þriðjudagur, febrúar 14

kambódía

komin til kambódíu. mætt kl. 7.20 í angkor wat. gæsahúð.

en byrjum nú þar sem frá var horfið. stríðs þemað var enn í hávegum haft í hcmc. seinni daginn í stórborginni fórum við í ferð í cu chi göngin. þau eru hvað frægust fyrir hlutverk sitt sem skjól fyrir víetnama í stríðinu. æðislegur eldri maður var gæd hjá okkur. barðist sjálfur í stríðinu og gætti nokkurs biturleika og harms í frásögn hans, en samt svo glaður eins og allir víetnamar eru. eins og í stríðsminjasafninu var frásögnin svolítið einsleit, þ.e. bara önnur hliðin á málinu. ekki það að við ætlum að taka einhverja afstöðu, heldur bara að taka þessu öllu með pínu fyrirvara. en aftur að göngunum. einhverjir kynnu að halda að þetta væru hvalfjarðargöngin eða líkt þeim? því er nú fjarri. áður en bandaríkjamenn sprengdu göngin í loft upp með b-52, voru þau um tvöhundruð kílómetrar að lengd og náðu allt upp að landamærum kambódíu. sumsstaðar allt að þrjár hæðir með eldhúsi stofu og herbergjum. já þið lesið rétt og allt neðanjarðar. eftir að robbinn hafði fengið að skjóta af m-16 herriffli fengum við að kynnast göngunum með því að skríða þau þrjátíu metra. búið að túristavæða þau en á stríðstímum voru þau einungis áttatíu * sextíu sentimetrar að stærð. vottaði fyrir innilokunarkennd.
í þessari ferð okkar um heiminn hafa lög og reglur einhvern veginn fokið út í veður og vind. þá erum við aðallega að tala um umferðarreglurnar. ótrúlegt t.d. að koma eldsnemma um morgunn með lest til hcmc, ganga beyglaður út af lestarstöðinni og setjast upp á motorbike með bakpokann á sér og láta skutla sér á hótel. þeir keyra eins og vitleysingar þessir menn og er ekkert verið að splæsa í hjálma eða annað slíkt. hér úir allt og grúir af allskyns vespum og mótorhjólum, gömlum og nýjum, kraftmiklum og kraftlausum. þetta er helsti ferðamáti víetnama og bara í hcmc eru fjórar milljónir hjóla. íbúafjöldi er níu milljónir. það þykir merki um ríkidæmi að eiga bíl, en við kaup á einum slíkum bætist við 25% auka skattur. það gilda engar reglur um fjölda einstaklinga pr. hjól og því ekki óalgeng sjón að sjá stórfjölskylduna þar saman komna, fimm manns á einu hjóli. án þess að hugsa sig um prúttar maður aðeins við kappana og stekkur svo um borð. þeir eru ekkert að stoppa á rauðu ljósi, nei, það er bara vesen. svona þeysist maður um og finnst það lítið mál, reyndar með þá vitneskju bak við eyrað að aðeins þrír látast að meðaltali í umferðinni í hcmc á ári.
gullnareglan fyrir gangandi vegfarendur er að jú, ganga yfir götuna en alls ekki hlaupa. ef gengið er rólega þá sveigja hjólin framhjá en ef þú hleypur, þá sjá þeir þig ekki og keyra þig niður. fyrsta daginn okkar í hanoi stóðum við og horfðum á gangstéttina hinum megin götunnar, hugsuðum að við kæmumst aldrei yfir, því þrátt fyrir bæði umferðarljós og gangbraut þá stoppar enginn. fyrstu skiptin reyndi maður því að vera samferða innfæddum, smá laumufarþegi, en eftir nokkur skipti var þetta hið minnsta mál.

förum enn lengra aftur í tímann, eða til nha trang. staðið til í einhvern tíma að maggan kláraði köfunarprófið sitt svo hún og robbinn (sem kláraði sitt próf fyrir einhverjum árum) gætu skoðað nemó og pabba hans í réttu ljósi. það brást ekki. eftir að hafa lokið skylduköfun í sundlauginni fórum við bæði með bát daginn eftir og akkeri sleppt við eyjuna hon mún. þetta var geggjað í einu orði sagt. skyggni ágætt og þvílíkt líf neðansjávar. gulir, grænir, bláir, röndóttir, bláir og röndóttir fiskar og nemó og fjölskylda að sjálfsögðu mætt. þetta var ótrúlegt að upplifa teiknimyndina á tíu metra dýpi svona ljóslifandi. prófið þreytt þegar við komum í land og útskrifast með ágætis einkunn. nú bíður sjórinn okkar í tælandi með gulum, grænum, bláum, röndóttum, bláum og röndóttum sjávarverum.
ef einhver er á leið til nam og vill kafa þá mælum við eindregið með octapus divers í nha trang.
flugum svo frá hcmc til siem reap í kambódíu í gærkvöldi. leigubílstjórinn okkar ágætur í ensku en kunni samt ekki að lesa. stýrið hægra megin en samt hægri umferð. ákveðið að hann skyldi vera "einkabílstjórinn" okkar daginn eftir og keyra okkur um stærsta trúarhof í heimi, angkor wat. kambódía er hvað þekktust fyrir téð hof og pol pot, sem leiddi khmer keisaraveldið áfram í einni af verstu byltingum heimsins á árunum 1975-1979. um tvær milljónir manna voru pyntuð og drepin, aðallega menntað fólk og þeir sem töluðu annað tungumál. landið er enn að ná sér og fólk hvatt til að hugsa um morgundaginn í stað gærdagsins, því ekki fyrir svo löngu síðan var enginn morgundagur. sama hvað gengur á og hvað hlutirnir voru hræðilegir þá byggðu þeir angkor wat og enginn tekur það frá þeim. þetta stolt þeirra er allsstaðar. það er bjór, sígarettur, hótel, veitingastaðir, angkor þetta og angkor hitt. því var ekki úr vegi að koma við og skoða þetta undur. þeir sem hafa séð láru croft - the tomb raider, hringja kannski bjöllum. bregður fyrir í þeirri mynd. að svitna úr hita kl. 7.20 í morgun með þetta fyrir augum var tja, undarlegt.
það er ekki skrítið að angelina hafi ákveðið að taka barn með sér héðan, en þau eru svooooo sæt. þrátt fyrir að vera ofboðslega skítug og nánast í engum fötum þá bráðnar maður.
takk fyrir kveðjur allir og meil, meira svoleiðis takk. söknum ykkar.
ps. daggarafjölskylda,væri ekki ágætt að senda smá emil um árshátíðina og láta kannski nokkrar myndir fljóta með. skiljum ekki alveg hvernig þetta gat farið fram svona án okkar:)
annars er spenningur farinn að magnast, aðeins nokkrir dagar í hitting hólavegsfjölskyldunnar (nema einn legg, hnuss) í bangkok. 4 dagar, counting...

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Hlökkum roooosalega til að hitta ykkur, það verður magnað trúi þessu varla. Frábært að lesa pistilinn, stríðið í Víetnam var mál málanna þegar við vorum ung og núna eruð þið þarna, merkilegt hvernig þessi heimur er.
Ástarkveðjur, ma og pa

19:42  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Frábært að lesa, þetta er svo mikill annar heimur sem maður kynnist bara nokkuð vel í gegnum frásögn ykkar. Magnað. Bestu kveðjur til Hólavegsfamiliunnar.
Bryndís Jónasdóttir

10:48  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Til hamingju með scúbbadæving prófið!!! ;)
kv. Þyrí

11:39  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Þið eruð frábær haldið því áfram.
Til hamingju með kafaraprófið Margrét mín. Ég var að koma úr sveitinni og skila hér með kveðju þaðan, ég fór með lesefni þangað.
Njótið samvista með ma, pa, E.S og fleirum um helgina, verð með í anda.
kær kveðja
mamma í Koppó

16:22  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

jahá.. það er bara hellingur búinn að gerast síðan ég las síðast.. ég er alltaf að lesa nokkrar færslur í einu (það er nefnilega svo hrikalega mikið að gera í vinnunni.. eða ekki) klæjar alveg í puttana að fá að fara þarna líka.. frábært að lesa um þetta ferðalag hjá ykkur.. ekkert smá dugleg að skrifa.. halda áfram svona.
kossar og knús
Sigga Harpa
- á leiðinni til Spánar eftir 24 daga!!!-

16:32  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Allt að verða tilbúið fyri Tæland. Allir ofurspenntir. Mikið verður þetta gaman...
Sjáumst við á flugvellinum eða?

14:56  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hæ hæ

gaman að lesa pistlana ykkar, hafði samt ekki tíma til að lesa þennan allan. Hann var svo ofsa langur.

kv. Kolla

20:11  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

hæhæ gaman að lesa um ykkur en vonandi hafið þið það gott þarna uti,mig langar geggjað að kafa þarna uti eins og þið listuð þvi þa hlitur best,bið að heilsa NIMO ef þið hittið hann einhverntiman ok bæ have fun

22:23  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...


alltaf gaman að heyra í ykkur (þó að tæknilegir örðuleikar tefji lesturinn og ekki allt sem skylst). Þó ótrúlegt megi virðast fór Daggaraárshátíðin fram og reyndist alveg hreint hin besta skemmtun þó þið væruð ekki með. Ykkar var þó sárt saknað. Ég hafði nú ekki hugmynd að við gætum sent mail á ykkur og hvað þá myndir en það er bara alveg sjálfsagt. Geri það um leið og ég er búin að finna út úr því. Góða skemmtun annars og jii hvað ég hefði viljað kafa með ykkur.

Keðja úr kuldanum, brrrr
Ásta

14:23  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Á maður kannski von á ykkur heim með eitt kambódíubarn í farteskinu ;)
Kv. Beta Rán

11:00  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Takk fyrir tippsið Robbi. Allt annað og skemmtilegra að lesa "ykkur" núna.

Skoðið þið okkur ekki örugglega reglulega og leyfið okku vera með?

Kv. Ásta

14:26  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Fara ekki að koma fréttir af ykkur, kíki oft á dag og bíð spennt eftir næsta hluta í ferðasögunni!!

19:56  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Halló krakkar mínir nú fer ég að verða óróleg ég vil fara að vita eitthvað um ykkur.
Vona að allt sé í lagi og að það sé bara svona gaman að ferðast um með ma pa og es.
kveðja og knús
Mamma á Blósi

23:19  
Anonymous Nafnlaus hafði þetta að segja...

Nei nú er nóg komið.......það er ekki nóg með að maður hangi hér daginn inn og út yfir bókaskruddum og fá ekkert að ferðast nema vestur á mela og aftur heim, þá virðist þið hafa misst niður málið og allan mátt í höndunum. Ég veit að það er voða gaman að hafa tengdó hjá sér, að ekki sé nú minnst á að hafa mömmu og pabba, en það má ekki gleyma okkur hinum. Ég veit að þið hafið það gott og svona og skemmtið ykkur vel, gleymið bara ekki að þið eruð í þessari heimsreisu svo við getum lesið bloggið ykkar.

Ástarkveðjur Gummi Ben

P.s. Bumbubúinn er farinn að sparka og ólmast eins og sönnum skagfirðing sæmir.

00:41  

Skrifa ummæli

<< Home