð með ykkur.Þið eruð alveg mögnuð og skrifið svo skemmtilega pistla.
Kærar kveðjurog njótið hvers dags.
Ma og pa
Alltaf jafn gaman ad fylgjast med ykkur og lesa pistlana ykkar. Godar kvedjur fra Koben, stori broi og fylgdarlid
Hafið það gott í Víetnam. Ég fylgist með ykkur!
Kveðja, Beta Rán
Bestu kveðjur úr stuðinu á Bókhlöðunni. Frést hefur af miklum undirbúningi fyrir Tælandsför, fer í mat í kvöld og athuga hvort allt sé satt ;-)
Kveðja, Sunna
Skilaboð til tryggra lesenda: ferðalangar eiga í einhverjum erfiðleikum með að setja inn nýjan pistil á síðuna. Öllum heilsast vel, Maggan er að læra undir próf, köfunar-próf til að vera við öllu búin. Einhverjar kafanir á dagskrá á næstu dögum ásamt próftöku.
Aðstoðarfréttaritari skrifar frá Lúx.
Skrifa ummæli
<< Home